Lífið

Ógleymanleg ferð til Kúbu með VITA

Tónlistin, vindlarnir, rommið og hvítar strendurnar á ævintýraeyjunni Kúbu eru nú loksins aftur innan seilingar því VITA býður nú beint flug með Icelandair. Farið verður þann 19. nóvember í vikuferð undir fararstjórn Kristins R. Ólafssonar og Stefáns Ásgeirs Guðmundssonar og gist bæði í höfuðborginni Havana og strandbænum Varadero.

Lífið samstarf

Boðið að gista í kofa Sander­son systra

Kvikmyndin Hocus Pocus 2 mun birtast á streymisveitunni Disney+ á morgun og í tilefni þess mun Airbnb bjóða tveimur heppnum að gista í kofa sem gert er eftir kofa Sanderson systra í kvikmyndinni. Kofinn er staðsettur í Salem í Massachusetts.

Bíó og sjónvarp

Landsmenn minnast Prins Póló

Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 

Tónlist

Strákakvöld hjá Gameverunni

Það er strákakvöld hjá Gameverunni í kvöld. Óðinn eða „Odinzki“ mætir í streymið í kvöld og ætlar hann meðal annars að „mansplaina“ fyrir chattinu.

Leikjavísir

Svavar Pétur er látinn

Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri.

Lífið

Khloé hafnaði bónorði Tristans

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum.

Lífið

Emily in Paris snýr aftur í desember

Tökum er lokið á þriðju seríunni af Emily in Paris og snýr þátturinn aftur á Netflix þann 21. desember. Leikkonan Lily Collins, sem leikur Emily, deildi myndum af tökustað og fögrum orðum um lífsreynsluna á Instagram miðli sínum í gær.

Lífið

Grease tónleikasýning í Laugardalshöllinni

Grease tónleikasýningin sem fram fer í Laugardalshöllinni 29. október, mun laða fram allt það helsta úr söngleiknum. Tónlistin í flutningi Stuðlabandsins, allir hópdansarnir, sagan og stemningin í frábærri leikstjórn Gretu Salóme í umgjörð sem ekki hefur sést hingað til hérlendis.

Lífið samstarf

Coolio er látinn

Bandaríski rapparinn Coolio er látinn, 59 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda á ferli sínum en var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise frá árinu 1995.

Lífið

Lizzo spilaði á kristals­flautu James Madi­son

Tónlistarkonan Lizzo hlaut þann heiður fyrr í vikunni að fá að spila á þverflautu sem var í eigu James Madison fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ekki er hægt að flautan sé hefðbundin, hún var búin til árið 1813 og er úr kristal.

Tónlist

Mætti óvænt og fagnaði nýju línunni

Fyrirsætan Cara Delevingne mætti á tískuvikuna í París í gær þar sem línunni Cara Loves Carl var fagnað. Óvissa var með hvort hún myndi mæta á viðburðinn, en hún lét ekki sjá sig í partýinu sem var haldið þegar línan fór í sölu fyrr í mánuðinum.

Lífið

Rekinn úr Try Guys eftir fram­hjá­hald

Þeir Ned Fulmer, Keith Habersberger, Zach Kornfeld og Eugene Lee Yang hafa haldið úti Youtube stöðinni The Try Guys. Nú hefur Ned Fulmer verið rekinn úr hópnum eftir að upp komst um framhjáhald á milli hans og samstarfsfélaga.

Lífið

Rússar snið­ganga Óskarinn

Rússar ætla ekki að senda inn til­nefningu til bestu er­lendu kvik­myndarinnar á Óskars­verð­launa­há­tíðinni sem fer fram í mars á næsta ári. For­maður rúss­nesku Óskar­stil­nefninga­nefndarinnar hefur sagt af sér vegna málsins.

Bíó og sjónvarp

Ný drottning bætist í hópinn

Ný drottning gengur til liðs við Queens í kvöld. Það er Rósa, „Queen of the Goons“ og af því tilefni munu stelpurnar spila Counter-Strike og þyrla upp rykinu í Dust.

Leikjavísir