Lífið

Kyn­líf­stækja­verslun skot­spónn Insta­gram­hakkarans

Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði.

Lífið

Magnús Kjartan Eyjólfs­son stýrir Brekku­söngnum

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi.

Lífið

Halda loks opnunarpartí eftir tveggja ára lokun

Skemmti- og tónleikastaðurinn Húrra í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur opnar dyr sínar aftur fyrir gestum í opnunarpartíi á föstudaginn. Á dagskrá er djamm, og það er opið til hálffimm eins og áður fyrr.

Lífið

Frosti og Helga eignuðust dreng sem var strax nefndur Máni

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og konan hans Helga Gabríela Sigurðar eignuðust sitt annað barn um helgina. Drengurinn fæddist á tíunda tímanum og var þegar í stað nefndur Máni Frostason í höfuðið á Mána Péturssyni, sem fer með umsjón útvarpsþáttanna Harmageddon á X-inu ásamt Frosta.

Lífið

Kasta þúsundum fiska úr flugvél

Veiðiverðir í Utah í Bandaríkjunum hafa í vikunni kastað gífurlegum fjölda fiska úr flugvél. Flugvélin er með sérstakan tank og er notuð til að flytja fisk í stöðuvötn sem finna má á fjöllum í ríkinu og göngumenn veiða gjarnan í.

Lífið

Guðlaugur Þór á Wembley

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er staddur í London. Í kvöld fór hann ásamt Ágústu Johnson, eiginkonu sinni, á úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta milli Ítalíu og Englands.

Lífið

Féll fyrir brúð­kaupum þegar hún gifti sig og gerðist brúð­kaupsplanari

Þegar Alina Vilhjálmsdóttir missti vinnuna í byrjun árs 2020 ákvað hún að hella sér í brúðkaupsbransann. Hún stofnaði fyrirtækið Andatakið þar sem hún fór að bjóða upp á persónuleg boðskort og annað bréfsefni tengt brúðkaupum. Það vatt þó hratt upp á sig og nú er Alina farin að skipuleggja brúðkaup frá A til Ö fyrir aðra.

Lífið

Vilja 18,5 milljónir frá Dua Lipa vegna myndar á Instagram

Fyrirtæki hefur höfðað mál gegn bresku tónlistarkonunni Dua Lipa vegna myndar sem hún birti á Instagram. Myndin var tekin af svokölluðum paparassa, ljósmyndara sem tekur myndir af frægu fólki og eltir það jafnvel, á flugvelli þar sem hún stóð í röð.

Lífið

Vök frumsýnir nýtt myndband tekið í Rauðhólum

Hljómsveitin Vök hefur sent frá sér nýtt myndband við smáskífu sína, Skin sem kom út fyrir viku. Skin kemur í kjölfarið á smáskífunni, Lost in the Weekend. Bæði lögin gefa innsýn í hvers er að vænta af nýrri plötu sem meðlimir Vakar vinna nú að.

Lífið

Jay-Z og Beyoncé komu ekki með vélinni

Rapparinn Jay-Z var ekki um borð í einka­þotunni sem lenti á Reykja­víkur­flug­velli í dag. Rapparinn vin­sæli ferðast iðu­lega um á þotunni en hún er merkt með í­þrótta­vöru­merkinu Puma, sem Jay-Z á í sam­starfi við auk þess sem skráningar­númer hennar vísar beint í rapparann.

Lífið

Lil Baby hand­tekinn í París vegna fíkni­efna

Bandaríski rapparinn Lil Baby hefur verið handtekinn í París eftir að fíkniefni fundust í fórum hans. Hann er staddur í París með körfuboltamanninum James Harden í tilefni tískuvikunnar í París. Harden var ekki handtekinn og er ekki grunaður um nokkuð glæpsamlegt.

Lífið

Bríet í fyrsta sinn á Þjóð­há­tíð

Tónlistarkonan Bríet mun í fyrsta sinn spila á Þjóðhátíð um komandi Verslunarmannahelgi en auk hennar munu Aron Can, Cell 7, Herra Hnetusmjör, Jóhanna Guðrún, Bandmenn og Stuðlabandið spila á hátíðinni.

Lífið

Sigurður Ingi og Bjarni Ben grilla ofan í gesti Kótelettunnar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, munu grilla ofan í gesti Kótelettunnar á Selfossi á laugardaginn. Þá verða þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sérstakir aðstoðargrillarar. BBQ kóngurinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson, mun vera þeim til halds og trausts.

Lífið

Hikar ekki við að hringja í fólk með reynslu

Fida Abu Libdeh orku- og umhverfistæknifræðingur er frumkvöðull með meiru. Fida er stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica, sem býr til fæðubótarefni úr affallsvatni frá jarðhitavirkjunarinnar Hellisheiðarvirkjun.

Lífið