Skoðun

Þegar hjarðhegðun skyggir á skyn­semi: Tökum upp­lýsta á­kvörðun!

Birta María Aðalsteinsdóttir skrifar

Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum.

Skoðun

Rang­færslur bæjar­stjóra

Stefán Georgsson skrifar

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða.

Skoðun

Er öldrunarhjúkrun gefandi?

Ólína Kristín Jónsdóttir skrifar

Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. 

Skoðun

Vopnakaup eru land­ráð

Hildur Þórðardóttir skrifar

Vopnakaup Alþingis og þátttaka í stríði úti í heimi stangast á við Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, Varnarmálalög nr. 34/2008 og Almenn hegningarlög nr. 19/1940 og brýtur beinlínis gegn þeim. Ísland er nú orðið beinn þátttakandi í stríði og þar með hernaðarskotmark. Með þessum ráðstöfunum sínum hafa íslenskir ráðamenn framið landráð.

Skoðun

Rödd skyn­seminnar

Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar

Stjórnvöld og ákvarðanir þeirra spegla þann tíðaranda sem er uppi hverju sinni, enda samsett fólki sem er þverskurður samfélagsins. Það er mikilvægt að líta um öxl og horfa gagnrýnum augum á þær ákvarðanir sem stjórnvöld hafa tekið í tilraun til þess að tryggja að ákvarðanir framtíðarinnar séu hafnar yfir persónulegar kreddur, vanþekkingu, fordóma og óöryggi. 

Skoðun

Menntun er fjár­festing í fram­tíðinni

Geir Sigurðsson skrifar

Menntakerfi geta verið helvíti kostnaðarsöm. Séu þau vel úr garði gerð eru þau mann-, tækja- og húsnæðisfrekar stofnanir sem krefjast umfangsmikillar stoðþjónustu, ítarlegrar stefnumótunar og ekki síst kennara af holdi og blóði sem annast störf sín af kostgæfni og helst ástríðu. En sé litið til lengri tíma geta vanræksla og vanfjármögnun menntakerfa haft enn meiri kostnað í för með sér.

Skoðun

Í átt að betra Ís­landi – stjórn­mál sem skila árangri

Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Íslenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum undanfarin ár – hvort sem það er hækkandi vextir, aukinn kostnaðarbyrði heimilanna eða áskoranir í menntakerfinu. Þrátt fyrir þessi vandamál hefur það sýnt sig að lausnamiðuð stjórnmál geta skipt sköpum.

Skoðun

Meiri eftir­spurn eftir lausnum en rifrildum um hús­næðis­mál

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Ég held að eftirspurnin eftir pólariseringu og rifrildi um húsnæðismálin sé mjög takmörkuð í samfélaginu. Fólk á nóg með sitt í verðbólguhlöðnu heimilisbókhaldinu að ég tali ekki um þegar hentugt húsnæði vantar. Óskandi væri ef umræðan gæti hafið sig yfir skotgrafir stjórnmálanna þar sem staðreyndir drukkna í upphrópunum sem snúast stundum meira um von um fylgisaukningu eða sérhagsmuni en að leysa málin.

Skoðun

Hættum þessu bulli – enga strúta hér á landi

Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Þetta er ekki flókið. Náum sátt um menntakerfið og málið er dautt. Eldgamalt vandamál sem þarf að leysa. Kjör á pari við viðmiðunarstéttir miðað við fimm ára háskólanám.

Skoðun

Gerum ís­lensku að kosninga­máli

Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Þótt oft sé lögð áherslu á gildi og mikilvægi íslenskrar tungu og menningar í stjórnmálaumræðu skora þau mál ekki hátt þegar kjósendur eru spurðir um áherslumál sín – í könnun Prósents í ágúst nefndu aðeins 2% þátttakenda menningarmál sem eitt af mikilvægustu málunum.

Skoðun

Svikinn héri að hætti hússins — Ekki lýðræðisveisla

Hjörtur Hjartarson skrifar

Stundum heyrist sagt að kjósendur geti sjálfum sér um kennt að velja ekki betra fólk á Alþingi. Þetta er ósanngjörn fullyrðing. Þegar kjósandi greiðir atkvæði í kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir þegar ákveðið hvaða þingmenn taka sæti á Alþingi.

Skoðun

Öðru­vísi Ís­lendingar

Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Í almennri umræðu og kommentakerfum í dag má finna ýmiskonar hatursorðræðu, múslimahatur, gyðingahatur, útlendingahatur og svo lengi má telja. Allt sem má telja sem „öðruvísi” en hinn „venjulegi” Íslendingur er dregið fram sem óæskilegt. En þetta er alls ekki nýtt af nálinni.

Skoðun

Þarf há­skóla­menntað fólk til að kenna litlum börnum?

Aldís Björk Óskarsdóttir skrifar

Það sýndi sig hvaða stéttir eru ómissandi þegar heimsfaraldur ógnaði heimsbyggðinni. Ein þeirra er starfsfólk í leikskólum. Á tímum Covid-19 var leikskólinn eina skólastigið sem lokaði aldrei. Þá vorum við framlínustétt, núna upplifi ég okkur stétt sem er með vesen, það kristallast í viðbrögðum SÍS, sem hefur stefnt Kennarasambandinu til félagsdóms vegna verkfallsboðunar.

Skoðun

Opið bréf til ríkis­sak­sóknara og for­seta Hæsta­réttar

Guðbjörn Jónsson skrifar

Á undanförnum árum hefur undirrituðum fundist farið nokkuð frjálslega með túlkun á Stjórnarskrá og Stjórnskipan Lýðveldisins Ísland. Nokkur sniðganga við stjórnarskrá hefur lengi viðgengist, en síðasta áratug eða svo þykir undirrituðum vera farið að stefna í alvarlegar afleiðingar.

Skoðun

Það er komið nóg

Bozena Raczkowska skrifar

Síðustu þrjá daga tók ég þátt í Así þingi fyrir hönd Eflingar. Þar var rætt um málefni tengd ástandinu í landinu. Þetta voru yndislegir þrír dagar - fullir af samtölum, rökræðum og umræðum.

Skoðun

Sögur ísraelska her­mannsins

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Þann 17. október birti Morgunblaðið frásögn af erindi sem ísraelski hermaðurinn Ely Lassmann flutti fyrir áheyrendur sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor emeritus hafði handvalið. Hannes segir í greininni að þetta sé gert af öryggisástæðum, þ.e. að velja áheyrendur. Hannes vill að sitt fólk meðtaki boðskap hermannsins án truflana eða óþarfa vangaveltna um innihaldið í málflutningi hans.

Skoðun

Að taka réttindi af einum til að selja öðrum

Vala Árnadóttir skrifar

Sjálfstæðisstefnan grundvallast á því að eignarréttur, réttur til frelsis séu frumréttindi einstaklings og að heill þjóðfélagsins byggist á frjálsu atvinnulífi með frjálsri samkeppni. Hugmyndafræðin er sú að hver og einn fái tækifæri til að blómstra sem verður að endingu til þess að efla og styrkja Ísland.

Skoðun

Kæru vinir og stuðningsfólk

Halla Hrund Logadóttir skrifar

Kæru vinir og stuðningsfólk, frá því ég man eftir mér hef ég verið knúin áfram af ástríðu fyrir landinu okkar, auðlindunum sem við eigum, og þeim tækifærum sem þær gefa okkur sem þjóð.

Skoðun

Goð­sögnin um að fara á­fram

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Var og er enn kenning um að það eigi ekki að dvelja í huganum í fortíðinni. Það er ekki þannig, ekki það einfalt fyrir lífið. Enda er reynsla saga lífsins. Og oft tækifæri til að hugsa um það og gera sitt til að gera betur.

Skoðun

Ekki lofa ein­hverju sem þú ætlar ekki að standa við

Ágústa Árnadóttir skrifar

Það er komið að kosningum enn á ný. Við stöndum frammi fyrir því að fela stjórnmálafólki, enn eina ferðina, valdið til að stýra þessu landi – landinu okkar. Við treystum þeim fyrir lífi okkar, lífi barna okkar og framtíðinni.

Skoðun

Óásættanleg staða fyrir fimleikadeild Kefla­víkur: Lof­orð svikin og fram­tíð starf­seminnar í hættu

Berglind Ragnarsdóttir skrifar

Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í 600 iðkendur á aldrinum eins til 100 ára. Við erum stærsta kveníþróttagreinin en þjónustum fólk frá vöggu til grafar frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og höfum unnið ötullega að því að efla fimleika og íþróttir fyrir alla. Fimleikadeildin starfar í Íþróttaakademíunni í Krossmóa.

Skoðun

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Andrea Sigurjónsdóttir,Eygló Friðriksdóttir,Guðrún Gunnarsdóttir,Jónína Einarsdóttir,Kristín Björnsdóttir,Lilja Margrét Möller,Linda Ósk Sigurðardóttir og Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifa

Undirritaðar, fulltrúar kennara í Reykjavík, áttu fund með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, vegna ummæla hans á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um kennara. Ummælin vöktu mikla reiði kennarasamfélagsins og kennarar mótmæltu þeim við Ráðhús Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag.

Skoðun

Kennara­starfið

Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skrifar

Í 30 ár hef ég helgað líf mitt því að vinna með börnum og unglingum. Fyrir mér er kennarastarfið besta starf í heimi. Ég hef, ásamt mínum teymum, lagt á mig ómælda og óeigingjarna vinnu við að hlúa að börnum og unglingum. Kenna þeim og styðja, taka utan um þau og peppa, leiðbeina og hugga í lífsins ólgu sjó og jafnvel hjálpað sumum þeirra að lifa af daginn vegna ömurlegs lífs utan skólans og tilrauna til að enda líf sitt.

Skoðun

Full­veldi

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Það er táknrænt að talning atkvæða í fyrirhuguðum alþingiskosningum mun fara fram aðfaranótt fullveldisdagsins 1. desember.

Skoðun

Að halda niðri launum og lifa á loftinu

Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ritaði grein á Vísi þann 17. október 2024 þar sem hún furðar sig á hvar kröfugerð KÍ er.

Skoðun

Vá!

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar

Við hjá VÁ, félagi um vernd fjarðar á Seyðisfirði höfum síðastliðin fjögur ár barist gegn áformum Kaldvíkur (áður Ice Fish Farm og þar áður Fiskeldi Austfjarða) um 10.000 tonna sjókvíaeldi í firðinum, sem er ekkert annað en stóriðja.

Skoðun

Í upp­hafi kosninga­bar­áttu

Heimir Pálsson skrifar

Við sem komin erum á þann aldur eða höfum náð þeim þroska að við erum hreint ekki viss um að lifa heilt kjörtímabil, við áttum mörg hver sameiginlegan draum: Okkur dreymdi um að skila kynslóðunum sem tækju við, skila barnabörnunum okkar, betri heimi en þeim sem við hefðum fengið að láni um stuttan tíma.

Skoðun