Hagvöxturinn á fleygiferð 12. júní 2004 00:01 Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs þessa árs mældist 4,9 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Hagvöxtur var þó svipaður á síðasta ársfjórðungi, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Verðbólga er einnig að aukast en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 á síðustu tólf mánuðum. Jafngildir það níu prósenta verðbólgu á ári. "Verðbólgan hefur farið á meira skrið en við reiknuðum með fyrr í vetur," segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Að sögn Birgis Ísleifs hafa vextir verið hækkaðir tvisvar síðastliðinn mánuð. "Við sögðum jafnframt að búast mætti við að bankinn hækkaði stýrivexti fljótlega aftur ef nýjar upplýsingar gæfu ekki vísbendingu um betri verðbólguhorfur." Birgir Ísleifur bendir á að hagvöxturinn sé einnig á mikilli fleygiferð. "Einkaneysla og fjárfestingar eru miklar þannig að það er bólga í öllum tölum enn sem komið er." Birgir Ísleifur á þó von á að heldur muni draga úr verðbólgu þegar líður á árið. "Við sjáum að tveir þriðju af þessari verðbólgu skýrast af tveimur þáttum, olíuverði og hækkun á húsnæðisverði," segir Birgir Ísleifur. "Olíuverð er þegar byrjað að lækka og vonandi heldur sú þróun áfram. Þá getur þessi mikla hækkun á húsnæðisverði staðið í einhverju sambandi við skipulagsbreytingar á lánum Íbúðalánasjóðs þannig að hugsanlegt er að meira jafnvægi komist á þann markað þegar frá líður. Gengið hefur einnig verið að hækka aðeins og það vinnur á móti verðbólgunni." Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs einkenndist af mikilli aukningu á einkaneyslu og fjárfestingum, segir í Hagtíðindum. Einkaneysla jókst um 8 prósent og fjárfesting talin hafa vaxið um 17 prósent milli ára. Greining Íslandsbanka telur vöxt einkaneyslu fjármagnaðan með lántöku, þar sem á sama tímabili varð samdráttur í kaupmætti launa. Þrátt fyrir talsverða aukningu fjárfestinga segir greiningin vöxtinn nokkuð minni en mælst hafi á síðustu ársfjórðungum og bendir á að meginástæða vaxtarins sé fjárfesting í stóriðju. Þá hafi fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs þessa árs mældist 4,9 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Hagvöxtur var þó svipaður á síðasta ársfjórðungi, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Verðbólga er einnig að aukast en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 á síðustu tólf mánuðum. Jafngildir það níu prósenta verðbólgu á ári. "Verðbólgan hefur farið á meira skrið en við reiknuðum með fyrr í vetur," segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Að sögn Birgis Ísleifs hafa vextir verið hækkaðir tvisvar síðastliðinn mánuð. "Við sögðum jafnframt að búast mætti við að bankinn hækkaði stýrivexti fljótlega aftur ef nýjar upplýsingar gæfu ekki vísbendingu um betri verðbólguhorfur." Birgir Ísleifur bendir á að hagvöxturinn sé einnig á mikilli fleygiferð. "Einkaneysla og fjárfestingar eru miklar þannig að það er bólga í öllum tölum enn sem komið er." Birgir Ísleifur á þó von á að heldur muni draga úr verðbólgu þegar líður á árið. "Við sjáum að tveir þriðju af þessari verðbólgu skýrast af tveimur þáttum, olíuverði og hækkun á húsnæðisverði," segir Birgir Ísleifur. "Olíuverð er þegar byrjað að lækka og vonandi heldur sú þróun áfram. Þá getur þessi mikla hækkun á húsnæðisverði staðið í einhverju sambandi við skipulagsbreytingar á lánum Íbúðalánasjóðs þannig að hugsanlegt er að meira jafnvægi komist á þann markað þegar frá líður. Gengið hefur einnig verið að hækka aðeins og það vinnur á móti verðbólgunni." Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs einkenndist af mikilli aukningu á einkaneyslu og fjárfestingum, segir í Hagtíðindum. Einkaneysla jókst um 8 prósent og fjárfesting talin hafa vaxið um 17 prósent milli ára. Greining Íslandsbanka telur vöxt einkaneyslu fjármagnaðan með lántöku, þar sem á sama tímabili varð samdráttur í kaupmætti launa. Þrátt fyrir talsverða aukningu fjárfestinga segir greiningin vöxtinn nokkuð minni en mælst hafi á síðustu ársfjórðungum og bendir á að meginástæða vaxtarins sé fjárfesting í stóriðju. Þá hafi fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira