Viðskipti erlent

Hæsta hótel í heimi opnar í Hong Kong

Hinn 118 hæða hái turn í Hong Kong, International Commerce Center, hefur tilkynnt að búið sé að opna hótel á 16 efstu hæðum turnsins.  Um er að ræða Ritz-Carlton hótelið og er það þar með orðið að hæsta hóteli heimsins.

Móttaka hótelsins er á 9. hæð turnsins en þaðan eru snöggar lyftur upp á 103. hæð þar sem viðamikið útsýni yfir Hong Kong tekur á móti gestum.

Ritz-Carlton hefur til að bera 312 herbergi, sex sælkeraveitingahús og eigin sundlaug ásamt heilsuræktarstöð. Skreytingin á kökunni er svo veitingastaðurinn Ozone sem staðsettur er á þaki turnins þar sem hægt er að gæða sér á tapas réttum úti á opnum svölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×