Handbolti

Frábær viðsnúningu Japana | Öruggt hjá Ungverjum

Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í milliriplum Heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Japan vann virkilega góðan sigur gegn Austurríki eftir að hafa verið fimm mörkum undir snemma í seinni hálfleik og Ungverjar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn Kongó.

Handbolti

Óvænt tap Kielce gegn botnliðinu

Pólska liðið Lomza Vive Kielce tapaði óvænt gegn botnliði Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Kielce er enn á toppi riðilsins, en þetta var annað tap liðsins í keppninni í röð.

Handbolti

Stórsigur Frakka og risasigur Svía

Hinum tveim leikjum kvöldsins í milliriðlunum á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta er nú lokið. Frakkar unnu öruggan tíu marka sigur gegn Pólverjum, 26-16, og Svíar gjörsamlega kafsigldu Kasakstan og unnu 35 marka sigur, 55-20.

Handbolti

Lugu til um þyngd leikmanna Þóris

Norska handknattleikssambandið sendi inn falskar upplýsingar um þyngd leikmanna kvennalandsliðsins sem spilar á HM á Spáni. Alþjóða sambandið, IHF, hefur verið gagnrýnt fyrir að upplýsingum um þyngd leikmanna sé dreift á heimasíðu mótsins og í sjónvarpi, enda sé slíkt óþarfi.

Handbolti

Úrslitin ráðin í fjórum riðlum á HM

Átta leikir voru á dagskrá á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í dag og í kvöld og nú eru úrslitin ráðin í fjórum af átta riðlum mótsins. Meðal þjóða sem tryggðu sér sæti í milliriðlum í kvöld voru Frakkar, Svíar og Norðmenn.

Handbolti

Magdeburg endurheimti toppsætið | Kristján og félagar enn án sigurs

Ómar Ingi Magnússon og skoraði fjögur mörk þegar Magdeburg endurheimti toppsæti C-riðils í Evrópudeildinni í handbolta með sex marka sigri gegn Nexe, 32-26. Á sama tíma töpuðu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix gegn La Rioja, 33-26, en liðið hefur ekki enn unnið leik í Evrópudeildinni.

Handbolti