Viðskipti erlent

Hagnaður McDonald í takt við væntingar

Hagnaður McDonald, stærstu veitingahúsakeðju heimsins, á síðasta ári var í takt við væntingar sérfræðinga. Hreinar tekjur reyndust 1,24 milljarðar dollara eða 145 milljarðar kr., af veltu sem nam 6,21 milljarði dollara.

Viðskipti erlent

„Heimurinn“ er að sökkva í hafið

The World eða Heimurinn ein metnaðarfyllsta byggingarframkvæmd í Dubai er að sökkva í hafið. Á sínum tíma var framkvæmdin kynnt sem eitt af undrum veraldarinnar og dró að sér fólk á borð við Brad Pitt, Angelinu Jolie, Rod Steward og David Beckham.

Viðskipti erlent

The Economist: Mikil fylgni milli víns og olíu

Flaska af rauðvíninu Chateau Pétrus frá 1982 kostar yfir hálfa milljón kr. en samsvarandi magn af hráolíu selst á rúmlega 50 kr. Léttvín og olía eiga þó meira sameiginlegt en margir vita. Verðþróun á þessum ólíku vökvum undanfarin ár hefur verið nær nákvæmlega eins.

Viðskipti erlent

Evran heldur áfram að styrkjast

Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu myntum í morgun og hefur nú ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadollar í tvo mánuði. Evran kostar 1,353 dollara og hefur undanfarnar tvær vikur styrkst um tæplega 5% gagnvart dollar.

Viðskipti erlent

Íhuga gjaldþrot einstakra ríkja í Bandaríkjunum

Þingmenn í Bandaríkjunum vinna nú bakvið tjöldin að leiðum til þess að einstaka ríki innan landsins geti orðið gjaldþrota. Ætlunin er að með því að lýsa yfir gjaldþroti geti ríkin sloppið við óviðráðanlegar skuldir þar á meðal eftirlaun sem þau hafa skuldbundið sig til að greiða opinberum starfsmönnum.

Viðskipti erlent

Sjórán kosta dönsk skipafélög milljarða

Sjórán kosta dönsk skipafélög allt að milljarði danskra kr. á hverju ári eða yfir 20 milljarða kr. Samband danskra skipafélaga (Danmarks Rederiforening) er búinn að fá nóg af ástandinu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða.

Viðskipti erlent

Hagnaður Goldman Sachs minnkaði um 52%

Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs minnkaði um 52% á fjórða ársfjórðungi í fyrra miðað við sama tímabil árið áður. Þessi niðurstaða olli fjárfestum vonbrigðum og hafa hlutabréf í bankanum lækkað eftir opnun markaða vestan hafs.

Viðskipti erlent

Mikil vaxtalækkun á portúgölskum skuldabréfum

Verulega dró úr þrýstingi fjármálamarkaða á Portúgal í dag. Boðin voru út ríkisskuldabréf til eins árs að upphæð 750 milljónir evra. Vaxtakrafan reyndist 4,03% en til samanburðar má nefna að í samskonar útboði í desember s.l. var vaxtakrafan 5,28%.

Viðskipti erlent

Mikil aukning á verðbréfasvindli i Danmörku

Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða.

Viðskipti erlent

Batmanbíllinn til sölu á eBay

Batmanbíllinn sem notaður var í myndinni Batman Returns árið 1992 er nú til sölu á eBay. Með honum fylgir upprunalegur samningur Warner Brothers og DC Comics um notkun bílsins í myndinni.

Viðskipti erlent

Metafkoma hjá Apple

Hlutabréf í tölvurisanum Apple hækkuðu í verði eftir lok markaða í gær eftir að tilkynnt var um metafkomu hjá félaginu sem skilaði sex milljörðum bandaríkjadollara í hagnað á öðrum ársfjórðungi og aukningu í veltu sem nemur 70 prósentum.

Viðskipti erlent

Hækkandi olíuverð er þróun sem bítur í skottið á sér

Verð á bensíni og dísil­olíu hefur náð hæðum sem hér hafa ekki sést áður. Skammt er síðan verð á þjónustustöðvum náði 220 króna markinu og hafði verðið þá aldrei verið hærra. Forsvarsmenn olíufélaga gera ekki ráð fyrir að verðið gangi niður þegar fram í sækir, nái jafnvel 250 krónum áður en árið er úti.

Viðskipti erlent

Ullarskortur yfirvofandi vegna flóðanna í Ástralíu

Ullarskortur er yfirvofandi í heiminum vegna flóðanna í vestanverðri Ástralíu. Flóðin í Queensland ásamt flóðum og þurrkum á öðrum sauðfjárræktarsvæðum landsins gera það að verkum að yfirvöld hafa dregið verulega úr áætlunum um ullarframleiðsluna í ár.

Viðskipti erlent

Goldman Sachs hættir við Facebooksölu

Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið.

Viðskipti erlent