Tónlist Líf og fjör á vorhátíð Vorhátíð Laugarneshverfis hefst klukkan 14 í dag. „Þetta er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem börnin eru í forgrunni,“ sagði séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Laugarneskirkju, sem verður kynnir á hátíðinni. Tónlist 13.5.2007 11:30 Tónamínútur fyrir flautu og píanó Verk Atla Heimis Sveinssonar, Tónamínútur, verður flutt á tónleikum í Þjóðleikhúsinu á morgun í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Tónamínútur er verk fyrir einleiksflautu og flautu og píanó en flytjendur verða Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og tónskáldið sjálft. Tónlist 12.5.2007 14:15 Tilraunakenndari Leaves Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Tónlist 12.5.2007 13:30 Spáir tveimur undankeppnum að ári „Þetta er nákvæmlega það sem ég spáði fyrir um fyrir þremur árum,“ sagði Jónatan Garðarsson, þaulreyndur Eurovision-spekingur, um úrslitin í undankeppni Eurovision. Mikillar óánægju hefur orðið vart bæði á Íslandi og í löndum á borð við Noreg, Danmörku og Holland, þar sem enginn keppandi frá vesturhluta Evrópu komst áfram. Tónlist 12.5.2007 13:00 Þrír rómantískir menn Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með völdum sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í Laugarneskirkju kl. 16 í dag. Þar geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu róað taugar sínar á kjördag og varið innilegri klukkustund með með þremur rómantískum karlmönnum: Kjartani, Sigurði og Franz. Tónlist 12.5.2007 12:45 Kvöldmessa og vorhátíð Síðasta kvöldmessa vetrarins í Laugarneskirkju verður flutt annað kvöld að lokinni vorhátíð safnaðarins. Þar verður flutt Misa criolla, argentínsk messa eftir Ariel Ramírez, í stað hefðbundinna messuliða og auk þess sungnir suðrænir sálmar til þess að æsa upp sumarskapið. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Tónlist 12.5.2007 11:30 Minntust Syd Barrett Meðlimir Pink Floyd stigu allir á svið á minningartónleikum um Syd Barrett, fyrrverandi liðsmann sveitarinnar, í London fyrir skömmu. Roger Waters, sem hélt tónleika í Egilshöll á síðasta ári, spilaði einn á sviðinu en David Gilmore spilaði með trommaranum Nick Mason og hljómborðsleikaranum Rick Wright sem báðir voru í Pink Floyd. Gilmore og félagar spiluðu nokkur lög, þar á meðal fyrsta smáskífulag Pink Floyd, Arnold Layne. Tónlist 12.5.2007 11:15 múm í september Hljómsveitin múm hefur lokið upptökum á sinni fjórðu hljóðversplötu og er hún væntanleg í búðir 24. september. „Hún er töluvert skemmtilegri en platan á undan [Summer Make Good]. Hún er miklu lausari í sér. Við slepptum okkur miklu meira við hana,“ segir Örvar Þóreyjarson Smárason, meðlimur múm. Tónlist 11.5.2007 09:15 Jóhann G. Jóhannsson gefur út lag til varnar hálendinu „Hálendi Íslands" er heiti á nýju lagi Jóhanns G. Jóhannsonar, tónlistar- og myndlistarmanns. Jóhann vann lagið með fulltingi Landverndar og fleiri umhverfissamtaka og er því dreift ókeypis á Netinu. Tónlist 8.5.2007 10:35 Hýrnar um hólma og sker Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Tónlist 8.5.2007 08:45 Volta fær góðar viðtökur Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Tónlist 8.5.2007 08:00 Vill gullinn hljóðnema Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða. Tónlist 8.5.2007 07:00 Iron Lung spilar í kvöld Bandaríska þungarokkshljómsveitin Iron Lung heldur tónleika hér á landi í kvöld og annað kvöld. Iron Lung, sem er dúett, ætlar að hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi. Tónlist sveitarinnar er kraftmikil, þung og sér á báti. Tónlist 8.5.2007 06:30 Fnykur Þann 18. maí n.k kemur út hljómplatan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Sama dag heldur Stórsveit Samúels útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti "Rite of Spring" á Nasa sem fram fer á vegum Hr. Örlygs dagana 17-19 mai. Tónlist 7.5.2007 14:58 Þeir elska Franz Djasstónlistarmennirnir Sigurður Flosason og Kjartan Valdemarsson halda óvenjulega tónleika í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 15. Þar flytja þeir félagar spunakenndar útfærslur á rómantískum lögum Franz Schuberts undir yfirskriftinni „Við elskum þig Franz!“ Tónlist 5.5.2007 03:30 Söngfugl á heimaslóðum Fyrstu tónleikar Emilíönu Torrini voru með Skólakór Kársnesskóla enda þakkar hún kórstýrunni Þórunni Björnsdóttur að hún þorði að opna munninn til að syngja. Tónlist 5.5.2007 03:00 Brit-verðlaun fyrir klassíska plötu Bítillinn fyrrverandi, Sir Paul McCartney, vann klassísku Brit-verðlaunin fyrir sína fjórðu klassísku plötu, Ecce Cor Meum. Á meðal þeirra sem McCartney skaut ref fyrir rass voru Sting og Katherine Jenkins Tónlist 5.5.2007 03:00 Gerir dúett með Justin Paris Hilton segir Justin Timberlake hafa sýnt því áhuga að syngja með henni. „Hann segir að hann hafi eitthvað í huga fyrir okkur bæði. Ég get ekki beðið,“ sagði Hilton. Hún gaf út plötu að nafni Paris í fyrra og kom laginu Stars Are Blind ofarlega á vinsældalista um heim allan. Tónlist 5.5.2007 02:30 Jóhanna Guðrún springur út í haust Fyrir átta árum skaut Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur upp á stjörnuhimininn, aðeins níu ára að aldri. Söngkonan unga var alls staðar í rúm þrjú ár, gaf út þrjár plötur á Íslandi en eins og hendi væri veifað var eins og jörðin hefði gleypt hana. Tónlist 4.5.2007 11:00 Hafnaði góðu boði Söngkonan Madonna hefur hafnað boði um að koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley í júlí. Ástæðan er sú að hún verður önnum kafin við æfingar fyrir Live Earth-tónleika sex dögum síðar. Tónlist 4.5.2007 10:15 Justin vill semja kántrílög Popparinn Justin Timberlake vill draga sig í hlé frá sviðsljósinu og semja kántrílög í ró og næði. Justin er frá Tennessee þar sem kántríið er í hávegum haft og vill hann kanna þessar kántrírætur sínar betur. Tónlist 4.5.2007 10:00 Gamall draumur rætist Rokkskáldið og Íslands-vinurinn Patti Smith hefur verið töluvert í sviðsljósinu að undanförnu. Hún var tekin inn í heiðursflokk rokkara (Rock & Roll Hall of Fame) í mars síðastliðnum og í síðustu viku kom út með henni platan Twelve sem hefur að geyma útgáfur hennar af lögum listamanna á borð við Jimi Hendrix, Nirvana og Tears For Fears. Trausti Júlíusson tékkaði á Patti. Tónlist 4.5.2007 09:45 Oasis númer eitt Live Forever með Oasis hefur verið kjörið besta indí-lag allra tíma í könnun breska tónlistartímaritsins NME og útvarpsstöðvarinnar XFM. Í öðru sæti lenti Smells Like Teen Spirit með Nirvana. Tónlist 4.5.2007 09:15 Styrkur í austurátt Einar Jóhannesson klarinettuleikari er meðal þeirra sem standa að útgáfu hljómdisks til styrktar munaðarlausum börnum í Kitezh-þorpinu í Rússlandi. Tónlist 4.5.2007 09:00 Lífið er flóknara núna Margir bíða spenntir eftir komu stórsveitar Gorans Bregovic til Íslands en sá annálaði tónsmiður og sprelligosi mun leika á Listahátíð í samvinnu við heimstónlistarhátíðina Vorblót. Tónlist 4.5.2007 09:00 Seldi Danger Mouse tvö lög Bandaríski tónlistarmaðurinn Danger Mouse, annar helmingur Gnarls Barkley sem sló í gegn síðasta sumar með laginu Crazy, hefur keypt tvö lög af íslenska rapparanum Steve Sampling. Tónlist 4.5.2007 08:30 Sóló í haust Fyrsta sólóplata Serj Tankian, söngvara System of a Down, kemur út í haust og nefnist hún Elect the Dead. Aðrir meðlimir System eru einnig að starfa sitt í hverju horni. Tónlist 4.5.2007 07:00 Lay Low fer til Bandaríkjanna Tónlistarkonan Lay Low er á leiðinni í sína fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna, sem hefst í lok þessa mánaðar. Dagana 27. maí til 3. júní spilar hún í Los Angeles og 4. til 9. júní treður hún upp í New York. Áður en Lay Low fer til Bandaríkjanna spilar hún 17. og 18. maí á tónlistarhátíðinni The Great Escape sem verður haldin í Brighton á Englandi. Tónlist 3.5.2007 10:15 Matareitrun tefur ferð Breska rokksveitin Muse og hin bandaríska My Chemical Romance hafa gert hlé á tónleikaferð sinni um Bandaríkin eftir að fylgdarlið beggja sveita, ásamt meðlimum My Chemical Romance, fékk matareitrun. Tónlist 3.5.2007 09:45 Stillur á þorra og gylltur sjór María Huld Markan Sigfúsdóttir og Páll Ragnar Pálsson hafa verið virk í tónlistarlífi hérlendis um árabil en nú fá hlustendur að kynnast verkum þeirra í nýju samhengi. Tónlist 3.5.2007 08:30 « ‹ 199 200 201 202 203 204 205 206 207 … 226 ›
Líf og fjör á vorhátíð Vorhátíð Laugarneshverfis hefst klukkan 14 í dag. „Þetta er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem börnin eru í forgrunni,“ sagði séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Laugarneskirkju, sem verður kynnir á hátíðinni. Tónlist 13.5.2007 11:30
Tónamínútur fyrir flautu og píanó Verk Atla Heimis Sveinssonar, Tónamínútur, verður flutt á tónleikum í Þjóðleikhúsinu á morgun í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Tónamínútur er verk fyrir einleiksflautu og flautu og píanó en flytjendur verða Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og tónskáldið sjálft. Tónlist 12.5.2007 14:15
Tilraunakenndari Leaves Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Tónlist 12.5.2007 13:30
Spáir tveimur undankeppnum að ári „Þetta er nákvæmlega það sem ég spáði fyrir um fyrir þremur árum,“ sagði Jónatan Garðarsson, þaulreyndur Eurovision-spekingur, um úrslitin í undankeppni Eurovision. Mikillar óánægju hefur orðið vart bæði á Íslandi og í löndum á borð við Noreg, Danmörku og Holland, þar sem enginn keppandi frá vesturhluta Evrópu komst áfram. Tónlist 12.5.2007 13:00
Þrír rómantískir menn Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með völdum sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í Laugarneskirkju kl. 16 í dag. Þar geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu róað taugar sínar á kjördag og varið innilegri klukkustund með með þremur rómantískum karlmönnum: Kjartani, Sigurði og Franz. Tónlist 12.5.2007 12:45
Kvöldmessa og vorhátíð Síðasta kvöldmessa vetrarins í Laugarneskirkju verður flutt annað kvöld að lokinni vorhátíð safnaðarins. Þar verður flutt Misa criolla, argentínsk messa eftir Ariel Ramírez, í stað hefðbundinna messuliða og auk þess sungnir suðrænir sálmar til þess að æsa upp sumarskapið. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Tónlist 12.5.2007 11:30
Minntust Syd Barrett Meðlimir Pink Floyd stigu allir á svið á minningartónleikum um Syd Barrett, fyrrverandi liðsmann sveitarinnar, í London fyrir skömmu. Roger Waters, sem hélt tónleika í Egilshöll á síðasta ári, spilaði einn á sviðinu en David Gilmore spilaði með trommaranum Nick Mason og hljómborðsleikaranum Rick Wright sem báðir voru í Pink Floyd. Gilmore og félagar spiluðu nokkur lög, þar á meðal fyrsta smáskífulag Pink Floyd, Arnold Layne. Tónlist 12.5.2007 11:15
múm í september Hljómsveitin múm hefur lokið upptökum á sinni fjórðu hljóðversplötu og er hún væntanleg í búðir 24. september. „Hún er töluvert skemmtilegri en platan á undan [Summer Make Good]. Hún er miklu lausari í sér. Við slepptum okkur miklu meira við hana,“ segir Örvar Þóreyjarson Smárason, meðlimur múm. Tónlist 11.5.2007 09:15
Jóhann G. Jóhannsson gefur út lag til varnar hálendinu „Hálendi Íslands" er heiti á nýju lagi Jóhanns G. Jóhannsonar, tónlistar- og myndlistarmanns. Jóhann vann lagið með fulltingi Landverndar og fleiri umhverfissamtaka og er því dreift ókeypis á Netinu. Tónlist 8.5.2007 10:35
Hýrnar um hólma og sker Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Tónlist 8.5.2007 08:45
Volta fær góðar viðtökur Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Tónlist 8.5.2007 08:00
Vill gullinn hljóðnema Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða. Tónlist 8.5.2007 07:00
Iron Lung spilar í kvöld Bandaríska þungarokkshljómsveitin Iron Lung heldur tónleika hér á landi í kvöld og annað kvöld. Iron Lung, sem er dúett, ætlar að hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi. Tónlist sveitarinnar er kraftmikil, þung og sér á báti. Tónlist 8.5.2007 06:30
Fnykur Þann 18. maí n.k kemur út hljómplatan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Sama dag heldur Stórsveit Samúels útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti "Rite of Spring" á Nasa sem fram fer á vegum Hr. Örlygs dagana 17-19 mai. Tónlist 7.5.2007 14:58
Þeir elska Franz Djasstónlistarmennirnir Sigurður Flosason og Kjartan Valdemarsson halda óvenjulega tónleika í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 15. Þar flytja þeir félagar spunakenndar útfærslur á rómantískum lögum Franz Schuberts undir yfirskriftinni „Við elskum þig Franz!“ Tónlist 5.5.2007 03:30
Söngfugl á heimaslóðum Fyrstu tónleikar Emilíönu Torrini voru með Skólakór Kársnesskóla enda þakkar hún kórstýrunni Þórunni Björnsdóttur að hún þorði að opna munninn til að syngja. Tónlist 5.5.2007 03:00
Brit-verðlaun fyrir klassíska plötu Bítillinn fyrrverandi, Sir Paul McCartney, vann klassísku Brit-verðlaunin fyrir sína fjórðu klassísku plötu, Ecce Cor Meum. Á meðal þeirra sem McCartney skaut ref fyrir rass voru Sting og Katherine Jenkins Tónlist 5.5.2007 03:00
Gerir dúett með Justin Paris Hilton segir Justin Timberlake hafa sýnt því áhuga að syngja með henni. „Hann segir að hann hafi eitthvað í huga fyrir okkur bæði. Ég get ekki beðið,“ sagði Hilton. Hún gaf út plötu að nafni Paris í fyrra og kom laginu Stars Are Blind ofarlega á vinsældalista um heim allan. Tónlist 5.5.2007 02:30
Jóhanna Guðrún springur út í haust Fyrir átta árum skaut Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur upp á stjörnuhimininn, aðeins níu ára að aldri. Söngkonan unga var alls staðar í rúm þrjú ár, gaf út þrjár plötur á Íslandi en eins og hendi væri veifað var eins og jörðin hefði gleypt hana. Tónlist 4.5.2007 11:00
Hafnaði góðu boði Söngkonan Madonna hefur hafnað boði um að koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley í júlí. Ástæðan er sú að hún verður önnum kafin við æfingar fyrir Live Earth-tónleika sex dögum síðar. Tónlist 4.5.2007 10:15
Justin vill semja kántrílög Popparinn Justin Timberlake vill draga sig í hlé frá sviðsljósinu og semja kántrílög í ró og næði. Justin er frá Tennessee þar sem kántríið er í hávegum haft og vill hann kanna þessar kántrírætur sínar betur. Tónlist 4.5.2007 10:00
Gamall draumur rætist Rokkskáldið og Íslands-vinurinn Patti Smith hefur verið töluvert í sviðsljósinu að undanförnu. Hún var tekin inn í heiðursflokk rokkara (Rock & Roll Hall of Fame) í mars síðastliðnum og í síðustu viku kom út með henni platan Twelve sem hefur að geyma útgáfur hennar af lögum listamanna á borð við Jimi Hendrix, Nirvana og Tears For Fears. Trausti Júlíusson tékkaði á Patti. Tónlist 4.5.2007 09:45
Oasis númer eitt Live Forever með Oasis hefur verið kjörið besta indí-lag allra tíma í könnun breska tónlistartímaritsins NME og útvarpsstöðvarinnar XFM. Í öðru sæti lenti Smells Like Teen Spirit með Nirvana. Tónlist 4.5.2007 09:15
Styrkur í austurátt Einar Jóhannesson klarinettuleikari er meðal þeirra sem standa að útgáfu hljómdisks til styrktar munaðarlausum börnum í Kitezh-þorpinu í Rússlandi. Tónlist 4.5.2007 09:00
Lífið er flóknara núna Margir bíða spenntir eftir komu stórsveitar Gorans Bregovic til Íslands en sá annálaði tónsmiður og sprelligosi mun leika á Listahátíð í samvinnu við heimstónlistarhátíðina Vorblót. Tónlist 4.5.2007 09:00
Seldi Danger Mouse tvö lög Bandaríski tónlistarmaðurinn Danger Mouse, annar helmingur Gnarls Barkley sem sló í gegn síðasta sumar með laginu Crazy, hefur keypt tvö lög af íslenska rapparanum Steve Sampling. Tónlist 4.5.2007 08:30
Sóló í haust Fyrsta sólóplata Serj Tankian, söngvara System of a Down, kemur út í haust og nefnist hún Elect the Dead. Aðrir meðlimir System eru einnig að starfa sitt í hverju horni. Tónlist 4.5.2007 07:00
Lay Low fer til Bandaríkjanna Tónlistarkonan Lay Low er á leiðinni í sína fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna, sem hefst í lok þessa mánaðar. Dagana 27. maí til 3. júní spilar hún í Los Angeles og 4. til 9. júní treður hún upp í New York. Áður en Lay Low fer til Bandaríkjanna spilar hún 17. og 18. maí á tónlistarhátíðinni The Great Escape sem verður haldin í Brighton á Englandi. Tónlist 3.5.2007 10:15
Matareitrun tefur ferð Breska rokksveitin Muse og hin bandaríska My Chemical Romance hafa gert hlé á tónleikaferð sinni um Bandaríkin eftir að fylgdarlið beggja sveita, ásamt meðlimum My Chemical Romance, fékk matareitrun. Tónlist 3.5.2007 09:45
Stillur á þorra og gylltur sjór María Huld Markan Sigfúsdóttir og Páll Ragnar Pálsson hafa verið virk í tónlistarlífi hérlendis um árabil en nú fá hlustendur að kynnast verkum þeirra í nýju samhengi. Tónlist 3.5.2007 08:30