Viðskipti

Grindavíkurhöfn dýpri og mikill hugur í hafnarstjóranum

Grindavíkurhöfn hefur dýpkað eftir jarðhræringar undanfarinna vikna. Bryggjurnar hafa sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra. Hafnarstjóri segir höfnina geta verið viðkvæmari fyrir flóðum en segir dýpkunina líka hafa ýmsa kosti í för með sér. Tekið verður á móti fyrsta skipi til löndunar síðan að bærinn var rýmdur á morgun.

Viðskipti innlent

Flugu yfir At­lants­hafið á fitu og sykri

Flugmenn Virgin Atlantic flugu í gær farþegaþotu yfir Atlantshafið á eingöngu fitu og sykri, ekki hefðbundnu eldsneyti. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert en flugvélin losar um sjötíu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnar farþegaþotur.

Viðskipti erlent

ChangeGroup leysir Arion banka af hólmi

Alþjóðlega fyrirtækið ChangeGroup átti hagkvæmasta tilboðið í samkeppni um fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og snýr því aftur í flugstöðina í byrjun febrúar 2024. Fyrirtækið verður með tvær gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvellinum, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og gjaldeyrishraðbanka víða um flugstöðina eftir þörfum.

Viðskipti innlent

„Enginn góður kostur í stöðunni“

Fólk flýr í auknum mæli óverðtryggð lán og færir sig yfir í verðtryggð lán samkvæmt nýrri skýrslu. Fjármálaráðgjafi segir verðtryggð lán ákveðna frestun á vandamáli og að engin góður kostur sé í stöðunni.

Viðskipti innlent

Sam­keppnis­hæf fyrir­tæki eru með mannauðsmálin í for­gangi

Herdís Rós Kjartansdóttir er fyrsti mannauðsstjóri Colas Ísland og hefur gegnt því hlutverki frá árinu 2017. Þar áður hefur Herdís starfað sem mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar og aðstoðarleikskólastjóri. Hún er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og MS gráðu í mannauðsstjórnun frá sama skóla.

Samstarf

Nýtt skip til Grinda­víkur fyrir sjó­manna­dag

Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag.

Viðskipti innlent

Flestir sem missa vinnuna á Ís­landi

Flestir þeirra áttatíu starfsmanna Controlant, sem var tilkynnt í morgun að yrði sagt upp störfum, starfa í starfsstöð félagsins á Íslandi. Forstjóri félagsins segir hagræðinguna vegna samdráttar í Covid-tengdum verkefnum fyrirtækisins. 

Viðskipti innlent

Kristín Soffía til RA­RIK

RARIK hefur ráðið til sín Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar RARIK. Um er að ræða nýja stöðu samkvæmt nýju skipulagi RARIK sem tók gildi 1. október síðastliðinn.

Viðskipti innlent

Bene­dikt semur um starfs­lok

Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR, hefur látið af störfum hjá félaginu eftir að þeir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri OR gerðu með sér samkomulag um starfslok.

Viðskipti innlent

Skerða orku til fisk­verkunar og gagnavera

Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þetta kemur fram í tilkynningu, þar segir að afhending á víkjandi orku verði stöðvuð frá og með 1. desember og verði í gildi þar til miðlunarstaða hafi batnað.

Viðskipti innlent