Körfubolti

„Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“

„Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni.

Körfubolti

Finnst þetta vera van­metinn titill

Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis.

Körfubolti

Rúnar um undan­úr­slitin: „Það verður stríð um Reykja­nes­bæ sem enginn má missa af“

„Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val.

Körfubolti

Um­fjöllun og við­töl: Kefla­­vík - Fjölnir 90 - 64 | Inn­sigluðu deildar­meistara­titilinn með þægi­legum sigri

Keflavík og Fjölnir mættust í lokaumferð Subway deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu nokkuð þægilegan sigur 90-64. Keflvíkingar enduðu í efsta sæti deildarinnar og fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir leik.

Körfubolti

Stjarnan einum sigri frá úrslitum en Snæfell jafnaði metin gegn Þór

Unandúrslit umspilsins í 1. deild kvenna í körfubolta um sæti í Subway-deildinni eru komin á fleygiferð. Stjarnan er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum eftir ellefu stiga sigur gegn KR, en í einvígi Snæfells og Þórs frá Akureyri er staðan nú 1-1 eftir nauman fimm stiga sigur Snægells í kvöld.

Körfubolti

Lögmál leiksins: „Það hlýtur að vera skandall“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar er að venju farið yfir stöðu mála í NBA-deildinni í körfubolta og að þessu sinni var smá sagnfræðileg tenging í fyrstu fullyrðingunni.

Körfubolti