Lífið

„Digest Complete hefur gjör­sam­lega bjargað mér“

Margir hverjir glíma við meltingarvandamál sem geta dregið verulega úr vellíðan og haft áhrif á daglegt líf. Uppþemba, þyngsli í maga og vanlíðan eftir máltíðir eru algeng einkenni og geta oft verið tengd of litlu magni af meltingarensímum. Lilja Ósk þekkir þessi óþægindi vel, en eftir að hún prófaði Digest Complete gjörbreyttist líðan hennar.

Lífið samstarf

Gjafalisti fermingar­barnsins

Ferming eru stór tímamót í lífi unglinga og þá er gaman að gefa þeim flotta gjöf sem jafnvel getur enst þeim út ævina. En það getur verið snúið að finna réttu gjöfina.

Lífið samstarf

Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs

„Því að mér finnst allt svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er svo ótrúlega þroskandi og gefandi ferli að ég væri til í að halda endalaust áfram,“ segir Dagný Björt Axelsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Lífið

Ung­frú Ís­land: Kjóstu Netstúlkuna 2025

Ungfrú Ísland fer fram í þann 3.apríl næstkomandi í Gamla Bíó og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á Vísi. Í ár gefst almenningi kostur á að velja Netstúlkuna 2025 í atkvæðagreiðslu á Vísi en sú stúlka sem hreppir titilinn fer sjálfkrafa áfram í hóp þeirra efstu tíu sem keppa um kórónuna.

Lífið

Á mjög heiðar­legt sam­band við sig í dag

„Bestu lög sem ég hef nokkurn tíma gert eru lög þar sem ég er virkilega opna á eitthvað og leyfi mér að fara á stað þar sem ég get verið opinskár og einlægur,“ segir tónlistarmaðurinn Birnir en hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins.

Lífið

Eftir­lætis lasagna fjöl­skyldunnar

Hin bráðfyndna og litaglaða Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengu lasagna með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að þessi réttur hafi verið eftirlætis réttur fjölskyldunnar í meira en tólf ár og fannst loksins kominn tími til að hann fengi sitt pláss á síðunni hennar.

Lífið

Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig

Egill Einarsson betur þekktur sem Gillzenegger segist sakna þess að sjá meiri áherslu lagða á óhollustu unnar kjötvöru í nýútgefinni skýrslu Landlæknis þar sem landsmönnum er meðal annars ráðlagt að takmarka neyslu á rauðu kjöti. Hann segir margt gott í skýrslunni en augljóst sé hvað sé ástæða þess að Íslendingar eru feitasta þjóð í heimi og segir hann það ekki vera rautt kjöt.

Lífið

Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvals­stöðum

Fríður hópur kvenna mættu á Kjarvalsstaði í gærkvöldi og áttu notalega og nærandi stund saman. Markmið kvöldsins var að vekja athygli á kröftum og töfrum kvenlíkamans þar sem hugað var að líkama og sál með fræðslu, hreyfingu og gefandi vellíðunarstund.

Lífið

Heimir selur í­búð í 101

Fasteignasalinn Heimir Fannar Hallgrímsson hefur sett íbúð sína við Ingólfsstræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er á annarri hæð í glæsilegu steinhúsi sem var byggt árið 1928. Ásett verð er 64,9 milljónir.

Lífið

Fermingardressið fyrir hann

Fermingarnar eru á næsta leiti og undirbúningur fyrir stóra daginn líklega kominn á fullt. Þegar kemur að fatavali drengja eru klassísk jakkaföt og ljós skyrta vinsæll kostur, á meðan aðrir kjósa frekar smartan pólóbol eða peysu við ljósar kakíbuxur. Þá hafa stílhreinir íþróttaskór notið mikilla vinsælda meðal fermingarbarna við sparifötin.

Lífið

„List er okkar eina von“

Það var líf og fjör á sýningaropnun í Hafnarhúsinu á dögunum. Heiða Björg borgarstjóri og listaspýrur landsins nutu sín í botn þar sem kvennakraftur var í forgrunni.

Menning

Glæsi­legar fermingar­gjafir sem endast vel

Eins og undanfarin ár býður verslunin Epli upp á frábært úrval fermingargjafa frá Apple. Vörurnar frá Apple hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi undanfarin ár enda þekktar fyrir mikil gæða, tímalausa hönnun og mjög góða endingu.

Lífið samstarf

Hefur mikinn á­huga á slökkvi­liðinu

„Við erum allar einstakar á okkar eigin hátt, en það sem mér finnst greina mig frá hinum keppendunum er að ég hef kannski smá reynslu í þessum bransa, ég er bæði fyrirsæta og leikari og hef verið það mjög lengi,“ segir Kamilla Guðrún Lowen, spurð hvað greini hana frá öðrum keppendum í Ungfrú Ísland. 

Lífið

Orðin þrí­tug og nennir ekkert að pæla í á­liti annarra

„Ég fer alltaf alla leið. Síðastliðin fimmtán ár hef ég verið svona fimm mismunandi manneskjur,“ segir listakonan og tískudrottningin Helena Reynis. Hún er viðmælandi í tískutali þar sem hún fer meðal annars yfir mjög fjölbreytt og skemmtileg tískutímabil og segir frá ævintýralegum árum í Berlín.

Tíska og hönnun

Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyði­leggja sam­bandið?

Spurning barst frá lesanda: „Maki minn er með ADHD sem hefur mikil áhrif á sambandið okkar. Mér finnst ég oft detta í það hlutverk að halda skipulagi fyrir okkur bæði, minna hann á og furðu mikill tími fer í leita af hlutum sem týnast. Þessu fylgir mikil streita og oft er mikið kaos í kringum okkar en þetta hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Ertu með einhver ráð?“ - 39 ára kona.

Lífið

Happy Gilmore snýr aftur

Happy Gilmore snýr aftur á golfvöllinn eftir tæplega þrjátíu ára fjarveru þann 25. júlí þegar framhald sígildu golfgrínmyndarinnar kemur út á Netflix. Ný stikla úr myndinni var frumsýnd í dag.

Bíó og sjónvarp

Fermingardressið fyrir hana

Fermingarnar eru á næsta leyti og börnin eru eflaust farin að leita að hinu fullkomna dressi fyrir stóra daginn. Stelpur klæðast oft ljósum flíkum í anda vorsins, en á síðustu árum hefur það færst í aukana að velja föt með smart mynstri. Hér að neðan má finna nokkrar flottar hugmyndir

Lífið

Varð að fara gubbandi í Herjólf

GDRN þurfti að svara ýmsum óþægilegum spurningum frá Andra Björns útvarpsmanni á FM957 í Víkinni. Hún segir meðal annars frá degi þar sem hún tók þrjú gigg sama daginn, eitt þeirra í Eyjum þannig að tónlistarkonan varð að fara gubbandi í Herjólf.

Tónlist

Paul Young var þungt haldinn eftir bein­brot

Breski tónlistarmaðurinn Paul Young, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum, lenti illa í því þegar hann var í fríi í Santorini í Grikklandi í september síðastliðnum. Young var á leið í morgunmat á hótelinu sínu þegar hann rann og féll niður stiga.

Lífið

Aldrei fór ég suður í endur­bættri út­gáfu

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fagnaði tuttugu ára afmæli sínu á páskunum í fyrra. Fyrsta hátíðin var haldin í bríaríi í sushiverksmiðju á Ísafirði árið 2004, þar sem hátíðarhaldarar höfðu ekki miklar áætlanir og settu upp tjöld til einnar nætur. Nú er hátíðin hins vegar orðin fjölskylduvæn tónlistarveisla og er að hefja sinn þriðja áratug með endurbættri ásýnd.

Tónlist

Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns

Breska leikkonan Ciara Zelmerlöw sem er nýorðin fyrrverandi eiginkona sænsku poppstjörnunnar Måns Zelmerlow segist hafa þagað og haldið hlífisskildi yfir poppstjörnunni of lengi. Hún segist ekki geta boðið fjölskyldu sinni upp á að lifa í fjandsamlegum aðstæðum sem einkennist af fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og framhjáhöldum lengur.

Lífið

Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“

„Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída.

Lífið

Ældi á hliðar­línunni

Bandaríski leikarinn Tracy Morgan veiktist skyndilega á hliðarlínunni þar sem hann fylgdist með leik New York Knicks og Miami í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Hann ældi og fékk auk þess blóðnasir. Leikaranum var komið til aðstoðar og honum rúllað í burtu í hjólastól.

Lífið