Hagvöxturinn á fleygiferð 12. júní 2004 00:01 Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs þessa árs mældist 4,9 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Hagvöxtur var þó svipaður á síðasta ársfjórðungi, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Verðbólga er einnig að aukast en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 á síðustu tólf mánuðum. Jafngildir það níu prósenta verðbólgu á ári. "Verðbólgan hefur farið á meira skrið en við reiknuðum með fyrr í vetur," segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Að sögn Birgis Ísleifs hafa vextir verið hækkaðir tvisvar síðastliðinn mánuð. "Við sögðum jafnframt að búast mætti við að bankinn hækkaði stýrivexti fljótlega aftur ef nýjar upplýsingar gæfu ekki vísbendingu um betri verðbólguhorfur." Birgir Ísleifur bendir á að hagvöxturinn sé einnig á mikilli fleygiferð. "Einkaneysla og fjárfestingar eru miklar þannig að það er bólga í öllum tölum enn sem komið er." Birgir Ísleifur á þó von á að heldur muni draga úr verðbólgu þegar líður á árið. "Við sjáum að tveir þriðju af þessari verðbólgu skýrast af tveimur þáttum, olíuverði og hækkun á húsnæðisverði," segir Birgir Ísleifur. "Olíuverð er þegar byrjað að lækka og vonandi heldur sú þróun áfram. Þá getur þessi mikla hækkun á húsnæðisverði staðið í einhverju sambandi við skipulagsbreytingar á lánum Íbúðalánasjóðs þannig að hugsanlegt er að meira jafnvægi komist á þann markað þegar frá líður. Gengið hefur einnig verið að hækka aðeins og það vinnur á móti verðbólgunni." Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs einkenndist af mikilli aukningu á einkaneyslu og fjárfestingum, segir í Hagtíðindum. Einkaneysla jókst um 8 prósent og fjárfesting talin hafa vaxið um 17 prósent milli ára. Greining Íslandsbanka telur vöxt einkaneyslu fjármagnaðan með lántöku, þar sem á sama tímabili varð samdráttur í kaupmætti launa. Þrátt fyrir talsverða aukningu fjárfestinga segir greiningin vöxtinn nokkuð minni en mælst hafi á síðustu ársfjórðungum og bendir á að meginástæða vaxtarins sé fjárfesting í stóriðju. Þá hafi fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs þessa árs mældist 4,9 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Hagvöxtur var þó svipaður á síðasta ársfjórðungi, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Verðbólga er einnig að aukast en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 á síðustu tólf mánuðum. Jafngildir það níu prósenta verðbólgu á ári. "Verðbólgan hefur farið á meira skrið en við reiknuðum með fyrr í vetur," segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Að sögn Birgis Ísleifs hafa vextir verið hækkaðir tvisvar síðastliðinn mánuð. "Við sögðum jafnframt að búast mætti við að bankinn hækkaði stýrivexti fljótlega aftur ef nýjar upplýsingar gæfu ekki vísbendingu um betri verðbólguhorfur." Birgir Ísleifur bendir á að hagvöxturinn sé einnig á mikilli fleygiferð. "Einkaneysla og fjárfestingar eru miklar þannig að það er bólga í öllum tölum enn sem komið er." Birgir Ísleifur á þó von á að heldur muni draga úr verðbólgu þegar líður á árið. "Við sjáum að tveir þriðju af þessari verðbólgu skýrast af tveimur þáttum, olíuverði og hækkun á húsnæðisverði," segir Birgir Ísleifur. "Olíuverð er þegar byrjað að lækka og vonandi heldur sú þróun áfram. Þá getur þessi mikla hækkun á húsnæðisverði staðið í einhverju sambandi við skipulagsbreytingar á lánum Íbúðalánasjóðs þannig að hugsanlegt er að meira jafnvægi komist á þann markað þegar frá líður. Gengið hefur einnig verið að hækka aðeins og það vinnur á móti verðbólgunni." Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs einkenndist af mikilli aukningu á einkaneyslu og fjárfestingum, segir í Hagtíðindum. Einkaneysla jókst um 8 prósent og fjárfesting talin hafa vaxið um 17 prósent milli ára. Greining Íslandsbanka telur vöxt einkaneyslu fjármagnaðan með lántöku, þar sem á sama tímabili varð samdráttur í kaupmætti launa. Þrátt fyrir talsverða aukningu fjárfestinga segir greiningin vöxtinn nokkuð minni en mælst hafi á síðustu ársfjórðungum og bendir á að meginástæða vaxtarins sé fjárfesting í stóriðju. Þá hafi fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira