Handbolti

Þrír íslenskir sigrar í þýska boltanum í dag

Það var fjöldinn allur af Íslendingum í eldlínunni í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson unnu fimm marka sigur með Magdeburg, Bjarki Már Elísson var næst markahæstur í naumum sigri Lemgo og Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu sjö marka sigur.

Handbolti

Viktor Gísli og GOG á toppi dönsku deildarinnar

GOG endurheimti toppsætið í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta með sjö marka sigri gegn Fredericia í dag. Lokatölur 37-30 og Viktor Gísli átti góðan leik í marki GOG, varði 18 bolta og skoraði meira að segja eitt mark.

Handbolti

Sunna ekki með gegn Litháen

Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt þá 15 leikmenn sem taka þátt í mikilvægum leik gegn Litháen í kvöld. Sunna Jónsdóttir meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Grikklandi í gær og getur því ekki spilað í kvöld.

Handbolti

Sjö íslensk mörk og Kristianstad skrefi nær undanúrslitum

Kristianstad sigraði Malmö í öðrum leik 8-liða úrslita sænska handboltans, lokatölur 31-28. Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk og Teitur Örn Einarsson eitt þegar Kristianstad kom sér einu skrefi nær undanúrslitum, en vinna þarf þrjá leiki til að komast þangað.

Handbolti

Saga Sif kemur inn fyrir Steinunni

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðisins í handbolta, verður ekki með þegar liðið mætir Grikklandi í kvöld. Steinunn meiddist þegar stelpurnar töpuðu gegn Norður Makedóníu í gærkvöldi. Saga Sif Gísladóttir kemur inn í hópinn í hennar stað og gæti spilað sinn fyrsta landsleik.

Handbolti

Gott að finna sigurtilfinninguna

„Það gekk ekki allt upp í dag en við skorum 28 mörk sem er frábært. Við stöndum vörnina ágætlega og liðið fær kredit fyrir það. Við breytum varnarleiknum í hálfleik. Setjum Didda inn á sem kom frábærlega inn í þetta. Við náðum að stjórna tempóinu aðeins betur í seinni hálfleik þannig að þetta var bara fínt,“ sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs eftir 28-25 sigur á ÍR í kvöld.

Handbolti

Landsliðsmenn í eldlínunni

Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Stuttgart er liðið vann 27-23 sigur á Balingen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti

Snorri Steinn: Ég er grautfúll

„Ég er grautfúll. Við köstuðum þessu frá okkur og ég er mjög svekktur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals eftir naumt tap gegn ÍBV í kvöld.

Handbolti