Handbolti

Fram á­fram með fullt hús

Fram fór illa með Gróttu í Olís-deild kvenna í handbolta þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi í kvöld, fimmtudag. Lokatölur 20-29 og gestirnir fara því með stigin tvö heim í Grafarholtið.

Handbolti

Upp­gjörið: ÍR - ÍBV 22-22 | Heimakonur komnar á blað

ÍR og ÍBV áttust við í 3. umferð Olís deild kvenna í kvöld. ÍR sem hafði fyrir leikinn ekki enn náð í sitt fyrsta stig á mótinu voru grátlega nálægt því að leggja ÍBV af velli en urðu að sætta sig við stigið þar sem leiknum lauk með jafntefli 22-22.

Handbolti

„Þurfum að vera fljótir að læra“

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, telur að sitt lið þurfi að bæta ýmis atriði eftir tap á móti Aftureldingu í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Valsmenn töpuðu með þremur mörkum á heimavelli í kvöld.

Handbolti

„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“

Þórir Her­geirs­son, lands­liðs­þjálfari hins sigur­sæla norska kvenna­lands­liðs í hand­bolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópu­mót. Greint er frá starfs­lokum Þóris með góðum fyrir­vera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Ís­lendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leik­menn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur.

Handbolti

„Alltaf gaman að spila í KA heimilinu”

Haukar unnu öruggan átta marka sigur á KA á Akureyri nú í kvöld í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta, lokatölur 26-34. Skarphéðinn Ívar Einarsson skipti yfir til Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA í sumar og átti frábæran leik í kvöld og skoraði 8 mörk úr 12 skotum.

Handbolti

Haukur gekk frá læri­sveinum Guð­mundar

Haukur Þrastarson var allt í öllu þegar Dinamo Búkarest pakkaði Fredericia saman í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá hafði Janus Daði Smárason betur gegn Ómari Inga Magnússyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.

Handbolti