Viðskipti erlent

Nasdaq OMX býður í NYSE

Kauphallarsamstæðan Nasdaq OMX og evrópski markaðurinn Intercontinental Exchange lögðu í gær fram tilboð í hlutabréfamarkaðinn NYSE Euronext upp á 11,3 milljarða dala, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða króna.

Nasdaq OMX samanstendur af Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum, mörkuðum í fjórum Norðurlandaríkjum og í Eystrasaltsríkjunum. Kauphöllin hér er hluti af samstæðunni.

Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times segir boðið geta sett strik í reikninginn enda hafi stjórn NYSE Euronext þegar tekið tilboði þýsku kauphallarinnar upp á 9,5 milljarða dala. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×