Handbolti

„Ég bregst liðinu mínu þar og tek það á mig“

Sigursteinn Arndal var skiljanlega afar svekktur þegar hann mætti í viðtal strax eftir grátlegt tap FH gegn ÍBV nú í kvöld. Tapið þýðir að FH er úr leik í úrslitakeppninni og þarf að gera sumarfrí sér að góðu. ÍBV sópar sínu öðru einvígi í þessari úrslitakeppni og líta mjög vel út þessa stundina.

Handbolti

Um­fjöllun, við­töl og myndir: FH - ÍBV 29-31 | Eyja­­menn mættu með sópinn í Krikann og eru komnir í úr­­slit

Þriðji leikur í undanúrslita einvígi FH og ÍBV fór fram í kvöld í Kaplakrika. ÍBV vann í æsispennandi framlengdum leik eftir vægast sagt mikla dramatík. Lokatölur í Kaplakrika urðu 29-31 fyrir ÍBV sem með sigrinum kláruðu þetta einvígi 3-0 og tryggðu farseðilinn í úrslitaeinvígið þar sem þeir mæta annað hvort Haukum eða Aftureldingu. 

Handbolti

Samningslaus Díana: „Ég er sultu­slök“

Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, sagðist sultuslök og stolt af sínu liði er hún ræddi við Seinni bylgjuna eftir að ljóst var að Haukar væru dottnir úr leik í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið komst nokkuð óvænt alla leið í undanúrslit.

Handbolti

„Menn langar að svara fyrir þetta“

„Við vitum alveg hvaða þýðingu þessi leikur hefur. Við erum klárir með gott leikplan og getum bara hugsað um einn leik í einu. Við verðum klárir þegar það verður flautað til leiks í kvöld,“ segir Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH en leiktíðinni gæti mögulega lokið hjá liðinu í kvöld.

Handbolti

Fimmtán íslensk mörk dugðu ekki til

Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í norska deildarmeistaraliðinu Kolstad máttu þola súrt eins marks tap er liðið heimsótti Runar í öðrum leik liðanna í undanúrslitum um Noregsmeistaratitilinn í dag, 37-36.

Handbolti

Selfoss knúði fram oddaleik

Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Staðan í einvíginu er 2-2 og því oddaleikur framundan á Selfossi á miðvikudag.

Handbolti