„Við þurftum aðeins bara að ná andanum“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. október 2024 21:41 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar unnu öruggan 57-79 á toppliði Hauka í Bónus-deild kvenna í kvöld. Leikurinn fór þó brösulega af stað fyrir gestina en eftir leikhlé sem Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur tók, breyttist allt. „Eins og við töluðum um fyrir leik. Þær eru bara mjög „agressívar“ og eru að pressa mjög hátt á vellinum. Þær voru náttúrulega bara að „gambla“ með því að setja tvær á Brittany. Við þurftum aðeins bara að ná andanum og fá smá yfirvegun í það sem við vorum að gera.“ Njarðvíkingar náðu heldur betur andanum, breyttu stöðunni úr 9-2 í 11-12 og smám saman tóku þær öll völd á vellinum. „Eftir að það kom, eftir að við komum þessu í fimm á fimm leik, þá vorum við miklu betri. Það er bara þannig, á báðum endum vallarins. Við náðum að „covera transition“ vörn og spila fimm á fimm, gerðum við vel og náðum stoppum. Fráköstuðum frábærlega. Og í fimm á fimm á hálfum velli sóknarlega fannst mér þetta líka bara virkilega gott.“ Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur í kvöld. Skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá setti hún fimm þrista í sjö skotum og áttu Haukar í miklum vandræðum með hana í vörninni. Einar sagði að það ætti þó ekki að koma neinum á óvart hversu öflugur leikmaður hún er. „Hún er geggjaður leikmaður og það er ekkert nýtt fyrir aðdáendur íslensks körfubolta, hún er þekkt stærð. Gerði náttúrulega hrikalega vel með allan þennan djöfulgang í kringum sig. Spilar í rúmar 39 mínútur. Hún er vél, það er bara þannig og gerði feiki vel.“ „En við þurfum að gera þetta sem lið. Stigaskorið kannski dreifðist ekkert frábærlega. Hún er með 30 og Em er í 15 stigum. En það eru margir leikmenn að leggja í púkkið. Sara hugrökk, Bo setur stóra þrista, Anna setur stóra þrista. Þetta er það sem við þurfum, við þurfum að fá hluti úr öllum áttum.“ Bo var hvergi bangin í kvöld og setti tvo stóra þristaVísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar skoruðu fimm þrista í röð í upphafi seinni hálfleiks og það virtist slá Hauka algjörlega út af laginu. „Ég er sammála því. Eftir það fannst mér við einhvern veginn lofttæma þær. Fórum kannski í það að reyna að sigla þessu heim, lengja sóknirnar okkar og spila kannski ekki skemmtilegasta körfuboltann. En vorum bara skynsamar og ég er hrikalega ánægður með stelpurnar þar.“ Njarðvíkingar hafa farið brösulega af stað í deildinni í haust og sigurinn í kvöld því kærkominn, en Einar er í langhlaupi. „Ég er alveg með það í hnakkanum að á löngum köflum er ég hérna með þrjár 16 ára stelpur inn á. Ég bara geri ráð fyrir því að þær geri á einhverjum tímapunkti það sem við köllum „rookie mistake“ og læri. Á sama tíma erum við með leiðtoga sem leiða og mér fannst Britt og Em báðar geggjaðar í dag. Bara góður liðssigur. Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira
„Eins og við töluðum um fyrir leik. Þær eru bara mjög „agressívar“ og eru að pressa mjög hátt á vellinum. Þær voru náttúrulega bara að „gambla“ með því að setja tvær á Brittany. Við þurftum aðeins bara að ná andanum og fá smá yfirvegun í það sem við vorum að gera.“ Njarðvíkingar náðu heldur betur andanum, breyttu stöðunni úr 9-2 í 11-12 og smám saman tóku þær öll völd á vellinum. „Eftir að það kom, eftir að við komum þessu í fimm á fimm leik, þá vorum við miklu betri. Það er bara þannig, á báðum endum vallarins. Við náðum að „covera transition“ vörn og spila fimm á fimm, gerðum við vel og náðum stoppum. Fráköstuðum frábærlega. Og í fimm á fimm á hálfum velli sóknarlega fannst mér þetta líka bara virkilega gott.“ Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur í kvöld. Skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá setti hún fimm þrista í sjö skotum og áttu Haukar í miklum vandræðum með hana í vörninni. Einar sagði að það ætti þó ekki að koma neinum á óvart hversu öflugur leikmaður hún er. „Hún er geggjaður leikmaður og það er ekkert nýtt fyrir aðdáendur íslensks körfubolta, hún er þekkt stærð. Gerði náttúrulega hrikalega vel með allan þennan djöfulgang í kringum sig. Spilar í rúmar 39 mínútur. Hún er vél, það er bara þannig og gerði feiki vel.“ „En við þurfum að gera þetta sem lið. Stigaskorið kannski dreifðist ekkert frábærlega. Hún er með 30 og Em er í 15 stigum. En það eru margir leikmenn að leggja í púkkið. Sara hugrökk, Bo setur stóra þrista, Anna setur stóra þrista. Þetta er það sem við þurfum, við þurfum að fá hluti úr öllum áttum.“ Bo var hvergi bangin í kvöld og setti tvo stóra þristaVísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar skoruðu fimm þrista í röð í upphafi seinni hálfleiks og það virtist slá Hauka algjörlega út af laginu. „Ég er sammála því. Eftir það fannst mér við einhvern veginn lofttæma þær. Fórum kannski í það að reyna að sigla þessu heim, lengja sóknirnar okkar og spila kannski ekki skemmtilegasta körfuboltann. En vorum bara skynsamar og ég er hrikalega ánægður með stelpurnar þar.“ Njarðvíkingar hafa farið brösulega af stað í deildinni í haust og sigurinn í kvöld því kærkominn, en Einar er í langhlaupi. „Ég er alveg með það í hnakkanum að á löngum köflum er ég hérna með þrjár 16 ára stelpur inn á. Ég bara geri ráð fyrir því að þær geri á einhverjum tímapunkti það sem við köllum „rookie mistake“ og læri. Á sama tíma erum við með leiðtoga sem leiða og mér fannst Britt og Em báðar geggjaðar í dag. Bara góður liðssigur.
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti