Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar 29. júlí 2025 07:31 Þann 26.07. s.l. birtist hér á vefnum grein eftir Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, Ísrael – brostnir draumar og lygar, og hafi hún þökk fyrir gagngera grein, ekki síst þar sem málið snertir hana persónulega. Það er ljóst og er vitað, að sagan endurtekur sig í sífellu, burtséð frá allri upplýsingu og menntun mannsins. Gaza er lifandi mynd hins pólitíska og illvíga hrærigrauts. Þegar farið er ofaní saumana á sögu hinna stríðandi fylkinga kemur í ljós að þær eiga sér sameiginlegan forföður, Abraham með synina tvo, Ísak og Ísmael, þ.e. forfeður Hebrea/Ísraels og araba. Heimildir eru um þá m.a. í Fyrstu Mósebók, Gamla testamentinu. Um Ísmael er sagt: „Statt þú upp (Hagar), reistu sveininn á fætur og leiddu hann þér við hönd, því að ég mun gjöra hann að mikilli þjóð“(1 Mós. 21.18). Hvað Abraham sjálfan varðar, þá er málið eilítið annað: „Og eg mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera.........og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta“ (1 Mós. 12.2-3). Ennfremur nokkru síðar: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá Egyptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat......“ (1 Mós. 15.18- 19). Til viðbótar, þá er nafnið Ísrael af guðlegum toga þar sem Guð veitti það syni Ísaks, Jakobi, og nefndi hann Ísra-el. Sáttmálanum við Abraham í 15. kaflanum er verulega hampað af Ísrael og stuðningmönnum þess ríkis, í því að orðið „sæði“ er tekið sem í þágufalli fleitölu, þannig að tilgreint landssvæði er þannig gjöf Guðs til hinna sönnu afkomenda Abrahams gegnum Ísak, en ekki Ísmael. Hin kristna, vestræna menning lítur á fyrirheitið í 15. kafla Fyrstu Mósebókar sem fyrirheit til handa Ísrael. Það er hinsvegar vert að það athugist, að orðið „sæði“ er þarna í eintölu, ekki fleirtölu, og á í raun réttri við um Jesúm Krist og síðan alla þá sem veita honum viðtöku, sbr. skýra afstöðu Páls postula í Galatabréfinu 3.16. Ísrael hefur samkvæmmt ofangreindu talið sig eiga rétt á þessu landssvæði frá örófi alda. Þessu til viðbótar liggur til grundvallar túlkun hins almenna kristna heims og mögulega Ísraels einnig, að samkvæmt spádómsorði Daníelsbótkar, 8. og 9. kafla, þá hófst hinn eiginlegi tími Ísraels 2300 árum eftir að enduruppbygging múra Jerúsalemborgar hófst á dögum Nehemía spámanns árið 444 f. Kr., sem uppfylltist árið 1948, þannig að það ártal er engin tilviljun í sögu Ísraels. Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning upp til hópa? Það helgast að ætla má af því að litið er á Ísraelsríkið sem uppfyllingu fyrirheitisins gefið Abraham, og þar sem slíkt fyrirheit er beint frá Guði komið er til einskis að berjast gegn því. Með þessu móti hefur það frítt spil gegn íbúum Gaza og mun valta endanlega yfir land og þjóð að öllu óbreyttu. Hér er ekki einungis um pólitísk átök að ræða heldur ævagamalt og illvígt trúarbragðastríð, þar sem áhrifavaldar í veraldarpólitík kristinnar menningar eru seldir undir sömu hugmyndafræði og Ísrael, að ekki sé minnst á framtíðarsýnina í ljósi ætlaðra heimsslita, þriðja musterisins, skamms valdatíma andkrists og endanlegs ríkis Messíasar. Þjóðernishreinsunarstefna Ísraels á sér langa sögu. Haft var fyrir satt að alvaran hafi hafist fyrir alvöru í valdatíð A. Sharons. Dæmið var sett upp eftirfarandi. Ariel White - hvítur þvottur Ariel Color - litaður þvottur Ariel Sharon - þjóðernishreinsun. Þannig að það sé á hreinu: Ísrael í dag er ekki hinn fyrirheitni afkomandi Abrahams og þar með ekki útvalin þjóð Guðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Torfason Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Trúmál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Þann 26.07. s.l. birtist hér á vefnum grein eftir Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, Ísrael – brostnir draumar og lygar, og hafi hún þökk fyrir gagngera grein, ekki síst þar sem málið snertir hana persónulega. Það er ljóst og er vitað, að sagan endurtekur sig í sífellu, burtséð frá allri upplýsingu og menntun mannsins. Gaza er lifandi mynd hins pólitíska og illvíga hrærigrauts. Þegar farið er ofaní saumana á sögu hinna stríðandi fylkinga kemur í ljós að þær eiga sér sameiginlegan forföður, Abraham með synina tvo, Ísak og Ísmael, þ.e. forfeður Hebrea/Ísraels og araba. Heimildir eru um þá m.a. í Fyrstu Mósebók, Gamla testamentinu. Um Ísmael er sagt: „Statt þú upp (Hagar), reistu sveininn á fætur og leiddu hann þér við hönd, því að ég mun gjöra hann að mikilli þjóð“(1 Mós. 21.18). Hvað Abraham sjálfan varðar, þá er málið eilítið annað: „Og eg mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera.........og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta“ (1 Mós. 12.2-3). Ennfremur nokkru síðar: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá Egyptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat......“ (1 Mós. 15.18- 19). Til viðbótar, þá er nafnið Ísrael af guðlegum toga þar sem Guð veitti það syni Ísaks, Jakobi, og nefndi hann Ísra-el. Sáttmálanum við Abraham í 15. kaflanum er verulega hampað af Ísrael og stuðningmönnum þess ríkis, í því að orðið „sæði“ er tekið sem í þágufalli fleitölu, þannig að tilgreint landssvæði er þannig gjöf Guðs til hinna sönnu afkomenda Abrahams gegnum Ísak, en ekki Ísmael. Hin kristna, vestræna menning lítur á fyrirheitið í 15. kafla Fyrstu Mósebókar sem fyrirheit til handa Ísrael. Það er hinsvegar vert að það athugist, að orðið „sæði“ er þarna í eintölu, ekki fleirtölu, og á í raun réttri við um Jesúm Krist og síðan alla þá sem veita honum viðtöku, sbr. skýra afstöðu Páls postula í Galatabréfinu 3.16. Ísrael hefur samkvæmmt ofangreindu talið sig eiga rétt á þessu landssvæði frá örófi alda. Þessu til viðbótar liggur til grundvallar túlkun hins almenna kristna heims og mögulega Ísraels einnig, að samkvæmt spádómsorði Daníelsbótkar, 8. og 9. kafla, þá hófst hinn eiginlegi tími Ísraels 2300 árum eftir að enduruppbygging múra Jerúsalemborgar hófst á dögum Nehemía spámanns árið 444 f. Kr., sem uppfylltist árið 1948, þannig að það ártal er engin tilviljun í sögu Ísraels. Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning upp til hópa? Það helgast að ætla má af því að litið er á Ísraelsríkið sem uppfyllingu fyrirheitisins gefið Abraham, og þar sem slíkt fyrirheit er beint frá Guði komið er til einskis að berjast gegn því. Með þessu móti hefur það frítt spil gegn íbúum Gaza og mun valta endanlega yfir land og þjóð að öllu óbreyttu. Hér er ekki einungis um pólitísk átök að ræða heldur ævagamalt og illvígt trúarbragðastríð, þar sem áhrifavaldar í veraldarpólitík kristinnar menningar eru seldir undir sömu hugmyndafræði og Ísrael, að ekki sé minnst á framtíðarsýnina í ljósi ætlaðra heimsslita, þriðja musterisins, skamms valdatíma andkrists og endanlegs ríkis Messíasar. Þjóðernishreinsunarstefna Ísraels á sér langa sögu. Haft var fyrir satt að alvaran hafi hafist fyrir alvöru í valdatíð A. Sharons. Dæmið var sett upp eftirfarandi. Ariel White - hvítur þvottur Ariel Color - litaður þvottur Ariel Sharon - þjóðernishreinsun. Þannig að það sé á hreinu: Ísrael í dag er ekki hinn fyrirheitni afkomandi Abrahams og þar með ekki útvalin þjóð Guðs.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar