Kaup Björgólfs í Búlgaríu klár 12. júní 2004 00:01 Hópur fjárfesta undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar gekk í gær frá kaupum á 65 prósenta hlut í Búlgarska landssímanum, BTC. Kaupverð hlutarins er 24 milljarðar króna. Með Björgólfi í fjárfestingarfélagi hans, Carrera, eru Straumur, Burðarás og Síminn, en leiðandi fjárfestir með Carrera er fjárfestingarfyrirtækið Advent International. Velta BTC var tæpir fimmtíu milljarðar króna og hagnaðurinn á ellefta milljarð. Tæplega 25 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu. Fastlínukerfi BTC nær til allra heimila í Búlgaríu. Björgólfur Thor sagði í samtali við Fréttablaðið að hann sæi mikla möguleika með fjárfestingunni. Félagið væri tæknilega langt á eftir vestrænum fyrirtækjum og miklir möguleikar til hagræðingar í fyrirtækinu. "Við sjáum fyrir okkur að við getum nýtt okkur vinnu við að þróa fyrirtækið í sambærilegum fyrirtækjum í löndunum í kring. Því hraðar sem við náum að byggja upp BTC, því meira getum við gert í nágrannalöndunum." Hann segir breytingarnar bæði snúa að tæknifjárfestingu og að byggja upp stjórnkerfi fyrirtækisins. Kostnaður við að færa fyrirtækið jafnfætis vestrænum fyrirtækjum sé mun minni en kostnaður þeirra fyrirtækja var á sínum tíma. Tæknin sé alltaf að verða ódýrari. Björgólfur Thor sest í stjórn fyrirtækisins og mun koma að framtíðarstefnumótun þess, en hann segist nú snúa sér að næstu verkefnum, bæði á eigin vegum og með Burðarási, þar sem hann er stjórnarformaður. "Þessi vinna tók miklu lengri tíma en ég gerði ráð fyrir í upphafi og ég er mjög feginn að búið sé að ljúka þessu." Pólitísk átök hafa verið um þætti sölunnar í Búlgaríu, en með afhendingu fjarskiptaleyfis á rekstur GSM-kerfis var síðustu hindrun kaupanna rutt úr vegi. Björgólfur þekkir vel til í Búlgaríu og segir hindranir í stjórnmálalífinu hafa bæði komið sér á óvart og ekki. "Það er ekki fyrir bissnessmenn að skilja pólitíkusa né fyrir pólitíkusa að skilja bissnessmenn. Það fer ekkert saman, en allt er gott sem endar vel og þetta eru mikilvæg viðskipti fyrir búlgörsku þjóðina. Það má reikna með að í framhaldinu styrkist lánshæfismat landsins." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Hópur fjárfesta undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar gekk í gær frá kaupum á 65 prósenta hlut í Búlgarska landssímanum, BTC. Kaupverð hlutarins er 24 milljarðar króna. Með Björgólfi í fjárfestingarfélagi hans, Carrera, eru Straumur, Burðarás og Síminn, en leiðandi fjárfestir með Carrera er fjárfestingarfyrirtækið Advent International. Velta BTC var tæpir fimmtíu milljarðar króna og hagnaðurinn á ellefta milljarð. Tæplega 25 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu. Fastlínukerfi BTC nær til allra heimila í Búlgaríu. Björgólfur Thor sagði í samtali við Fréttablaðið að hann sæi mikla möguleika með fjárfestingunni. Félagið væri tæknilega langt á eftir vestrænum fyrirtækjum og miklir möguleikar til hagræðingar í fyrirtækinu. "Við sjáum fyrir okkur að við getum nýtt okkur vinnu við að þróa fyrirtækið í sambærilegum fyrirtækjum í löndunum í kring. Því hraðar sem við náum að byggja upp BTC, því meira getum við gert í nágrannalöndunum." Hann segir breytingarnar bæði snúa að tæknifjárfestingu og að byggja upp stjórnkerfi fyrirtækisins. Kostnaður við að færa fyrirtækið jafnfætis vestrænum fyrirtækjum sé mun minni en kostnaður þeirra fyrirtækja var á sínum tíma. Tæknin sé alltaf að verða ódýrari. Björgólfur Thor sest í stjórn fyrirtækisins og mun koma að framtíðarstefnumótun þess, en hann segist nú snúa sér að næstu verkefnum, bæði á eigin vegum og með Burðarási, þar sem hann er stjórnarformaður. "Þessi vinna tók miklu lengri tíma en ég gerði ráð fyrir í upphafi og ég er mjög feginn að búið sé að ljúka þessu." Pólitísk átök hafa verið um þætti sölunnar í Búlgaríu, en með afhendingu fjarskiptaleyfis á rekstur GSM-kerfis var síðustu hindrun kaupanna rutt úr vegi. Björgólfur þekkir vel til í Búlgaríu og segir hindranir í stjórnmálalífinu hafa bæði komið sér á óvart og ekki. "Það er ekki fyrir bissnessmenn að skilja pólitíkusa né fyrir pólitíkusa að skilja bissnessmenn. Það fer ekkert saman, en allt er gott sem endar vel og þetta eru mikilvæg viðskipti fyrir búlgörsku þjóðina. Það má reikna með að í framhaldinu styrkist lánshæfismat landsins."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira