Icesave vekur upp ótta að nýju um innistæðuöryggi hjá Bretum 10. janúar 2010 11:38 Icesavemálið hefur að nýju vakið upp ótta hjá breskum sparifjáreigendum um öryggi innistæðna sinna í erlendum bönkum í Bretlandi. Þessi ótti kemur upp á sama tíma og vitað er að margir erlendir bankar ætla að hasla sér völl á breska markaðinum á þessu ári Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu The Times. Þar kemur fram að meðal þeirra banka sem boðað hafa starfsemi í Bretlandi eru National Australia Bank (NAB), brasilíski bankinn Itau Unibanco og Metro Bank í Bandaríkjunum. NAB á þegar Clydesdale og Yorkshire bankanna og er að undirbúa yfirtökutilboð á Northern Rock bankanum sem var þjóðnýttur í upphafi fjármálakreppunna. Þar að auki hyggst NAB bjóða í þau hundruð útibúa sem Royal Bank of Scotland hefur nú í sölumeðferð. Times greinir frá því að svipað og íslensku bankarnir á sínum tíma bjóða hinir erlendu nú bestu kjörin á breska markaðinum. Nefnt er sem dæmi að Punjab National Bank býður nú bestu kjörin á eins ára skuldabréfum eða 4% vexti. Af þeim tíu bönkum sem bjóða bestu kjörin á breska fjármálamarkaðinum eru sex í eigu útlendinga samkvæmt upplýsingum frá moneyfacts.co.uk. Rachel Thrussell hjá Moneyfacts segir að almenningur sé enn ekki farinn að setja sparifé sitt á ný á reikninga í erlendum bönkum. Þetta þýðir að þeir hafa enn ekki fyllt upp í lánasöfn sín og eru því í stakk búnir til að bjóða betri vexti. Thrussell reiknar með að þessir bankar verði áfram samkeppnishæfir á þessu ári. Í umfjöllun Times segir að hinsvegar falli allir þessir erlendu bankar ekki undir breska innistæðutryggingarkerfið þar sem fyrstu 50.000 pundin eru tryggð. Í sumum tilfella verður viðkomandi að leita til stjórnvalda í heimalandi bankans eins og gerðist í Icesave málinu. Nefnd eru dæmi um hvaða bankar falli undir innistæðutrygginguna og hverjir ekki. Síðan eru tekin dæmi um þann mun sem hefur orðið á uppgjörum íslensku bankanna gagnvart kröfuhöfum í hópi almennra sparifjáreigenda. Icesave var borgað út af breskum stjórnvöldum þ.e. upp að 50.000 pundum. Það sama á við um innistæðueigendur hjá Singer & Friedlander á eyjunni Mön en þeir þurfa hinsvegar að bíða allt í átta ár til að fá uppgerðar eftirstöðvarnar. Íbúar á Gurnesey sem áttu inni hjá Landsbankanum hafa hinvegar aðeins fengið 67.5% og vonir standa til að þeir fái allt að rúmlega 90% endurheimt af fé sínu. Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Icesavemálið hefur að nýju vakið upp ótta hjá breskum sparifjáreigendum um öryggi innistæðna sinna í erlendum bönkum í Bretlandi. Þessi ótti kemur upp á sama tíma og vitað er að margir erlendir bankar ætla að hasla sér völl á breska markaðinum á þessu ári Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu The Times. Þar kemur fram að meðal þeirra banka sem boðað hafa starfsemi í Bretlandi eru National Australia Bank (NAB), brasilíski bankinn Itau Unibanco og Metro Bank í Bandaríkjunum. NAB á þegar Clydesdale og Yorkshire bankanna og er að undirbúa yfirtökutilboð á Northern Rock bankanum sem var þjóðnýttur í upphafi fjármálakreppunna. Þar að auki hyggst NAB bjóða í þau hundruð útibúa sem Royal Bank of Scotland hefur nú í sölumeðferð. Times greinir frá því að svipað og íslensku bankarnir á sínum tíma bjóða hinir erlendu nú bestu kjörin á breska markaðinum. Nefnt er sem dæmi að Punjab National Bank býður nú bestu kjörin á eins ára skuldabréfum eða 4% vexti. Af þeim tíu bönkum sem bjóða bestu kjörin á breska fjármálamarkaðinum eru sex í eigu útlendinga samkvæmt upplýsingum frá moneyfacts.co.uk. Rachel Thrussell hjá Moneyfacts segir að almenningur sé enn ekki farinn að setja sparifé sitt á ný á reikninga í erlendum bönkum. Þetta þýðir að þeir hafa enn ekki fyllt upp í lánasöfn sín og eru því í stakk búnir til að bjóða betri vexti. Thrussell reiknar með að þessir bankar verði áfram samkeppnishæfir á þessu ári. Í umfjöllun Times segir að hinsvegar falli allir þessir erlendu bankar ekki undir breska innistæðutryggingarkerfið þar sem fyrstu 50.000 pundin eru tryggð. Í sumum tilfella verður viðkomandi að leita til stjórnvalda í heimalandi bankans eins og gerðist í Icesave málinu. Nefnd eru dæmi um hvaða bankar falli undir innistæðutrygginguna og hverjir ekki. Síðan eru tekin dæmi um þann mun sem hefur orðið á uppgjörum íslensku bankanna gagnvart kröfuhöfum í hópi almennra sparifjáreigenda. Icesave var borgað út af breskum stjórnvöldum þ.e. upp að 50.000 pundum. Það sama á við um innistæðueigendur hjá Singer & Friedlander á eyjunni Mön en þeir þurfa hinsvegar að bíða allt í átta ár til að fá uppgerðar eftirstöðvarnar. Íbúar á Gurnesey sem áttu inni hjá Landsbankanum hafa hinvegar aðeins fengið 67.5% og vonir standa til að þeir fái allt að rúmlega 90% endurheimt af fé sínu.
Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira