Viðskipti erlent

Engin ávöxtun í áratug með S&P 500 vísitölunni

Nú þegar 39 viðskiptadagar eru eftir af árinu í Bandaríkjunum er ekki útlit fyrir að S&P 500 vísitalan skili ávöxtun þennan áratuginn. Vísitalan mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og þyrfti að hækka um 41% það sem eftir lifir árs til þess að enda á sléttu frá aldamótum.

Viðskipti erlent

Indverjar kaupa 200 tonn af gulli frá AGS

Indverski seðlabankinn (RBI) hefur fest kaup á 200 tonnum af gulli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Er þetta fyrsta sala sinnar tegundar af gullbirgðum AGS í níu ár. Alls borga Indverjar 4 milljarða punda eða rúmlega 800 milljarða kr. fyrir gullið.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi á Spáni vex

Nærri hundrað þúsund manns misstu vinnuna á Spáni í október. Atvinnulausir þar eru nú 3,8 milljónir og hefur þeim fjölgað um 990 þúsund undanfarið ár.

Viðskipti erlent

Endurskoðandi Madoffs játar sekt

David Friehling, sem um árabil hefur verið endurskoðandi bandaríska fjársvikarans Bernards Madoff, játaði í gær sekt sína fyrir dómara alríkisdómstóls á Manhattan. Dómarinn tók sér þó tíma til að ákveða hvort rétt væri að fallast á játninguna. Saksóknarar í málinu sögðust hafa reiknað með því að hann myndi játa sig sekan. Friehling er sakaður um verðbréfasvik og fleiri brot, sem samtals varða 108 ára fangelsi. Reynist sakborningurinn samvinnuþýður við réttarhöldin má þó búast við að refsingin verði mild. Saksóknararnir telja fullvíst að Friehling hafi vitað af Ponzi-svikamyllu Madoffs, sem talin er sú umfangsmesta í sögunni, enda hafði Friehling grandskoðað bókhaldið.

Viðskipti erlent

Danske Bank hefur afskrifað yfir 500 milljarða á árinu

Danske Bank hefur neyðst til að afskrifa 20,7 milljarða danskra kr., eða ríflega 500 milljarða kr., á fyrstu níu mánuðum ársins. Bankinn skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðung en hann fær samt þungt högg við opnun markaðarins í Kaupmannahöfn í morgun og hafa hlutir í honum lækkað um 5%.

Viðskipti erlent

Nordea í dómsmáli vegna kaupa í íslensku bönkunum

Norræni stórbankinn Nordea er nú í miklum vandræðum en finnskir fjárfestar hafa ákært bankinn um að hafa tælt sig til að fjárfesta í skuldabréfasjóðnum Mermaid. Tæplega 25 milljarðar kr. eru horfnar og eftir standa 1.400 til 1.500 reiðir Finnar. Nordea fjárfesti í íslensku bönkunum þremur auk þess að fjárfesta í undirmálslánum vestan hafs í gegnum þennan sjóð.

Viðskipti erlent

Mikil veltuauking á Nasdaq OMX Nordic markaðinum

Meðalvirði viðskipta á dag með hlutabréf var 465 milljarðar íslenskra króna, miðað við 391 milljarð síðustu 12 mánuði á Nasdaq OMX Nordic markaðinum í október. Meðalfjöldi viðskipta á dag var 223,478, miðað við 212,927 á síðasta 12 mánaða tímabili.

Viðskipti erlent

Kreppan heldur hjónaböndum gangandi vestan hafs

Þegar garðurinn er auður slást hestarnir og kreppur eru sem regla tímar skilnaða. Hinsvegar hefur fjármálakreppan að þessu sinni haft þau áhrif að bandarísk hjónabönd halda lengur en áður. Kannski sökum þess að hjón hafa ekki lengur efni á að skilja.

Viðskipti erlent

Stærstu bankar heims hagnast á klasasprengjum

Stærstu bankar heims hafa hagnast mjög á því að fjármagna framleiðslu klasasprengna. Lán til sprengjuframleiðenda nema hátt í tvö þúsund og fimm hundruð milljörðum króna, enda þótt vaxandi þrýstingur sé á alþjóðavettvangi um að banna þessi vopn.

Viðskipti erlent

Tesco vildi Tony sem andlit sitt

Tony Blair átti í viðræðum við verslunarkeðjuna Tesco um að hjálpa þeim að opna kjörbúðir í mið-austur löndum, í staðinn fengi hann um eina milljón punda. Talið er að viðræðurnar á milli fyrrum forsætisráðherrans, sem nú er friðarerindreki á svæðinu, og verslunarkeðjunnar hafi endað eftir að samkomulag náðist ekki.

Viðskipti erlent

Keypti Möltufálkann á átta milljarða

Hin gríska Elena Ambrosiadou hefur keypt Möltufálkann, eina flottustu lúxusnekkju veraldar, á um átta milljarða. Elena, sem er vogunarsjóðssstjóri, vinnur sextán tíma á dag, sjö daga vikunnar samkvæmt Sunday Times og hefur því ekki mikinn tíma til að dvelja á snekkjunni.

Viðskipti erlent

Aukin skattheimta á flugfélög til að hjálpa bönkunum

Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að hærri skattar á flugfélög séu settir á til þess að hjálpa bönkunum. Opinbera skýringin fyrir sköttunum er sú að þetta séu svokallaður umhverfisskattar. Darling er hinsvegar heiðarlegur í blöðunum í dag og segir þessa skattheimtu hafa verið nauðsynlega til þess að brúa bilið í ríkisfjármálunum.

Viðskipti erlent

Elsta auglýsingamynd Danmerkur á 25 ára afmæli

Auglýsingamyndin fyrir Tuborgs Julebryg, eða jólaölið frá Tuborg bruggverksmiðjunum, þar sem að jólasveinninn hittir ölbíl frá Tuborg er án efa langlífasta auglýsing Danmerkur en hún hefur verið tekin til sýninga á hverju ári undanfarin 25 ár. Fyrir fjölmarga Dani markar hún upphafið að jólaönnunum.

Viðskipti erlent