Lífið

Sjóð­heitt fyrir snjóstorm

Léttu jakkarnir og opnu skórnir kveðja okkur í bili og þyngri yfirhafnir, úlpur, kuldaskór og fleira skemmtilegt tekur okkur opnum örmum. Vetur konungur er mættur og við höfum ekkert um það að segja.

Tíska og hönnun

Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma

Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur.

Bíó og sjónvarp

Hvað þýðir „six-seven“?

Frasinn „six-seven“ hefur á undanförnum mánuðum fest sig í sessi meðal ungmenna á samfélagsmiðlinum TikTok og í daglegu tali þeirra. Hann hefur ekki skýra eða fastmótaða merkingu, en er oft notaður til að vekja athygli. Þrátt fyrir þetta hefur trendið breiðst frá TikTok inn í skólastofur víða um heim. En hvað þýðir þetta í raun?

Lífið

Skein skært í sögu­legum gleðikonukjól

Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner hefur gengið ófáa tískupalla og er þekkt fyrir að stela senunni á sýningum. Það var engin undantekning á því í Los Angeles um helgina á tímamótasýningu tískurisatímaritsins Vogue.

Tíska og hönnun

Meðalmennskan plagar Brján

Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda.

Gagnrýni

Aldrei of seint að prófa sig á­fram

„Þegar ég klæði mig í liti líður mér eins og ég sé að fara í búning,“ segir fatahönnuðurinn Thelma Gunnarsdóttir. Tískan hefur gríðarleg áhrif á daglegt líf Thelmu sem er einn af eigendum íslenska tískumerkisins Suskin og starfar í Andrá Reykjavík.

Tíska og hönnun

Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svo­lítið kreisí“

Svo mikil aðsókn og troðningur var á sýningu í Stykkishólmi á laugardaginn að listakonan ætlar að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næstu sýningu. Eftirspurn var mikil og dæmi um að hlutir hafi brotnað í troðningnum. Listakonan segir líklega tilefni til að hækka verðið á verkum sínum.

Lífið

Pétur Kr. og Ingi­björg selja 270 fer­metra eign við Ægi­síðu

Pétur Kristján Hafstein, fyrrum hæstaréttardómari og forsetaframbjóðandi, og eiginkona hans, Ingibjörg Ásta Hafstein, hafa sett glæsilega 270 fermetra eign við Ægisíðu á sölu. Eignin er jafnframt skráð á son þeirra, Pétur Hrafn Hafstein, aðstoðarsaksóknara. Ásett verð er 270 milljónir króna.

Lífið

Barist upp á líf og dauða

Danskeppnin Street Dans Einvígið var haldin í Iðnó fyrr í mánuðinum og var mikið um dýrðir. Keppt var í bæði flokki unglinga og fullorðinna í ýmsum dansstílum.

Lífið

Dannaðar dömur mættu með dramað

Aðal pæjur landsins komu saman í Iðnó í síðustu viku til að fagna nýrri förðunarlínu í anda vinsælu bresku þáttanna Bridgerton. Gestir fóru alla leið í klæðaburði og rokkuðu síðkjóla og glæsilegheit.

Tíska og hönnun

Lang­þráður draumur verður að veru­leika

Hjónin Sólbjört Sigurðardóttir, leikkona, dansari og flugfreyja, og Einar Stefánsson, markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Reon og tónlistarmaður, eiga von á sínu öðru barni næsta vor. Þau tilkynntu gleðitíðindin í sameiginlegri færslu á Instagram

Lífið

Sam­særis­kenningar notaðar sem stjórn­tæki

Rússnesk stjórnvöld hafa lengi málað upp gagnrýnisraddir innanlands sem handbendi erlendra óvina, fyrst og fremst Vesturlanda. Samsæriskenningar eru þannig notaðar sem stjórntæki í Rússlandi til að móta sýn heillar þjóðar.

Lífið

Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“

Konur komu, sáu og sigruðu þessa vikuna. Kvennafrídagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag og lögðu um fimmtíu þúsund manns niður störf sín í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Um helgina var mikið um veisluhöld þar sem ástinni var fagnað í brúðkaupum, afmælum og árshátíðum stórfyrirtækja.

Lífið

Betra að vera blankur nemi í New York

„Ég man þegar ég var lítil og sat tímunum saman að teikna hús og byggingar. Það er góð tilfinning að sjá drauminn verða að veruleika,“ segir hin 22 ára gamla Arnfríður Helgadóttir sem greip gæsina þegar hún gafst og flutti til New York í nám. Blaðamaður ræddi við hana um ævintýrin vestanhafs.

Lífið

Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sárs­auka

„Ég trúi því varla enn þá að ég sé á þeim stað sem ég er á í dag og mér finnst það sönnun þess að þetta sé hægt – það er allt hægt. Og ég get ekki ímyndað mér að ég sé sú eina sem hefur verið í þessum aðstæðum sem ég var í. Það hljóta að vera einstaklingar þarna úti sem eru fastir í sömu hringiðu og sjá ekki út,“ segir Eva Björk Eyþórsdóttir einkaþjálfari, kennari og markþjálfi.

Lífið

Stað­festa loks sam­bandið

Bandaríska poppstjarnan Katy Perry og Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, hafa loksins staðfest að þau séu í sambandi. Það gerðu þau þegar ljósmyndari hitti þau út á lífinu í París í gærkvöldi, þar sem þau voru að halda upp á 41 árs afmæli Perry.

Lífið

Einar og Milla skírðu drenginn

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfir­framleiðandi hjá ACT4, hafa gefið ungum drengi þeirra nafnið Þorsteinn.

Lífið

Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti

„Í dag er sambandið við sjálfa mig mjög fallegt. Það hefur verið stormasamt og það eru margir sem þekkja þá sögu,“ segir myndlistarkonan Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir sem var að opna sýninguna Í fangi þínu má ég vera þú, má ég vera lítil. Herdís málar stórkostlega falleg ólíumálverk sem minna á gömlu meistarana og hefur alltaf farið eigin leiðir í lífinu.

Lífið