Viðskipti erlent

Nauðungaruppboðum fer fækkandi í Danmörku

Nauðungaruppboðum á íbúðum fer nú fækkandi í Danmörku. Þessi uppboð voru 433 talsins í febrúar en fóru niður í 392 í mars sem er 9% fækkun milli mánaðanna.

Talið er að fjöldi nauðungaruppboða hafi náð toppnum s.l. vor en þá fóru yfir 500 íbúðir á uppboð á mánuði.

Hagfræðingar deila um hvernig lesa ber í þessar tölur að því er segir í frétt á börsen. Sumir segja að þetta sé merki um að efnahagsleg uppsveifla sé hafin í Danmörku en aðrir hafa áhyggjur af því hve lítið dregur úr þessum nauðungaruppboðum. Þau hafi verið rétt rúmlega 400 talsins að meðaltali á mánuði síðan fyrir áramótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×