Veður

Vaxandi norð­austur­átt og hvassast syðst

Hægfara skil eru nú skammt suður af landinu og fylgir þeim vaxandi norðaustanátt, tíu til átján metrar á sekúndu í dag þar sem hvassast verður syðst á landinu, en hægari vindur um landið austanvert.

Veður

Strekkingur og votviðri í dag

Búast má við sunnan- og suðvestan strekkingi í dag og hvössum vindstrengjum við fjöll norðantil á landinu í dag. Þá er vætusamt og hlýtt í veðri en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi.

Veður

Skil mjakast norð­austur yfir landið

Skil mjakast norðaustur yfir landið í dag og fylgja þeim austan og suðaustan tíu til átján metrar á sekúndu og slydda eða snjókoma. Reikna má með hægari vindi um landið austanvert og að víða verði vægt frost.

Veður

Rigning eða súld þegar lægð gengur yfir landið

Dálítil lægð gengur nú norðaustur yfir landið og spáir Veðurstofan að víða megi gera ráð fyrir suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu fyrri part dags og rigning eða súld með köflum. Hiti verður á bilinu tvö til tíu stig.

Veður

Víða rigning en slydda og snjó­koma fyrir norðan

Veðurstofan spáir suðlægri átt, þrír til tíu metrar á sekúndur í dag, en á Vestjförðum má reikna með að allhvöss norðaustanátt verði ríkjandi. Spáð er rigningu eða súld með köflum en slyddu eða snjókomu fyrir norðan.

Veður

Dregur úr vindi og úr­komu í dag

Veðurstofan spáir allhvassri suðvestanátt með éljagangi í fyrstu og eru gular viðvaranir í enn í gildi um landið sunnan- og vestanvert fram eftir morgni.

Veður

Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun

Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn.

Veður

Kröpp lægð gengur yfir austan­vert landið

Kröpp lægð gengur nú yfir austanvert landið og veldur hún suðaustan hvassviðri eða stormi með rigningu austantil á landinu fram eftir morgni. Mun hægari vindur og úrkomuminna er í öðrum landshlutum.

Veður