Tónlist

Syngur um Eydísi á eitíslegri plötu

„Er ég að syngja til konu sem heitir Eydís eða er söngvarinn bara svona linmæltur og saknar níunda áratugarins? Það er spurningin sem hlustendur verða að velta fyrir sér,“ segir Felix Bergsson um nýtt lag sitt, Eydís, sem hljómað hefur ótt og títt á öldum ljósvakans síðustu daga. Lagið, sem Felix segir að verði meðal annars fáanlegt á Tónlist.is á næstu dögum, er það fyrsta af væntanlegri plötu sem söngvarinn vinnur nú að ásamt Jóni Ólafssyni.

Tónlist

Ásgeir Trausti seldist upp á sex dögum

„Hann er með þennan x-faktor sem allir eru að leita að og hann nær til breiðs hóps fólks,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, um velgengni frumraunar tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, plötunnar Dýrð í dauðaþögn.

Tónlist

Ölduslóð frá Svavari

Svavar Knútur hefur sent frá sér sína þriðju sólóplötu, Ölduslóð. Á henni eru tíu frumsamin lög sem fjalla á einn eða annan hátt um dásemdir hversdagsleikans og margbreytileika tilverunnar.

Tónlist

Meira frá Mumford & Sons

Önnur plata Mumford & Sons kemur út eftir helgi. Sú síðasta, Sigh No More, náði öðru sæti bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum.

Tónlist

Skálmöld vottar Víðsjá virðingu sína

Nýtt lag hljómsveitarinnar Skálmaldar verður forspilað í Víðsjá á Rás eitt á fimmtudaginn kemur. Ástæðan er sú að áður en hljómsveitin sló í gegn gekk illa að fá útgefendur á fyrstu plötu þeirra og spilun á henni í útvarpi í kjölfarið.

Tónlist

Ragnhildur Steinunn hitti Of Monsters í sundi

Minnstu munaði að lagið "King and Lionheart", sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gert nokkuð frægt, kæmi aldrei út. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, er höfundur lagsins og kveðst hún stundum vera svo feimin við að sýna strákunum í hljómsveitinni login sín að hún hafi varla þorað að sýna strákunum þetta lag. Frá þessu segir Nanna Bryndís í viðtali við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur er á RÚV í kvöld. Nanna Bryndís segist þurfa að hafa fulla trúa á lagahugmynd sinni áður en hún sýnir einhverjum,því henni þykir svo vænt um allt sem hún sendir frá sér.

Tónlist

Nýliðar og reynsluboltar gefa út á tónlistarhausti

Margar áhugaverðar íslenskar plötur líta dagsins ljós í haust og fram að jólum. Fréttablaðið renndi yfir það sem er fram undan í popp- og rokkdeildinni.<br />Eins og undanfarin ár kemur út nóg af íslenskum popp- og rokkplötum núna á haustmánuðum.

Tónlist

Langaði að sjá eitthvað geggjað

"Þetta er svolítið eins og að eignast barn,“ segir Arnljótur Sigurðsson, söngvari og bassaleikari Ojba Rasta, um útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar á þriðjudaginn.

Tónlist

Jón Jónsson sækir bændur heim

Fyrsti þáttur Stöðvar 2 af þættinum Beint frá býli fór mjög vel í landann, enda fór tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson á kostum. Næsti þáttur er ólíkur hinum fyrri að því leyti að það er Jón Jónsson sem kemur fram. Líkt og Björgvin er Jón Jónsson eldhress og fer á kostum, en tónlist þeirra er þó gerólík eins og þeir sem munu horfa á morgun taka eftir. Ábúendur að Meðalfelli í Kjós lifðu sig mjög vel inn í tónleika Jóns og voru hæstánægðir með heimsóknina og börnin á bænum sungu hástöfum með.

Tónlist

Bassaskepnan leitar að hljómsveit

Einn harðasti bassaleikari landsins er laus og liðugur og leitar að réttu hljómsveitinni til að hamra á bassann með. Bassaleikarinn er nýjasta viðbót Steinda Jr. í litríkt persónugallerí sitt og er í aðalhlutverki í glænýju atriði sem fór í loftið á Vísi í dag.

Tónlist

White ekki til Íslands

Bandaríski tónlistarmaðurinn Jack White er ekki á leiðinni til Íslands í nóvember eins og vangaveltur höfðu verið uppi um. Tveir tónleikahaldarar höfðu reynt að lokka White til landsins í nokkurn tíma en hvorugum varð ágengt.

Tónlist

Spilaður í New York

Söngvarinn sæti Daníel Óliver gaf út sitt nýjasta lag, DJ Blow My Speakers á dögunum. Lagið hefur verið að gera góða hluti í Evrópu og meðal annars fengið góða umfjöllun á vefmiðlum að undanförnu. Það virðist þó ætla að verða vinsælt utan heimsálfunnar líka því útvarpsstöðin SiriusXM í New York spilaði lagið í gær. Daníel er búsettur í Svíþjóð en heldur til London í lok mánaðarins til að halda þar tónleika.

Tónlist

Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum

Hljómsveitin Of Monsters and Men er búin að birta nýtt myndband á myndbandavefnum YouTube, sem er að stærstum hluta tekið upp á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Myndbandið er við lagið „Mountain Sound". Umræddir tónleikar voru haldnir þann 7. júlí síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að miðborgin fylltist þetta sama kvöld. Hljómsveitinni þótti tónleikarnir takast svo vel að ákveðið var að nýta myndbandsefni sem var tekið upp í tónlistarmyndband og óskuðu eftir leyfi frá þeim sem birtust á myndunum til þess að fá að nýta sér þær.

Tónlist

Feðgar aftur til Toronto

Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen, sem skipa rafdúettinn Stereo Hypnosis, spila á lista- og raftónlistarhátíðinni Harvest Festival í Kanada á föstudaginn. Hátíðin er haldin 240 kílómetra norður af Toronto og státar jafnan af frambærilegum listamönnum hvaðanæva að úr heiminum. Stereo Hypnosis spilaði einnig á hátíðinni í fyrra við góðan orðstír. Harvest Festival er nú stærri í sniðum og umfangsmeiri en árin á undan.

Tónlist

Of Monsters setur nýtt met

Fyrsta plata Of Monsters and Men, My Head Is an Animal hefur sett nýtt met á Tónlistanum, samkvæmt Félagi hljómplötuframleiðenda. Hún hefur setið í efsta sæti þessa íslenska sölulista samanlagt í átján vikur, sem er lengri tími en nokkur önnur plata hefur setið frá því listinn var fyrst birtur.

Tónlist

Mugison meðal jólagesta systkinanna

Hinir árlegu jólatónleikar systkinanna KK og Ellenar verða í fyrsta sinn haldnir í Eldborgarsal Hörpunnar hinn 12. desember, eða 12.12.12. Kvöldið eftir spila þau í Hofi á Akureyri og hinn fjórtánda á Siglufirði.

Tónlist

Dansleikur í Iðnó

Diskótvíeykið ''Þú og Ég'' heldur dansleik í Iðnó ásamt ''Moses Hightower'', föstudagskvöldið 14. september. Hljómsveitirnar komu fyrst saman á Innipúkanum um nýliðna verslunarmannahelgi og þótti samstarfið heppnast með eindæmum vel. Því vildum við endurtaka leikinn fyrir þá sem sáu sér ekki fært að mæta.

Tónlist

Kláraði textann á sveitaloftinu

Þegar hann mætti í upptöku á þáttunum í upphafi sumars fannst honum tímabært að ljúka við texta lagsins All, You, I, áður en það yrði tekið upp og fékk því að bregða sér í tölvuna á bænum og rumpa textanum af.

Tónlist

Sigur Ros biður breska tónleikagesti afsökunar

Hljómsveitin Sigur Ros hefur beðist afsökunar á því að hafa bannað skipuleggjendum Bestival tónleikanna í Bretlandi að streyma atriði þeirra á tónleikunum á netinu. Samkvæmt vefnum Contatcmusic urðu tónlistarmennirnir lítt kátir þegar þeim var tilkynnt að atriði þeirra á tónleikunum yrði fært og þeir myndu koma fram fyrr um daginn, en þeir komu fram á tónleikunum á sunnudag. Töldu þeir að atriðið kæmi ekki eins vel út ef þeir myndu spila í björtu. Eftir að hafa spilað á tónleikunum skoðuðu tónlistarmennirnir myndskeið af atriði þeirra og neituðu að birta það á netinu. Þeir hafa núna beðist afsökunar á því.

Tónlist

Tekur við góðri beinagrind

"Hingað til hef ég verið Robin í þessu dæmi. Ætli ég sé ekki bara orðinn Hvell-Geiri núna?“ veltir Ágúst Már Garðarsson fyrir sér, en hann hefur tekið við umsjón tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk og ról af blaðamanninum Arnari Eggerti Thoroddsen, sem nemur nú tónlistarfræði í Edinborg.

Tónlist

Moses Hightower á tónleikum Gogoyoko

Margt var um manninn á fimmtudaginn þegar Moses Hightower og Snorri Helgason komu fram á tónleikum í tónleikaröðinni gogoyoko wireless, sem gogoyoko heldur í samstarfi við Smirnoff. Moses Hightower gáfu nýverið út plötuna Önnur Mósebók. Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð.

Tónlist

Rokkjötnar verða líklega endurteknir

„Það kemur allt til greina en það er ekkert búið að ákveða neitt,“ segir Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, spurður hvort Rokkjötnar verði endurteknir á næsta ári.

Tónlist

Lögin byrjuð að tínast inn

„Við byrjuðum að taka á móti lögum fyrir undankeppni Eurovision síðastliðinn föstudag. Það er þegar farið að týnast inn og þar á meðal er komið eitt lag frá útlöndum. Lögin þurfa samt að vera frá Íslendingum komin að tveimur þriðju hlutum svo það þarf að athuga hvort það lag sé gjaldgengt í keppnina,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá RÚV.

Tónlist

Ný plata og þrennir tónleikar

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil.

Tónlist