„Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 16:29 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land. Hildur Sverrisdóttir ræddi blaðamannafund þeirra Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag, þar sem fyrirhugaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds voru kynntar, í þinginu í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að innheimt veiðigjöld geti hækkað að meðaltali um allt að hundrað prósent eftir breytingarnar. Raunar segir í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald að veiðigjald á makríl gæti hækkað um 438 prósent. Mikilvægt að staldra við „Rétt er að staldra aðeins við hvað þar kom fram,“ sagði Hildur um fund ráðherranna. „Ég fullyrði að óumdeilt sé að framúrskarandi lífskjör íslensku þjóðarinnar byggi á samkeppnishæfni útflutningsstoða okkar. Undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, ferðaþjónustu, hugviti, framleiðslu á áli og sjávarútvegi.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé skýrt kveðið á um að stefna skuli að aukinni verðmætasköpun í íslensku hagkerfi. Það ætti því að vera ríkisstjórninni kappsmál að styðja við samkeppnishæfni þessara undirstöðuatvinnugreina sem og annarra, fjölga störfum og þannig styðja við hagvöxt og lífskjör. Ríkisstjórnin ætli að gera meira en ætti að gera minna „Stundum þýðir það einfaldlega að ríkið þurfi að gera minna. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að gera meira, að minnsta kosti hvað snertir bæði ferðaþjónustu og sjávarútveg,“ segir Hildur. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um starfsemi atvinnugreina hér á landi, hvað sem þær heita. Reglur séu vissulega mannanna verk og ekki skrifaðar í stein. Það sé sjálfsagt að skoða hvort tilefni sé til að breyta þeim. „Samhliða er mikilvægt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu um land allt. Á undanförnum áratugum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að gera íslenskan sjávarútveg sjálfbæran og arðbæran, þannig að óvíða í heiminum er sjávarútvegurinn rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi eftirsóknarverða staða varð ekki til úr engu heldur byggir hún á rannsóknum og ákvörðunum út frá þeim. Þær breytingar á kerfinu sem til umræðu eru verða að skoðast með þetta til hliðsjónar. Frú forseti. Hér er mikið í húfi og mikilvægt að vanda til verka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir ræddi blaðamannafund þeirra Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag, þar sem fyrirhugaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds voru kynntar, í þinginu í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að innheimt veiðigjöld geti hækkað að meðaltali um allt að hundrað prósent eftir breytingarnar. Raunar segir í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald að veiðigjald á makríl gæti hækkað um 438 prósent. Mikilvægt að staldra við „Rétt er að staldra aðeins við hvað þar kom fram,“ sagði Hildur um fund ráðherranna. „Ég fullyrði að óumdeilt sé að framúrskarandi lífskjör íslensku þjóðarinnar byggi á samkeppnishæfni útflutningsstoða okkar. Undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, ferðaþjónustu, hugviti, framleiðslu á áli og sjávarútvegi.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé skýrt kveðið á um að stefna skuli að aukinni verðmætasköpun í íslensku hagkerfi. Það ætti því að vera ríkisstjórninni kappsmál að styðja við samkeppnishæfni þessara undirstöðuatvinnugreina sem og annarra, fjölga störfum og þannig styðja við hagvöxt og lífskjör. Ríkisstjórnin ætli að gera meira en ætti að gera minna „Stundum þýðir það einfaldlega að ríkið þurfi að gera minna. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að gera meira, að minnsta kosti hvað snertir bæði ferðaþjónustu og sjávarútveg,“ segir Hildur. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um starfsemi atvinnugreina hér á landi, hvað sem þær heita. Reglur séu vissulega mannanna verk og ekki skrifaðar í stein. Það sé sjálfsagt að skoða hvort tilefni sé til að breyta þeim. „Samhliða er mikilvægt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu um land allt. Á undanförnum áratugum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að gera íslenskan sjávarútveg sjálfbæran og arðbæran, þannig að óvíða í heiminum er sjávarútvegurinn rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi eftirsóknarverða staða varð ekki til úr engu heldur byggir hún á rannsóknum og ákvörðunum út frá þeim. Þær breytingar á kerfinu sem til umræðu eru verða að skoðast með þetta til hliðsjónar. Frú forseti. Hér er mikið í húfi og mikilvægt að vanda til verka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira