Danski þjálfarinn hætti við allar æfingar og leyfði leikmönnum að sofa út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2023 12:01 Magnus Saugstrup Jensen fagnar marki á HM en hann og félagar hans slöppuðu af fyrir leikinn á móti Ungverjum í dag. AP/Andreas Hillergren Þjálfari dönsku heimsmeistaranna fór öðruvísi leið í undirbúningi liðsins fyrir leikinn á móti Ungverjum í átta liða úrslitum á HM í handbolta. Nicolaj Jacobsen ákvað að hætta við allar æfingar í aðdraganda leiksins og ástæðan er svefnleysi að undanförnu. Søvnunderskud plager Danmarks spillere før kvartfinalebrag https://t.co/HsHiRrQFeb #hndbld #håndbold pic.twitter.com/bwxSqWiL8e— JP Sport (@sportenJP) January 24, 2023 Danir hafa leikið 25 leiki í röð á HM án þess að tapa, sem er metjöfnun, og gera orðið fyrsta handboltaþjóðin til að vinna þrjá heimsmeistaratitla í röð. Danir mæta liðinu sem skildi okkur Íslendinga svo sárgrætilega eftir í riðlinum þökk sé skelfilegum átján mínútna kafla. Það lítur út fyrir að Jacobsen hafi ekkert allt of miklar áhyggjur af ungverska liðinu. Leikurinn fer fram í kvöld en leikmenn fengu að sofa út og hvíla lúin bein. „Menn eru of þreyttir til að æfa. Það hefur verið of lítill svefn svo að undirbúningurinn mun snúast um að slappa af og ná eins miklum svefni og mögulegt er,“ sagði Nicolaj Jacobsen við Ritzau. „Að auki hefur leikurinn líka verið færður fram um tvo og hálfan tíma miðað við það sem við erum vanir. Þetta snýst því um að mæta með eins ferska fætur og mögulegt er,“ sagði Jacobsen. Leikur Dana og Ungverja hefst klukkan 17.00 í dag að íslenskum tíma. HM 2023 í handbolta Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Nicolaj Jacobsen ákvað að hætta við allar æfingar í aðdraganda leiksins og ástæðan er svefnleysi að undanförnu. Søvnunderskud plager Danmarks spillere før kvartfinalebrag https://t.co/HsHiRrQFeb #hndbld #håndbold pic.twitter.com/bwxSqWiL8e— JP Sport (@sportenJP) January 24, 2023 Danir hafa leikið 25 leiki í röð á HM án þess að tapa, sem er metjöfnun, og gera orðið fyrsta handboltaþjóðin til að vinna þrjá heimsmeistaratitla í röð. Danir mæta liðinu sem skildi okkur Íslendinga svo sárgrætilega eftir í riðlinum þökk sé skelfilegum átján mínútna kafla. Það lítur út fyrir að Jacobsen hafi ekkert allt of miklar áhyggjur af ungverska liðinu. Leikurinn fer fram í kvöld en leikmenn fengu að sofa út og hvíla lúin bein. „Menn eru of þreyttir til að æfa. Það hefur verið of lítill svefn svo að undirbúningurinn mun snúast um að slappa af og ná eins miklum svefni og mögulegt er,“ sagði Nicolaj Jacobsen við Ritzau. „Að auki hefur leikurinn líka verið færður fram um tvo og hálfan tíma miðað við það sem við erum vanir. Þetta snýst því um að mæta með eins ferska fætur og mögulegt er,“ sagði Jacobsen. Leikur Dana og Ungverja hefst klukkan 17.00 í dag að íslenskum tíma.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira