Tónlist

Líf og fjör á vorhátíð

Vorhátíð Laugarneshverfis hefst klukkan 14 í dag. „Þetta er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem börnin eru í forgrunni,“ sagði séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Laugarneskirkju, sem verður kynnir á hátíðinni.

Tónlist

Tónamínútur fyrir flautu og píanó

Verk Atla Heimis Sveinssonar, Tóna­mínútur, verður flutt á tónleikum í Þjóðleikhúsinu á morgun í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Tónamínútur er verk fyrir einleiksflautu og flautu og píanó en flytjendur verða Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og tónskáldið sjálft.

Tónlist

Tilraunakenndari Leaves

Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves.

Tónlist

Spáir tveimur undankeppnum að ári

„Þetta er nákvæmlega það sem ég spáði fyrir um fyrir þremur árum,“ sagði Jónatan Garðarsson, þaulreyndur Eurovision-spekingur, um úrslitin í undankeppni Euro­vision. Mikillar óánægju hefur orðið vart bæði á Íslandi og í löndum á borð við Noreg, Danmörku og Holland, þar sem enginn keppandi frá vesturhluta Evrópu komst áfram.

Tónlist

Þrír rómantískir menn

Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með völdum sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í Laugarneskirkju kl. 16 í dag. Þar geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu róað taugar sínar á kjördag og varið innilegri klukkustund með með þremur rómantískum karlmönnum: Kjartani, Sigurði og Franz.

Tónlist

Kvöldmessa og vorhátíð

Síðasta kvöldmessa vetrarins í Laugarneskirkju verður flutt annað kvöld að lokinni vor­hátíð safnaðarins. Þar verður flutt Misa criolla, argentínsk messa eftir Ariel Ramírez, í stað hefðbundinna messuliða og auk þess sungnir suðrænir sálmar til þess að æsa upp sumarskapið. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Tónlist

Minntust Syd Barrett

Meðlimir Pink Floyd stigu allir á svið á minningartónleikum um Syd Barrett, fyrrverandi liðsmann sveitarinnar, í London fyrir skömmu. Roger Waters, sem hélt tónleika í Egilshöll á síðasta ári, spilaði einn á sviðinu en David Gilmore spilaði með trommaranum Nick Mason og hljómborðs­leikaranum Rick Wright sem báðir voru í Pink Floyd. Gilmore og félagar spiluðu nokkur lög, þar á meðal fyrsta smáskífulag Pink Floyd, Arnold Layne.

Tónlist

múm í september

Hljómsveitin múm hefur lokið upptökum á sinni fjórðu hljóðversplötu og er hún væntanleg í búðir 24. september. „Hún er töluvert skemmtilegri en platan á undan [Summer Make Good]. Hún er miklu lausari í sér. Við slepptum okkur miklu meira við hana,“ segir Örvar Þóreyjarson Smárason, meðlimur múm.

Tónlist

Hýrnar um hólma og sker

Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað.

Tónlist

Volta fær góðar viðtökur

Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu.

Tónlist

Vill gullinn hljóðnema

Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða.

Tónlist

Iron Lung spilar í kvöld

Bandaríska þungarokks­hljómsveitin Iron Lung heldur tónleika hér á landi í kvöld og annað kvöld. Iron Lung, sem er dúett, ætlar að hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi. Tónlist sveitarinnar er kraftmikil, þung og sér á báti.

Tónlist

Fnykur

Þann 18. maí n.k kemur út hljómplatan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Sama dag heldur Stórsveit Samúels útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti "Rite of Spring" á Nasa sem fram fer á vegum Hr. Örlygs dagana 17-19 mai.

Tónlist

Þeir elska Franz

Djasstónlistarmennirnir Sigurður Flosason og Kjartan Valdemarsson halda óvenjulega tónleika í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 15. Þar flytja þeir félagar spunakenndar útfærslur á rómantískum lögum Franz Schuberts undir yfirskriftinni „Við elskum þig Franz!“

Tónlist

Söngfugl á heimaslóðum

Fyrstu tónleikar Emilíönu Torrini voru með Skólakór Kársnesskóla enda þakkar hún kórstýrunni Þórunni Björnsdóttur að hún þorði að opna munninn til að syngja.

Tónlist

Brit-verðlaun fyrir klassíska plötu

Bítillinn fyrrverandi, Sir Paul McCartney, vann klassísku Brit-verðlaunin fyrir sína fjórðu klassísku plötu, Ecce Cor Meum. Á meðal þeirra sem McCartney skaut ref fyrir rass voru Sting og Katherine Jenkins

Tónlist

Gerir dúett með Justin

Paris Hilton segir Justin Timberlake hafa sýnt því áhuga að syngja með henni. „Hann segir að hann hafi eitthvað í huga fyrir okkur bæði. Ég get ekki beðið,“ sagði Hilton. Hún gaf út plötu að nafni Paris í fyrra og kom laginu Stars Are Blind ofarlega á vinsældalista um heim allan.

Tónlist

Jóhanna Guðrún springur út í haust

Fyrir átta árum skaut Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur upp á stjörnuhimininn, aðeins níu ára að aldri. Söngkonan unga var alls staðar í rúm þrjú ár, gaf út þrjár plötur á Íslandi en eins og hendi væri veifað var eins og jörðin hefði gleypt hana.

Tónlist

Hafnaði góðu boði

Söngkonan Madonna hefur hafnað boði um að koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley í júlí. Ástæðan er sú að hún verður önnum kafin við æfingar fyrir Live Earth-tónleika sex dögum síðar.

Tónlist

Justin vill semja kántrílög

Popparinn Justin Timberlake vill draga sig í hlé frá sviðsljósinu og semja kántrílög í ró og næði. Justin er frá Tennessee þar sem kántríið er í hávegum haft og vill hann kanna þessar kántrírætur sínar betur.

Tónlist

Gamall draumur rætist

Rokkskáldið og Íslands-vinurinn Patti Smith hefur verið töluvert í sviðsljósinu að undanförnu. Hún var tekin inn í heiðursflokk rokkara (Rock & Roll Hall of Fame) í mars síðastliðnum og í síðustu viku kom út með henni platan Twelve sem hefur að geyma útgáfur hennar af lögum listamanna á borð við Jimi Hendrix, Nirvana og Tears For Fears. Trausti Júlíusson tékkaði á Patti.

Tónlist

Oasis númer eitt

Live Forever með Oasis hefur verið kjörið besta indí-lag allra tíma í könnun breska tónlistartímaritsins NME og útvarpsstöðvarinnar XFM. Í öðru sæti lenti Smells Like Teen Spirit með Nirvana.

Tónlist

Styrkur í austurátt

Einar Jóhannesson klarinettuleikari er meðal þeirra sem standa að útgáfu hljómdisks til styrktar munaðarlausum börnum í Kitezh-þorpinu í Rússlandi.

Tónlist

Lífið er flóknara núna

Margir bíða spenntir eftir komu stórsveitar Gorans Bregovic til Íslands en sá annálaði tónsmiður og sprelligosi mun leika á Listahátíð í samvinnu við heimstónlistarhátíðina Vorblót.

Tónlist

Seldi Danger Mouse tvö lög

Bandaríski tónlistarmaðurinn Danger Mouse, annar helmingur Gnarls Barkley sem sló í gegn síðasta sumar með laginu Crazy, hefur keypt tvö lög af íslenska rapparanum Steve Sampling.

Tónlist

Sóló í haust

Fyrsta sólóplata Serj Tankian, söngvara System of a Down, kemur út í haust og nefnist hún Elect the Dead. Aðrir meðlimir System eru einnig að starfa sitt í hverju horni.

Tónlist

Lay Low fer til Bandaríkjanna

Tónlistarkonan Lay Low er á leiðinni í sína fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna, sem hefst í lok þessa mánaðar. Dagana 27. maí til 3. júní spilar hún í Los Angeles og 4. til 9. júní treður hún upp í New York. Áður en Lay Low fer til Bandaríkjanna spilar hún 17. og 18. maí á tónlistarhátíðinni The Great Escape sem verður haldin í Brighton á Englandi.

Tónlist

Matareitrun tefur ferð

Breska rokksveitin Muse og hin bandaríska My Chemical Romance hafa gert hlé á tónleikaferð sinni um Bandaríkin eftir að fylgdarlið beggja sveita, ásamt meðlimum My Chemical Romance, fékk matareitrun.

Tónlist

Stillur á þorra og gylltur sjór

María Huld Markan Sigfúsdóttir og Páll Ragnar Pálsson hafa verið virk í tónlistarlífi hérlendis um árabil en nú fá hlustendur að kynnast verkum þeirra í nýju samhengi.

Tónlist