Handbolti Seinni bylgjan: Heimir Örn lét Kidda heyra það Skondið atvik átti sér stað í leik FH og ÍBV á dögunum þegar Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, lét í sér heyra á hliðarlínunni. Dómari leiksins, Heimir Örn Árnason, var augljóslega ekki í stuði fyrir tuð. Handbolti 31.5.2021 07:00 Seinni bylgjan: Rúnar Sigtryggsson las dómurunum fyrir norðan pistilinn Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Þórs frá Akureyri þegar þeir heimsóttu KA í lokaumferð Olís deildar karla á dögunum. Gestirnir vildu þá fá víti eða mark dæmt gilt, en dómarar leiksins dæmdu aukakast sem varð til þess að niðurstaðan varð 19-19 jafntefli. Handbolti 30.5.2021 23:31 Alexander vann Íslendingaslaginn og lærisveinar Guðmundar unnu góðan sigur Alls voru fjögur Íslendingalið að keppa í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Aðeins Melsungen og Flenburg lönduðu sigri. Handbolti 30.5.2021 16:00 Bergischer steinlá gegn Wetzlar Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer heimsóttu HSG Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Arnór skoraði átta mörk, en það dugði skammt því Bergischer þurfti að sætta sig við átta marka tap, 30-22. Handbolti 29.5.2021 20:02 Ómar Ingi fór á kostum enn eina ferðina Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg unnu stórsigur þegar þeir heimsóttu Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ómar Ingi var markahæsti maður vallarins með níu mörk, en lokatölur urðu 35-25 Magdeburg í vil. Handbolti 29.5.2021 19:01 Kría einum sigri frá sæti í Olísdeildinni Víkingur tók á móti Kríu í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í Olísdeild karla næsta haust. Gestirnir voru ívið sterkari aðilinn í leiknum og unnu að lokum sjö marka sigur, 32-25. Handbolti 29.5.2021 17:57 Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór í úrslit eftir framlengdan leik KA/Þór og ÍBV mættust í oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna. Einvígi liðanna hefur verið frábært og var það áfram í dag en framlengja þurfti leikinn til að knýja fram sigurvegara. Fór það svo að KA/þór vann með eins marks mun, 28-27. Handbolti 29.5.2021 17:40 Seinni bylgjan: Var ÍBV sátt með tap í Krikanum? ÍBV tapaði með tveggja marka mun gegn FH í lokaumferð Olís-deildar karla. Það þýðir að liðin mætast á nýjan leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Handbolti 29.5.2021 15:01 Aron spilaði ekki er bikarinn fór á loft Barcelona fagnaði spænska meistaratitlinum í handbolta í dag. Liðið lagði Frigoriíficos Morrazo 35-23 áður en fagnaðarlætin gátu hafist. Aron Pálmarsson var ekki með Börsungum í dag. Handbolti 29.5.2021 12:30 Landsbyggðin eignast fulltrúa í úrslitum í fyrsta sinn í sextán ár Í dag kemur í ljós hvort KA/Þór eða ÍBV mætir Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV fer fram í KA-heimilinu og hefst klukkan 15:00. Handbolti 29.5.2021 11:01 Síðasta hefðbundna Seinni bylgja vetrarins á óhefðbundnum tíma Farið verður yfir lokaumferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni í dag. Þessi síðasti hefðbundni þáttur vetrarins er á nokkuð óvenjulegum tíma, klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4. Handbolti 28.5.2021 11:00 Þórsara hent út úr KA-heimilinu eftir bræðikast Áhorfandi á Akureyrarslag KA og Þórs missti stjórn á skapi sínu í lok leiks, grýtti niður skiltum og hrópaði inn á völlinn áður en honum var hent út úr KA-heimilinu. Handbolti 28.5.2021 10:08 Snorri Steinn: Erum frekar í meðvindi en mótvindi Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Aftureldingu og að ná 3. sæti Olís-deildarinnar. Hann kveðst nokkuð brattur fyrir úrslitakeppnina. Handbolti 27.5.2021 22:15 Selfoss og Haukar með sigra í lokaumferðinni Lokaumferð Olís-deildar karla fór fram í kvöld. Selfoss vann fjögurra marka útisigur á Gróttu, 27-23, og Haukar unnu stórsigur á botnliði ÍR, 41-22. Handbolti 27.5.2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-34 | Valsmenn náðu 3. sætinu Valur vann öruggan sigur á Aftureldingu, 25-34, í lokaumferð Olís-deildar karla í kvöld. Þar sem Stjarnan tapaði fyrir Fram á sama tíma endaði Valur í 3. sæti deildarinnar. Valsmenn mæta KA-mönnum í átta liða úrslitum. Handbolti 27.5.2021 21:43 „Ætluðum að vinna þennan leik“ Patrekur Jóhannesson var ekki sáttur með tap sinna manna gegn Fram í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 29-27 Fram í vil en það breytir ekki þeirri staðreynd að Stjarnan fer í úrslitakeppnina en Fram er komið í sumarfrí. Handbolti 27.5.2021 21:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 28-26 | Sigur heimamanna þýðir að liðin mætast að nýju í úrslitakeppninni Tveggja marka sigur FH á ÍBV í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta þýðir að liðin mætast að nýju í 8-liða úrslitum deildarinnar. Lokatölur í Kaplakrika í kvöld 28-26 FH í vil. Handbolti 27.5.2021 21:30 Leik lokið: KA - Þór 19-19 | Jafnt í Akureyrarslagnum KA mætti Þór í Akureyrarslag í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 19-19 en KA er á leið í úrslitakeppni deildarinnar á meðan Þórsarar eru fallnir. Handbolti 27.5.2021 21:15 Tókum ákvörðun fyrir leik að við værum í handbolta til að vinna Deildarkeppnin í Olís deild karla lauk í kvöld með heilli umferð. FH vann tveggja marka sigur á ÍBV 28-26 sem á endanum þýddi að liðin mætast í 8-liða úrslitum á mánudaginn.Sigursteinn Arndal þjálfari FH var sáttu með sigurinn í leiks lok. Handbolti 27.5.2021 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 27-29 | Óvæntur sigur gestanna Fram unnu tveggja marka sigur, 29-27 á Stjörnunni á útivelli í æsispennandi leik en Stjarnan þurfti sigur til þess að tryggja sér þriðja sætið í deildinni. Handbolti 27.5.2021 21:00 Viktor Gísli og félagar úr leik er Álaborg tryggði sér sæti í úrslitum Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar, mun sjá lið sitt leika til úrslita í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið lagði Viktor Gísla Hallgrímsson og félaga í GOG í síðari leik liðanna í undanúrslitum í kvöld. Handbolti 27.5.2021 20:36 Ómar Ingi magnaður í liði Magdeburg | Jafnt hjá Alexander og Ými Ómar Ingi Magnússon átti ótrúlegan leik er Magdeburg vann Essen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þá léku Bjarki Már Elísson, Alexander Petersson, Ýmir Örn Gíslason og Arnar Freyr Arnarsson einnig með sínum liðum. Handbolti 27.5.2021 19:11 Óðinn Þór skoraði fjögur en það dugði ekki til Óðinn Þór Ríkharðsson átti fínan leik í tapi Holstebro gegn Bjerringbro-Silkeborg í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag. Lokatölur 30-25 Bjerringbro-Silkeborg í vil sem þýðir að lið Óðins leikur um bronsið. Handbolti 27.5.2021 18:26 Úrslitakeppnin klár eftir kvöldið: Fimm lið geta enn lent í klóm Hauka Deildarmeistarar Hauka hafa verið krýndir og Þór og ÍR þurfa að leika í næstefstu deild á næstu leiktíð. Hins vegar er ýmislegt óráðið fyrir lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta sem fer fram í kvöld. Handbolti 27.5.2021 14:00 Seinni bylgjan: Dýrmæta markið hennar Rakelar og svona sópaði Valur Fram út Valskonur leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en KA/Þór og ÍBV leika oddaleik í sínu einvígi. Farið var yfir leiki gærkvöldsins í undanúrslitunum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Handbolti 27.5.2021 10:31 „Á ég að reyna selja úrslitakeppnina eða segja það sem mér finnst?“ Lokaskotið var á sínum stað er Seinni bylgjan gerði upp næst síðustu umferðina í Olís deild karla sem fór fram á mánudag. Handbolti 26.5.2021 23:01 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-19 | Valur komnar í úrslit eftir að hafa sópað Fram í sumarfrí Valur er komið í úrslitaviðureignina eftir að sópa Fram í sumarfrí. Leikurinn endaði með 5 marka sigri Vals 24-19. Handbolti 26.5.2021 22:11 Rakel Sara: Við mætum tilbúnar „Þetta var ljúft. Mjög ljúft. Við unnum þetta á liðsheildinni í dag," sagði Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þórs, eftir sigurinn á ÍBV fyrr í dag. Handbolti 26.5.2021 20:16 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KA/Þór 21-24 | Gestirnir tryggðu oddaleik Eftir sigur KA/Þór í Eyjum er ljóst að ÍBV og KA/Þór þurfa að mætast í oddaleik um sæti í úrslitaeinvíginu í Olís-deild kvenna. Handbolti 26.5.2021 19:31 Aron Rafn aftur heim í Hauka Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson kemur heim í sumar og gengur í raðir Hauka. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Handbolti 26.5.2021 18:20 « ‹ 219 220 221 222 223 224 225 226 227 … 334 ›
Seinni bylgjan: Heimir Örn lét Kidda heyra það Skondið atvik átti sér stað í leik FH og ÍBV á dögunum þegar Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, lét í sér heyra á hliðarlínunni. Dómari leiksins, Heimir Örn Árnason, var augljóslega ekki í stuði fyrir tuð. Handbolti 31.5.2021 07:00
Seinni bylgjan: Rúnar Sigtryggsson las dómurunum fyrir norðan pistilinn Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Þórs frá Akureyri þegar þeir heimsóttu KA í lokaumferð Olís deildar karla á dögunum. Gestirnir vildu þá fá víti eða mark dæmt gilt, en dómarar leiksins dæmdu aukakast sem varð til þess að niðurstaðan varð 19-19 jafntefli. Handbolti 30.5.2021 23:31
Alexander vann Íslendingaslaginn og lærisveinar Guðmundar unnu góðan sigur Alls voru fjögur Íslendingalið að keppa í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Aðeins Melsungen og Flenburg lönduðu sigri. Handbolti 30.5.2021 16:00
Bergischer steinlá gegn Wetzlar Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer heimsóttu HSG Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Arnór skoraði átta mörk, en það dugði skammt því Bergischer þurfti að sætta sig við átta marka tap, 30-22. Handbolti 29.5.2021 20:02
Ómar Ingi fór á kostum enn eina ferðina Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg unnu stórsigur þegar þeir heimsóttu Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ómar Ingi var markahæsti maður vallarins með níu mörk, en lokatölur urðu 35-25 Magdeburg í vil. Handbolti 29.5.2021 19:01
Kría einum sigri frá sæti í Olísdeildinni Víkingur tók á móti Kríu í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í Olísdeild karla næsta haust. Gestirnir voru ívið sterkari aðilinn í leiknum og unnu að lokum sjö marka sigur, 32-25. Handbolti 29.5.2021 17:57
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór í úrslit eftir framlengdan leik KA/Þór og ÍBV mættust í oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna. Einvígi liðanna hefur verið frábært og var það áfram í dag en framlengja þurfti leikinn til að knýja fram sigurvegara. Fór það svo að KA/þór vann með eins marks mun, 28-27. Handbolti 29.5.2021 17:40
Seinni bylgjan: Var ÍBV sátt með tap í Krikanum? ÍBV tapaði með tveggja marka mun gegn FH í lokaumferð Olís-deildar karla. Það þýðir að liðin mætast á nýjan leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Handbolti 29.5.2021 15:01
Aron spilaði ekki er bikarinn fór á loft Barcelona fagnaði spænska meistaratitlinum í handbolta í dag. Liðið lagði Frigoriíficos Morrazo 35-23 áður en fagnaðarlætin gátu hafist. Aron Pálmarsson var ekki með Börsungum í dag. Handbolti 29.5.2021 12:30
Landsbyggðin eignast fulltrúa í úrslitum í fyrsta sinn í sextán ár Í dag kemur í ljós hvort KA/Þór eða ÍBV mætir Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV fer fram í KA-heimilinu og hefst klukkan 15:00. Handbolti 29.5.2021 11:01
Síðasta hefðbundna Seinni bylgja vetrarins á óhefðbundnum tíma Farið verður yfir lokaumferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni í dag. Þessi síðasti hefðbundni þáttur vetrarins er á nokkuð óvenjulegum tíma, klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4. Handbolti 28.5.2021 11:00
Þórsara hent út úr KA-heimilinu eftir bræðikast Áhorfandi á Akureyrarslag KA og Þórs missti stjórn á skapi sínu í lok leiks, grýtti niður skiltum og hrópaði inn á völlinn áður en honum var hent út úr KA-heimilinu. Handbolti 28.5.2021 10:08
Snorri Steinn: Erum frekar í meðvindi en mótvindi Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Aftureldingu og að ná 3. sæti Olís-deildarinnar. Hann kveðst nokkuð brattur fyrir úrslitakeppnina. Handbolti 27.5.2021 22:15
Selfoss og Haukar með sigra í lokaumferðinni Lokaumferð Olís-deildar karla fór fram í kvöld. Selfoss vann fjögurra marka útisigur á Gróttu, 27-23, og Haukar unnu stórsigur á botnliði ÍR, 41-22. Handbolti 27.5.2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-34 | Valsmenn náðu 3. sætinu Valur vann öruggan sigur á Aftureldingu, 25-34, í lokaumferð Olís-deildar karla í kvöld. Þar sem Stjarnan tapaði fyrir Fram á sama tíma endaði Valur í 3. sæti deildarinnar. Valsmenn mæta KA-mönnum í átta liða úrslitum. Handbolti 27.5.2021 21:43
„Ætluðum að vinna þennan leik“ Patrekur Jóhannesson var ekki sáttur með tap sinna manna gegn Fram í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 29-27 Fram í vil en það breytir ekki þeirri staðreynd að Stjarnan fer í úrslitakeppnina en Fram er komið í sumarfrí. Handbolti 27.5.2021 21:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 28-26 | Sigur heimamanna þýðir að liðin mætast að nýju í úrslitakeppninni Tveggja marka sigur FH á ÍBV í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta þýðir að liðin mætast að nýju í 8-liða úrslitum deildarinnar. Lokatölur í Kaplakrika í kvöld 28-26 FH í vil. Handbolti 27.5.2021 21:30
Leik lokið: KA - Þór 19-19 | Jafnt í Akureyrarslagnum KA mætti Þór í Akureyrarslag í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 19-19 en KA er á leið í úrslitakeppni deildarinnar á meðan Þórsarar eru fallnir. Handbolti 27.5.2021 21:15
Tókum ákvörðun fyrir leik að við værum í handbolta til að vinna Deildarkeppnin í Olís deild karla lauk í kvöld með heilli umferð. FH vann tveggja marka sigur á ÍBV 28-26 sem á endanum þýddi að liðin mætast í 8-liða úrslitum á mánudaginn.Sigursteinn Arndal þjálfari FH var sáttu með sigurinn í leiks lok. Handbolti 27.5.2021 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 27-29 | Óvæntur sigur gestanna Fram unnu tveggja marka sigur, 29-27 á Stjörnunni á útivelli í æsispennandi leik en Stjarnan þurfti sigur til þess að tryggja sér þriðja sætið í deildinni. Handbolti 27.5.2021 21:00
Viktor Gísli og félagar úr leik er Álaborg tryggði sér sæti í úrslitum Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar, mun sjá lið sitt leika til úrslita í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið lagði Viktor Gísla Hallgrímsson og félaga í GOG í síðari leik liðanna í undanúrslitum í kvöld. Handbolti 27.5.2021 20:36
Ómar Ingi magnaður í liði Magdeburg | Jafnt hjá Alexander og Ými Ómar Ingi Magnússon átti ótrúlegan leik er Magdeburg vann Essen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þá léku Bjarki Már Elísson, Alexander Petersson, Ýmir Örn Gíslason og Arnar Freyr Arnarsson einnig með sínum liðum. Handbolti 27.5.2021 19:11
Óðinn Þór skoraði fjögur en það dugði ekki til Óðinn Þór Ríkharðsson átti fínan leik í tapi Holstebro gegn Bjerringbro-Silkeborg í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag. Lokatölur 30-25 Bjerringbro-Silkeborg í vil sem þýðir að lið Óðins leikur um bronsið. Handbolti 27.5.2021 18:26
Úrslitakeppnin klár eftir kvöldið: Fimm lið geta enn lent í klóm Hauka Deildarmeistarar Hauka hafa verið krýndir og Þór og ÍR þurfa að leika í næstefstu deild á næstu leiktíð. Hins vegar er ýmislegt óráðið fyrir lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta sem fer fram í kvöld. Handbolti 27.5.2021 14:00
Seinni bylgjan: Dýrmæta markið hennar Rakelar og svona sópaði Valur Fram út Valskonur leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en KA/Þór og ÍBV leika oddaleik í sínu einvígi. Farið var yfir leiki gærkvöldsins í undanúrslitunum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Handbolti 27.5.2021 10:31
„Á ég að reyna selja úrslitakeppnina eða segja það sem mér finnst?“ Lokaskotið var á sínum stað er Seinni bylgjan gerði upp næst síðustu umferðina í Olís deild karla sem fór fram á mánudag. Handbolti 26.5.2021 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-19 | Valur komnar í úrslit eftir að hafa sópað Fram í sumarfrí Valur er komið í úrslitaviðureignina eftir að sópa Fram í sumarfrí. Leikurinn endaði með 5 marka sigri Vals 24-19. Handbolti 26.5.2021 22:11
Rakel Sara: Við mætum tilbúnar „Þetta var ljúft. Mjög ljúft. Við unnum þetta á liðsheildinni í dag," sagði Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þórs, eftir sigurinn á ÍBV fyrr í dag. Handbolti 26.5.2021 20:16
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KA/Þór 21-24 | Gestirnir tryggðu oddaleik Eftir sigur KA/Þór í Eyjum er ljóst að ÍBV og KA/Þór þurfa að mætast í oddaleik um sæti í úrslitaeinvíginu í Olís-deild kvenna. Handbolti 26.5.2021 19:31
Aron Rafn aftur heim í Hauka Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson kemur heim í sumar og gengur í raðir Hauka. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Handbolti 26.5.2021 18:20