Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar 1. ágúst 2025 15:33 Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað. Mikilvægt er að gleyma því ekki að 52,7% þeirra sem afplánuðu dóm í íslenskum fangelsum á síðasta ári voru erlendir ríkisborgarar en í gæsluvarðhaldi var hlutfallið 68,9% og inn í þá tölu falla einnig hælisleitendur. Landslagið er að breytast, en það er fjarri því að hægt sé að skýra ástandið eingöngu með hælisleitendum og innflytjendum. Með 20 skipulagða glæpahópa hér á landi má ætla að skýringanna sé að leita þangað. Þar sem gerendur eru ungir, þá er það vísbending um að engin aldursmörk séu á þeim hópum, eins og raunin hefur verið í Evrópu. Ríkislögreglustjóri hefur lýst sérstökum áhyggjum af yngsta hópnum, sem er skýr vísbending um að ný nálgun sé nauðsynleg og það strax. Það er ekki hægt að leysa málin með því að útiloka þá hópa sem þegar eru komnir inn í landið. Ef þeir verða settir til hliðar er það uppskrift að aukinni stéttskiptingu og glæpum, því þeir munu ekki fara. Þjónusta við hælisleitendur og innflytjendur verður að taka mið af því. Aðlögun þeirra að íslensku samfélagi er lykilatriði og þar skipta íslenskan og menntun mestu máli. Að öðrum kosti munum við skapa sænskan veruleika hér á landi, þar sem ég þarf að mæta í vinnu í hnífavesti. Að leysa vandann af alvöru Að slá ryki í augu fólks og segja að mesta hættan stafi af hægriöfgamönnum hér á landi er ábyrgðarlaust. Ef eitthvað skapar jarðveg fyrir hægri öfgamennsku hér, þá er það stjórnvöld og stjórnsýslan með því að viðurkenna ekki vandann og koma fram með falsupplýsingar. Þegar lögreglan þarf að sinna hnífamálum þriðja hvern dag er komið að þolmörkum. Bráðum verður þetta líklega ekki frétt lengur, rétt eins og ölvunarakstur um helgar. Það þarf að taka á þessum málum af grjótfestu. Fjársektir, þótt háar séu (300.000 kr.), duga hvergi nærri til. Í stað þess að skipa fleiri nefndir og ráð til að koma fólki fyrir á skrifstofum í „Fílabeinsturninum“, þarf að beina spjótunum að fólkinu á gólfinu og úrræðum sem eru við hæfi. Gleymum því ekki að í desember 2022 voru 3.000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né vinnu. Lögreglan er jafn fámenn og hún var fyrir 20 árum, þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 100.000 og ferðamönnum um tvær milljónir árlega. Við erum á eftir Norðurlöndunum og stefnum í sama farveg og þau voru í fyrir 10-15 árum. Þegar hnífaárásir verða sjálfsögð frétt í fjölmiðlum landsins er of seint. Við verðum að vakna af alvöru. Höfundur er áhuga maður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Lögreglumál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað. Mikilvægt er að gleyma því ekki að 52,7% þeirra sem afplánuðu dóm í íslenskum fangelsum á síðasta ári voru erlendir ríkisborgarar en í gæsluvarðhaldi var hlutfallið 68,9% og inn í þá tölu falla einnig hælisleitendur. Landslagið er að breytast, en það er fjarri því að hægt sé að skýra ástandið eingöngu með hælisleitendum og innflytjendum. Með 20 skipulagða glæpahópa hér á landi má ætla að skýringanna sé að leita þangað. Þar sem gerendur eru ungir, þá er það vísbending um að engin aldursmörk séu á þeim hópum, eins og raunin hefur verið í Evrópu. Ríkislögreglustjóri hefur lýst sérstökum áhyggjum af yngsta hópnum, sem er skýr vísbending um að ný nálgun sé nauðsynleg og það strax. Það er ekki hægt að leysa málin með því að útiloka þá hópa sem þegar eru komnir inn í landið. Ef þeir verða settir til hliðar er það uppskrift að aukinni stéttskiptingu og glæpum, því þeir munu ekki fara. Þjónusta við hælisleitendur og innflytjendur verður að taka mið af því. Aðlögun þeirra að íslensku samfélagi er lykilatriði og þar skipta íslenskan og menntun mestu máli. Að öðrum kosti munum við skapa sænskan veruleika hér á landi, þar sem ég þarf að mæta í vinnu í hnífavesti. Að leysa vandann af alvöru Að slá ryki í augu fólks og segja að mesta hættan stafi af hægriöfgamönnum hér á landi er ábyrgðarlaust. Ef eitthvað skapar jarðveg fyrir hægri öfgamennsku hér, þá er það stjórnvöld og stjórnsýslan með því að viðurkenna ekki vandann og koma fram með falsupplýsingar. Þegar lögreglan þarf að sinna hnífamálum þriðja hvern dag er komið að þolmörkum. Bráðum verður þetta líklega ekki frétt lengur, rétt eins og ölvunarakstur um helgar. Það þarf að taka á þessum málum af grjótfestu. Fjársektir, þótt háar séu (300.000 kr.), duga hvergi nærri til. Í stað þess að skipa fleiri nefndir og ráð til að koma fólki fyrir á skrifstofum í „Fílabeinsturninum“, þarf að beina spjótunum að fólkinu á gólfinu og úrræðum sem eru við hæfi. Gleymum því ekki að í desember 2022 voru 3.000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né vinnu. Lögreglan er jafn fámenn og hún var fyrir 20 árum, þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 100.000 og ferðamönnum um tvær milljónir árlega. Við erum á eftir Norðurlöndunum og stefnum í sama farveg og þau voru í fyrir 10-15 árum. Þegar hnífaárásir verða sjálfsögð frétt í fjölmiðlum landsins er of seint. Við verðum að vakna af alvöru. Höfundur er áhuga maður um betra samfélag.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun