Viðskipti erlent

Nýtt General Motors út úr gjaldþroti

Nýtt félag um bandaríska bílaframleiðslufyrirtækið General Motors hefur verið stofnað en rúmur mánuður er síðan að fyrirtækið fór fram á að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Það var þriðja stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Endurreisnarferlið tók mun skemmri tíma en margir þorðu að vona.

Viðskipti erlent

BIS bankanum blandað inn í japanska skuldabréfasmyglið

BIS bankanum í Basel í Sviss, eða seðlabanka seðlabankanna í heiminum og síðasta vinnustað næstkomandi seðlabankastjóra á Íslandi hefur nú verið blandað í japanska skuldabréfasmyglið í smábænum Chiasso. Þar voru tveir menn gripnir með 17.000 milljarða kr. í bandarískum skuldabréfum.

Viðskipti erlent

Villtustu veislur milljarðamæringa í uppsveiflunni

Börsen.dk hefur tekið saman yfirlit yfir nokkrar af villtustu veislum milljarðamæringa heimsins í uppsveiflunni síðustu árin fyrir fjármálakreppuna á síðasta ári. Milljón dollara koma Elton John í afmæli Ólafs Ólafssonar hér um árið bliknar og blánar í samanburðinum.

Viðskipti erlent

Er kreppunni að ljúka í Bandaríkjunum?

Talið er að bandaríska hagkerfið muni rétta úr kútnum á seinni hluta þessa árs, það er mun fyrr en hagfræðingar höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Bloomberg fréttaveitunnar. Ástæðan er að meðal annars aukin einkaneysla.

Viðskipti erlent

Sænsk herrasetur til sölu á tombóluverði

Fjármálakreppan og lágt gengi sænsku krónunnar hefur gert það að verkum að nú er hægt að kaupa sænsk herrasetur (herregård) á tombóluverði. Dæmi eru um að verð á þeim hafi fallið niður í 60 milljónir kr. sem er svipað og kostar að kaupa fjögurra herbergja íbúð í Kaupmannahöfn.

Viðskipti erlent

Tap Alcoa minna en væntingar voru um

Bandaríski álrisinn Alcoa, sem m.a. á Fjarðarál, skilaði minna tapi á öðrum ársfjórðungi en væntingar voru um. Tapið nam 454 milljónum dollara eða um 59 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður af rekstrinum hinsvegar 546 milljónir dollara.

Viðskipti erlent

Líkir hlutabréfum SAS við Hubba Bubba tyggjó

Markaðsstjóri flugfélagsins Ryanair á Norðurlöndunum, Erik Elmsätser, líkir hlutabréfum í SAS flugfélaginu við Hubba Bubba tyggjó. Hann segir að um leið og hluturinn í SAS fer niður í sama verð og stykkið af Hubba Bubba muni Lufthansa slá til og kaupa SAS.

Viðskipti erlent

Stal viðskiptaforriti Goldman Sachs

Fyrrum starfsmaður fjárfestingabankans Goldman Sachs gæti orsakað gríðarlegt tap hjá bankanum þar sem hann stal mikilvægum viðskiptahugbúnaði í eigu bankans. Bankinn gæti hugsanlega tapað hundruðum milljóna króna komist gögnin ekki aftur í vörslu bankans.

Viðskipti erlent