Líf fjárfestis með súludönsurum og kókaíni 15. september 2009 10:15 Hinn þrítugi Tetsuya Ishikawa varð sterkefnaður á því að versla með „eitraða" skuldabréfavafninga. Nú er hann skilinn við konu sína sem er fyrrverandi súludansari, tugmilljóna bónusgreiðslur og lúxusbílinn. Í staðinn hefur hann skrifað bók um reynslu sína sem meðábyrgur fyrir fjármálakreppunni. Án nokkurrar sérmenntunnar fékk Ishikawa starf vorið 2001 hjá einum af virðingarmestu fjárfestingarbönkum heimsins. Á skrifstofu sinni í The City í Londin hafði hann það hlutverk að selja framandi vaxtabréf. „Og á meðan vinnudagur hans fór í að umskrifa rotin bandarísk lán og selja þau til fjárfesta um allan heim varð Ishikawa um leið einn af sökudólgum fjármálakreppunnar," segir í umfjöllun Dagens Næringsliv um bókina. Frá skrifstofunni í The City ferðaðist Ishikawa um heiminn í sex ár með undirmálslán og vafasama skuldabréfavafninga í skjalatöskunni fyrir banka á borð við Morgan Stanley, ABN Amro og Goldman Sachs. Hluti sem ofurfjárfesturinn Warren Buffett kallaði síðar „fjármálaleg gereyðingarvopn". Á þessum ferðum sínum fékk hann tugi milljóna kr. í laun og lifði alþjóðlegu lúxuslífi með frían aðgang að hóruhúsum, súludönsurum og kókaíni. Þessu greinir Ishikawa frá í bók sinni „How I caused the credit crunch". Bókin er skáldsaga en Ishikawa segir að 90% af söguhetjunni sé hann sjálfur. „Ég spilaði hlutverk í fjármálakreppunni. En það er fáránlegt að halda því fram að ein persóna eða einn banki hafi getað valdið þessari kreppu," segir Ishikawa. „Þetta var kerfiskreppa, ekki bara í fjármálalífinu heldur öllu samfélaginu. Við eigum öll saman sökina þótt við leitum nú að sökudólgum." Hinn þrítugi Ishikawa hefur nú snúið baki við fyrra lífi. Hann er giftur á ný og á tvö ung börn. Búinn að skipta á BMW X5 bílnum fyrir umhverfisvænan Toyota Prius og lifir nú á því að skrifa bækur. Í dag bendir Ishikawa á þrjár meginorsakir sem ollu kreppunni. Afbrigðileg neyslumenning og misskilningur um verðmæti fasteigna, yfirgengileg skammsýni og að verulega dró úr sparnaði fólks. Hann telur að allt samfélagið í heild sé meðábyrgt fyrir fjármálakreppunni. Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hinn þrítugi Tetsuya Ishikawa varð sterkefnaður á því að versla með „eitraða" skuldabréfavafninga. Nú er hann skilinn við konu sína sem er fyrrverandi súludansari, tugmilljóna bónusgreiðslur og lúxusbílinn. Í staðinn hefur hann skrifað bók um reynslu sína sem meðábyrgur fyrir fjármálakreppunni. Án nokkurrar sérmenntunnar fékk Ishikawa starf vorið 2001 hjá einum af virðingarmestu fjárfestingarbönkum heimsins. Á skrifstofu sinni í The City í Londin hafði hann það hlutverk að selja framandi vaxtabréf. „Og á meðan vinnudagur hans fór í að umskrifa rotin bandarísk lán og selja þau til fjárfesta um allan heim varð Ishikawa um leið einn af sökudólgum fjármálakreppunnar," segir í umfjöllun Dagens Næringsliv um bókina. Frá skrifstofunni í The City ferðaðist Ishikawa um heiminn í sex ár með undirmálslán og vafasama skuldabréfavafninga í skjalatöskunni fyrir banka á borð við Morgan Stanley, ABN Amro og Goldman Sachs. Hluti sem ofurfjárfesturinn Warren Buffett kallaði síðar „fjármálaleg gereyðingarvopn". Á þessum ferðum sínum fékk hann tugi milljóna kr. í laun og lifði alþjóðlegu lúxuslífi með frían aðgang að hóruhúsum, súludönsurum og kókaíni. Þessu greinir Ishikawa frá í bók sinni „How I caused the credit crunch". Bókin er skáldsaga en Ishikawa segir að 90% af söguhetjunni sé hann sjálfur. „Ég spilaði hlutverk í fjármálakreppunni. En það er fáránlegt að halda því fram að ein persóna eða einn banki hafi getað valdið þessari kreppu," segir Ishikawa. „Þetta var kerfiskreppa, ekki bara í fjármálalífinu heldur öllu samfélaginu. Við eigum öll saman sökina þótt við leitum nú að sökudólgum." Hinn þrítugi Ishikawa hefur nú snúið baki við fyrra lífi. Hann er giftur á ný og á tvö ung börn. Búinn að skipta á BMW X5 bílnum fyrir umhverfisvænan Toyota Prius og lifir nú á því að skrifa bækur. Í dag bendir Ishikawa á þrjár meginorsakir sem ollu kreppunni. Afbrigðileg neyslumenning og misskilningur um verðmæti fasteigna, yfirgengileg skammsýni og að verulega dró úr sparnaði fólks. Hann telur að allt samfélagið í heild sé meðábyrgt fyrir fjármálakreppunni.
Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent