Versnandi tengsl Breta og Íslands valda áhyggjum í Grimsby 7. janúar 2010 08:45 Hinir fornfrægu löndunarstaðir Íslendinga í Grimsby og Hull hafa verulegar áhyggjur af versnandi diplómatískum tengslum Bretlands og Íslands. Fram kemur í frétt um málið á fréttasíðunni FISHupdate að störf um 5.000 manns í þessum bæjarfélögum eru háð fiskinnflutningi frá Íslandi. Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að fólk í þessum tveimur bæjarfélögum, og nærliggjandi héruðum, þ.e. Humbersvæðinu, man vel eftir síðasta þorskastríði Íslands og Bretlands sem olli miklum truflunum á atvinnulífi fjölda fólks. Telja þeir deiluna nú þá verstu síðan að þorskastríðunum lauk. Þá er rifjað upp að þegar efnahagslíf Íslands hrundi haustið 2008 hafi allir flutningar á fiski frá Íslandi til Humber svæðisins stöðvast. Ástæðan var harkalegar aðgerðir breskra stjórnvalda sem ollu því að öll bankaviðskipti milli landanna lágu niðri. Íbúar Humber svæðisins telja ólíklegt að það gerist aftur að allur fiskútflutningur frá Íslandi til þeirra stöðvist. Er þar einkum litið til þess að persónuleg og viðskiptaleg tengsl fiskiðnaðarins við Íslendinga séu með afbrigðum góð. Óttinn beinist einkum að því að aðgerðir stjórnvalda gætu spillt þessum tengslum. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hinir fornfrægu löndunarstaðir Íslendinga í Grimsby og Hull hafa verulegar áhyggjur af versnandi diplómatískum tengslum Bretlands og Íslands. Fram kemur í frétt um málið á fréttasíðunni FISHupdate að störf um 5.000 manns í þessum bæjarfélögum eru háð fiskinnflutningi frá Íslandi. Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að fólk í þessum tveimur bæjarfélögum, og nærliggjandi héruðum, þ.e. Humbersvæðinu, man vel eftir síðasta þorskastríði Íslands og Bretlands sem olli miklum truflunum á atvinnulífi fjölda fólks. Telja þeir deiluna nú þá verstu síðan að þorskastríðunum lauk. Þá er rifjað upp að þegar efnahagslíf Íslands hrundi haustið 2008 hafi allir flutningar á fiski frá Íslandi til Humber svæðisins stöðvast. Ástæðan var harkalegar aðgerðir breskra stjórnvalda sem ollu því að öll bankaviðskipti milli landanna lágu niðri. Íbúar Humber svæðisins telja ólíklegt að það gerist aftur að allur fiskútflutningur frá Íslandi til þeirra stöðvist. Er þar einkum litið til þess að persónuleg og viðskiptaleg tengsl fiskiðnaðarins við Íslendinga séu með afbrigðum góð. Óttinn beinist einkum að því að aðgerðir stjórnvalda gætu spillt þessum tengslum.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira