Engin hætta á þjóðargjaldþroti Grikkja, Ísland í ruslið 12. janúar 2010 10:36 Greiningarfyrirtækið IHS Global Insight segir að engin hætta sé á þjóðargjaldþroti Grikkja, né annara evruþjóða á þessu ári. Hinsvegar á fyrirtækið von á að öll önnur matsfyrirtæki fylgi fordæmi Fitch Ratings og setji lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk. Þetta kemur fram í frétt á CNBC sjónvarpsstöðinni. Samkvæmt IHS Global Insight muni þrýtingur frá öðrum evruþjóðum valda því að Grikkir muni endurskoða fjárhagsstöðu sína sama hve sársaukafullt það verði fyrir fjárfesta. „Ísland er rusl (junk)" , segir í fréttinni þar sem forseti Íslands hafni því að greiða þá milljarða sem landið skuldi Bretum og Hollendingum. Af þeim sökum reiknar IHS Global Insight með því að öll matsfyrirtæki muni setja landið í ruslflokk. Þá segir IHS Global Insight að engin hætta sé á því að Bandaríkin verði lækkuð í lánshæfiseinkunn þrátt fyrir að skuldir landsins í hlutfalli við landsframleiðslu muni tvöfaldast. Þessi skuldaaukning dugi ekki einu sinni til að breyta horfum í neikvæðar hvað þá lækka lánshæfið. Þá telur IHS Global Insight að skuldavandræði Dubai séu ofmetin. Hið olíuauðuga nágrannaríki Abu Dhabi muni halda áfram stuðningi sínum við Dubai. IHS Global Insight telur svo að Pólland verði stjarnan í austur Evrópu á árinu. Póllandi hafi ekki lent í kreppunni og þar sem stjórnvöld standi nú fyrir endurbótum á fjármálastefnu sinni gætu kjörin á skuldum landsins batnað. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Greiningarfyrirtækið IHS Global Insight segir að engin hætta sé á þjóðargjaldþroti Grikkja, né annara evruþjóða á þessu ári. Hinsvegar á fyrirtækið von á að öll önnur matsfyrirtæki fylgi fordæmi Fitch Ratings og setji lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk. Þetta kemur fram í frétt á CNBC sjónvarpsstöðinni. Samkvæmt IHS Global Insight muni þrýtingur frá öðrum evruþjóðum valda því að Grikkir muni endurskoða fjárhagsstöðu sína sama hve sársaukafullt það verði fyrir fjárfesta. „Ísland er rusl (junk)" , segir í fréttinni þar sem forseti Íslands hafni því að greiða þá milljarða sem landið skuldi Bretum og Hollendingum. Af þeim sökum reiknar IHS Global Insight með því að öll matsfyrirtæki muni setja landið í ruslflokk. Þá segir IHS Global Insight að engin hætta sé á því að Bandaríkin verði lækkuð í lánshæfiseinkunn þrátt fyrir að skuldir landsins í hlutfalli við landsframleiðslu muni tvöfaldast. Þessi skuldaaukning dugi ekki einu sinni til að breyta horfum í neikvæðar hvað þá lækka lánshæfið. Þá telur IHS Global Insight að skuldavandræði Dubai séu ofmetin. Hið olíuauðuga nágrannaríki Abu Dhabi muni halda áfram stuðningi sínum við Dubai. IHS Global Insight telur svo að Pólland verði stjarnan í austur Evrópu á árinu. Póllandi hafi ekki lent í kreppunni og þar sem stjórnvöld standi nú fyrir endurbótum á fjármálastefnu sinni gætu kjörin á skuldum landsins batnað.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira