Robert Peston: Við erum öll Íslendingar núna 11. janúar 2010 10:22 „Ef tekið er tillit til þess hve mikið við höfum öll greitt fyrir ábyrgðarlausa hegðun bankanna kemur kannski á óvart afhverju við erum ekki öll eins reið og Íslendingar," segir í niðurlagi greinar hins áhrifamikla viðskiptafréttaritstjóra BBC, Robert Peston, sem hann birtir á bloggsíðu sinni hjá BBC.Fyrirsögnin á grein Peston er „Við erum öll Íslendingar núna" en þar segir ritstjórinn m.a. að flestir hagfræðingar, seðlabankastjórar og fjármálaráðherra myndu halda því fram að þeir væru því þakklátir að í Bandaríkjunum og á Bretlandi sé fólk ekki eins fullveldisvætt (ef vit er í því) og á Íslandi.„Hinsvegar ættu flest okkar vissulega að vera sammála meirihluta Íslendinga sem skilja ekki afhverju refsa á þeim fyrir græðgi og heimsku örfárra bankamanna og banka," segir Peston.Þá nefnir Peston það að kaupmáttur launa Íslendinga hafi rýrnað um nær 20% á síðasta ári og stefnir í að rýrna um tæp 16% í viðbót á þessu ári. „Með öðrum orðum mun hver þeirra verða þriðjungi fátækari vegna hinnar djúpu og dökku kreppu sem orsakaðist af hruni yfirskuldsettra banka," segir Peston.Peston segir síðan að í sannleika sagt sé skiljanlegt að Íslendingar séu tregir til að fara í vasa sína og reiða fram 3,4 miljarða punda til að endurgreiða Bretlandi og Hollandi. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
„Ef tekið er tillit til þess hve mikið við höfum öll greitt fyrir ábyrgðarlausa hegðun bankanna kemur kannski á óvart afhverju við erum ekki öll eins reið og Íslendingar," segir í niðurlagi greinar hins áhrifamikla viðskiptafréttaritstjóra BBC, Robert Peston, sem hann birtir á bloggsíðu sinni hjá BBC.Fyrirsögnin á grein Peston er „Við erum öll Íslendingar núna" en þar segir ritstjórinn m.a. að flestir hagfræðingar, seðlabankastjórar og fjármálaráðherra myndu halda því fram að þeir væru því þakklátir að í Bandaríkjunum og á Bretlandi sé fólk ekki eins fullveldisvætt (ef vit er í því) og á Íslandi.„Hinsvegar ættu flest okkar vissulega að vera sammála meirihluta Íslendinga sem skilja ekki afhverju refsa á þeim fyrir græðgi og heimsku örfárra bankamanna og banka," segir Peston.Þá nefnir Peston það að kaupmáttur launa Íslendinga hafi rýrnað um nær 20% á síðasta ári og stefnir í að rýrna um tæp 16% í viðbót á þessu ári. „Með öðrum orðum mun hver þeirra verða þriðjungi fátækari vegna hinnar djúpu og dökku kreppu sem orsakaðist af hruni yfirskuldsettra banka," segir Peston.Peston segir síðan að í sannleika sagt sé skiljanlegt að Íslendingar séu tregir til að fara í vasa sína og reiða fram 3,4 miljarða punda til að endurgreiða Bretlandi og Hollandi.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira