„Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 16:29 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land. Hildur Sverrisdóttir ræddi blaðamannafund þeirra Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag, þar sem fyrirhugaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds voru kynntar, í þinginu í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að innheimt veiðigjöld geti hækkað að meðaltali um allt að hundrað prósent eftir breytingarnar. Raunar segir í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald að veiðigjald á makríl gæti hækkað um 438 prósent. Mikilvægt að staldra við „Rétt er að staldra aðeins við hvað þar kom fram,“ sagði Hildur um fund ráðherranna. „Ég fullyrði að óumdeilt sé að framúrskarandi lífskjör íslensku þjóðarinnar byggi á samkeppnishæfni útflutningsstoða okkar. Undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, ferðaþjónustu, hugviti, framleiðslu á áli og sjávarútvegi.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé skýrt kveðið á um að stefna skuli að aukinni verðmætasköpun í íslensku hagkerfi. Það ætti því að vera ríkisstjórninni kappsmál að styðja við samkeppnishæfni þessara undirstöðuatvinnugreina sem og annarra, fjölga störfum og þannig styðja við hagvöxt og lífskjör. Ríkisstjórnin ætli að gera meira en ætti að gera minna „Stundum þýðir það einfaldlega að ríkið þurfi að gera minna. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að gera meira, að minnsta kosti hvað snertir bæði ferðaþjónustu og sjávarútveg,“ segir Hildur. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um starfsemi atvinnugreina hér á landi, hvað sem þær heita. Reglur séu vissulega mannanna verk og ekki skrifaðar í stein. Það sé sjálfsagt að skoða hvort tilefni sé til að breyta þeim. „Samhliða er mikilvægt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu um land allt. Á undanförnum áratugum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að gera íslenskan sjávarútveg sjálfbæran og arðbæran, þannig að óvíða í heiminum er sjávarútvegurinn rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi eftirsóknarverða staða varð ekki til úr engu heldur byggir hún á rannsóknum og ákvörðunum út frá þeim. Þær breytingar á kerfinu sem til umræðu eru verða að skoðast með þetta til hliðsjónar. Frú forseti. Hér er mikið í húfi og mikilvægt að vanda til verka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir ræddi blaðamannafund þeirra Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag, þar sem fyrirhugaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds voru kynntar, í þinginu í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að innheimt veiðigjöld geti hækkað að meðaltali um allt að hundrað prósent eftir breytingarnar. Raunar segir í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald að veiðigjald á makríl gæti hækkað um 438 prósent. Mikilvægt að staldra við „Rétt er að staldra aðeins við hvað þar kom fram,“ sagði Hildur um fund ráðherranna. „Ég fullyrði að óumdeilt sé að framúrskarandi lífskjör íslensku þjóðarinnar byggi á samkeppnishæfni útflutningsstoða okkar. Undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, ferðaþjónustu, hugviti, framleiðslu á áli og sjávarútvegi.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé skýrt kveðið á um að stefna skuli að aukinni verðmætasköpun í íslensku hagkerfi. Það ætti því að vera ríkisstjórninni kappsmál að styðja við samkeppnishæfni þessara undirstöðuatvinnugreina sem og annarra, fjölga störfum og þannig styðja við hagvöxt og lífskjör. Ríkisstjórnin ætli að gera meira en ætti að gera minna „Stundum þýðir það einfaldlega að ríkið þurfi að gera minna. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að gera meira, að minnsta kosti hvað snertir bæði ferðaþjónustu og sjávarútveg,“ segir Hildur. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um starfsemi atvinnugreina hér á landi, hvað sem þær heita. Reglur séu vissulega mannanna verk og ekki skrifaðar í stein. Það sé sjálfsagt að skoða hvort tilefni sé til að breyta þeim. „Samhliða er mikilvægt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu um land allt. Á undanförnum áratugum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að gera íslenskan sjávarútveg sjálfbæran og arðbæran, þannig að óvíða í heiminum er sjávarútvegurinn rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi eftirsóknarverða staða varð ekki til úr engu heldur byggir hún á rannsóknum og ákvörðunum út frá þeim. Þær breytingar á kerfinu sem til umræðu eru verða að skoðast með þetta til hliðsjónar. Frú forseti. Hér er mikið í húfi og mikilvægt að vanda til verka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira