Viðskipti innlent

Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxinum stafa hætta af laxeldi

Fjórtán prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Gallup um viðhorf til laxeldis í opnum sjókvíum. Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxastofninum stafa hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Níu prósent telja að frekar lítil hætta eða allt að engin stafi að villta íslenska laxinum.

Viðskipti innlent

Haukur Örn og Ingvar Smári opna lög­manns­stofu

FIRMA lög­menn hafa tekið til starfa í Reykja­vík. Eig­endur lög­manns­stofunnar eru Haukur Örn Birgis­son hrl. og Ingvar Smári Birgis­son, lög­maður, en þeir störfuðu áður saman á Ís­lensku lög­fræði­stofunni. FIRMA lög­menn veita al­hliða lög­fræði­þjónustu með sér­hæfingu í þjónustu við at­vinnu­lífið.

Viðskipti innlent

Bein útsending: Tengsl á tímum Teams

Stjórnvísi hefur hugtakið tengsl sem þema og rauðan þráð gegnum starfsárið 2023-2024. Þemað var ákveðið af nýkjörinni stjórn félagsins í nánum takti við óskir stjórna faghópa félagsins um að unnið verði betur í tengslamyndun í félaginu á tímum fjarvinnu, rafrænna fundahalda og streymis frá viðburðum.

Viðskipti innlent

Töldu sig svikna eftir milljarða sölu og stefndu Helga

Helgi Hermannsson, stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, var í sumar dæmdur til að greiða fjórum hönnuðum samanlagt 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir höfðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Viðskipti innlent

Spá 0,5 prósentu­stiga stýri­vaxta­hækkun

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%.

Viðskipti innlent

Vivaldi bítur í Eplið

Vafrinn Vivaldi er nú aðgengilegur notendum snjalltækja Apple. Búið er að gera útgáfu af vafranum fyrir iOS stýrikerfið sem hægt er að nálgast í App Store.

Viðskipti innlent

Guð­mundur hættir aftur hjá Bónus

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin.

Viðskipti innlent

Sam­skip krefja Eim­skip um bætur

Sam­skip hafa falið Mörkinni lög­manns­stofu að sækja bætur á hendur Eim­skipi vegna þess sem fé­lagið kallar ó­lög­mætar og sak­næmar at­hafnir fé­lagsins gagn­vart Sam­skipum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Viðskipti innlent