Skoðun

Þetta er lög­reglu­mál

Rakel Hinriksdóttir skrifar

„Guð minn góður! Hvað gerum við?!?” Gömul kona stendur við flokkunargáma, full angistar. Hún er orðin lögblind og treystir á að gámarnir séu alltaf á sama stað, til þess að geta flokkað ruslið sitt á rétta staði.

Skoðun

Hvert er verð­bólgan að fara?

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Stóra efnahagsmálið þessa dagana er verðbólgan. Ársverðbólgan í maí var 9,5% sem þýðir að eitthvað sem þú keyptir í maí í fyrra á 100 kr. kostar í dag 109.5 kr. Þetta virðist vera mjög einfalt en þegar nánar er skoðað er hægt að fara ansi langt ofan í kanínuholuna í þessum verðbólgufræðum.

Skoðun

Frelsið kemur að utan

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Flest framfaraskref sem við höfum tekið sem samfélag byggja á meira frelsi og aukinni samkeppni. Þannig er óumdeilt að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu undir lok síðustu aldar braut upp einokun og ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Aðgangur að stærri markaði gjörbreytti smásölu með vöru og þjónustu og það sem meira er, bætti þjónustu til neytenda og lækkaði vöruverð.

Skoðun

Af hvölum og kvölum

Steingrímur Benediktsson skrifar

Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum.

Skoðun

Er ramma­á­ætlun hin nýja Grá­gás náttúrunnar?

Gerður Stefánsdóttir skrifar

Dagurinn 14. júní verður lengi í minnum hafður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dagurinn þegar meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar. Var náttúra og landslag þar að engu höfð.

Skoðun

Gott frelsisskref – svo þarf að stíga fleiri

Ólafur Stephensen skrifar

Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni.

Skoðun

Maður og bolti

Ólafur Arnar Jónsson skrifar

Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar.

Skoðun

Sveitar­stjórn, stattu með sjálfri þér í dag og segðu Nei!

Margrét Erlendsdóttir skrifar

Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni.

Skoðun

Meiri dauði hér en við Noreg

Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Fyrstu fjóra mánuði ársins drápust rúmlega 1,1 milljón eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Það er um það bil 19-föld stærð villta íslenska laxastofnsins.

Skoðun

Garð­sláttur: Að vera eða ekki vera grasa­sni

Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar

Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess að ráðast til atlögu við það með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert útbreidd og klögumál, sem af því spretta nokkuð tíð. Menn verða að gæta hófs og sýna tillitssemi í garðslætti eins og öðrum athöfnum, sem geta plagað nágranna. En sumir vaxa aldrei úr grasi í því efni.

Skoðun

Ópíoíðar og að­gerðir

Kristín Davíðsdóttir skrifar

Nýleg samantekt á vegum Landlæknisembættisins sýnir fram á að dregið hefur úr ávísunum ópíoíðalyfja hérlendis það sem af er ári, bæði innan heilbrigðisstofnana og utan. Þá segir enn fremur að notkun sterkra verkjalyfja sé minni á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.

Skoðun

Ein­stefnu­gata eða stefna í báðar áttir?

Jasmina Vajzović Crnac skrifar

Fjölmenning og inngildin er ekki einstefnugata þar sem innflytjendur eða flóttafólk þurfa að aðlagast öllum gildum samfélagsins sem þau flytja í. Hér um ræðir Ísland, þar sem við búum hér, en málið snýst ekki endilega um það. Málið snýst um að þeir sem flytja til landsins þurfa að fá stuðning, skilning og tíma til að læra á nýtt samfélag.

Skoðun

Hve mikil orka fer í bitcoin, Hörður?

Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun.

Skoðun

Ert þú at­vinnu­rekandi? Viltu benda mér á eitt­hvað sem betur má fara?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Ég tók nýlega þátt í umræðum í útvarpsþætti um hvaða meginlínur væru í gangi í íslenskum stjórnmálum og hvað skildi helst á milli manna og flokka, ef þá eitthvað. Mér kom fyrst til hugar að nefna að það væri ótrúlegt að uppgötva það að ekki væru allir stjórnmálamenn sammála um það hvernig verðmætin í samfélaginu yrðu til, þ.e.a.s. fjármagnið sem greiðir fyrir þjónustu hins opinbera.

Skoðun

Þjónustu­stofnunin MAST

Hrönn Ólína Jörundsdóttir skrifar

Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST?

Skoðun

Verið undir­búin fyrir flug­tak

Ingibjörg Isaksen skrifar

Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald.

Skoðun

Hættum þessu málþófi

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

„Málþóf kallast það þegar þingmaður eða þingmenn í löggjafarþingi reyna að hindra kosningu um frumvarp. Ein leið til þess er að draga umræður um frumvarpið á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga frumvarpið til baka.“ - af Wikipedia

Skoðun

Van­treysta ESB í varnar­málum

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. 

Skoðun

Ægi­fegurð hvalsins

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir skrifar

Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð.

Skoðun

Litla Rúss­land

Sigurjón Þórðarson skrifar

Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar.

Skoðun

Tíðindi í heil­brigðis­vísindum

Sandra B. Franks skrifar

Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri.

Skoðun

Hvað varð um stúdents­prófið?

Atli Harðarson skrifar

Fyrir hálfri öld síðan voru menntaskólar hér á landi fáir. Gagnfræðaskólar og iðnskólar voru hins vegar víða og þeir stóðu flestum opnir. Einnig var talsvert um sérskóla á framhaldsskólastigi en gert var ráð fyrir að stúdentspróf og háskólanám væri fyrir útvalda.

Skoðun

Ferða­þjónustan og stöðug­leikinn

Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda.

Skoðun

Öryggi í sumar­húsum

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Sumarið er tíminn sagði skáldið og sönglaði með. Hvernig sem viðrar eru sumarhús vinsælir griðarstaðir á Íslandi og þar sköpum við góðar minningar. Við viljum öll eiga notalega og áhyggjulausa dvöl í sumarhúsum og forðast óþægindi.

Skoðun

Ofur­við­kvæm Ó­höpp náttúrunnar eða Englar al­heimsins?!

Arna Magnea Danks skrifar

Í bók Einars Már Guðmundssonar, Englar alheimsins, kemur fram þessi gullna setning: „Kleppur er víða“ og er þá átt við, að það fólk sem ber gæfu til að leita sér hjálpar er ekki eina fólkið sem þjáist af einhvers konar geðveiki, öll erum við á einn hátt eða annan í raun geðveik, í baráttu við lífs tráma sem oft á tíðum er ekki og hefur ekki verið meðhöndlað, búandi í þjóðfélagi sem endurspeglar allt þetta tráma og er því fársjúkt sjálft.

Skoðun

Aukið af­hendingar­öryggi og ný tæki­færi til at­vinnu­upp­byggingar

Anna Sigga Lúðvíksdóttir skrifar

Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí.

Skoðun