Lífið

Laddi fær hjartastein í Hafnarfirði

„Þetta er einn af hápunktunum, allavega hæsti punkturinn hingað til myndi ég segja,“ segir Þórhallur Sigurðsson, skemmtikraftur, betur þekktur sem Laddi. Svokallaður hjartasteinn til heiðurs Ladda var afhjúpaður fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrr í kvöld og fréttastofa Stöðvar 2 var að sjálfsögðu á staðnum. Hjartasteininn hlýtur Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil.

Lífið

Ekki auðveld ákvörðun að hætta saman

Parið Gem­ma Owen og Luca Bish, sem byrjuðu að slá sér upp í raunveruleikaþáttunum Love Island, eru hætt saman eft­ir þriggja mánaða sam­band. Gemma er dóttir fótboltamannsins Michael Owen sem spilaði fyr­ir Li­verpool og enska landsliðið.

Lífið

Endaði sem víkingur eftir að hafa greinst með krabbamein

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöldi en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Lífið

Það var enginn tilbúinn í þetta

Hún hefur verið ein vinsælasta söngkona landsins í að verða tuttugu ár. Hún er mikið Eurovision-nörd og tekið þátt fyrir Íslands hönd í keppninni sjálfri. Mikið fyrir hreyfingu, er trúuð og mikil fjölskyldukona. Regína Ósk Óskarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Lífið

Ágengur fílsungi truflaði fréttamann

Fréttamaður KBC í Kenía var í sakleysi sínu að taka upp sjónvarpsfrétt um athvarf fyrir fíla í Naíróbí. Alvin Kaunda var að taka upp frétt þar sem hann fjallaði um ágengi fólksins og hvað hún hefði komið niður á fílum Afríku, þegar ágengan fílsunga bar að garði.

Lífið

„Það er ekki móðurmál neins að segja öll velkomin“

Undanfarið hafa kröfur um aukið kynhlutleysi íslenskrar tungu orðið meira áberandi í samfélaginu. Æ fleiri hafa tamið sér að segja „öll“ í stað „allir“, „sum“ í stað „sumir“, „mörg“ í stað „margir“ og þar fram eftir götunum.

Lífið

Ellefta barnið komið í heiminn og það tólfta á leiðinni

Barnamaskínan Nick Cannon er orðinn ellefu barna faðir. Hann eignaðist dótturina Zeppelin Cannon á þeim flotta degi 11.11. með plötusnúðinum Abby De La Rosa. Zeppelin er þá fjórða barnið sem Cannon eignast á þessu ári en það fimmta er væntanlegt í desember.

Lífið

„Hvað á ég að vera að dæma þig?“

„Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 

Lífið

Söng jólalög í garðinum fyrir dvalarkonur og þeirra börn

Ein fallegasta minning sem starfskonur Kvennaathvarfsins eiga úr athvarfinu er þegar Ellen og fjölskylda mættu fyrir utan Kvennaathvarfið á köldu vetrarkvöldi fyrir ein jólin í heimsfaraldrinum. Sungu þau og spiluðu fyrir dvalarkonur og börnin í athvarfinu og var þetta ógleymanlegt kvöld.

Lífið