Skiptar skoðanir: Á að leyfa vændi? 13. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um vændi. Katrín Jakobsdóttir: Þegar því er haldið fram að vændi sé góð og gild atvinnugrein og enginástæða sé til að banna það, gleymist oft að horfa á heildarmyndina. Íþessu máli þarf að kafa dýpra og ekki nægir að spyrja einfaldlega hvortfólk eigi að hafa leyfi til að selja líkama sinn eins og aðrar eignirsínar.Það má til dæmis ekki gleyma því að vændi er sjaldnast val. Fá ungmennihugsa: "Jæja, hvort á ég nú að verða pípari, íslenskufræðingur eða hóra?"og ákveða svo að það sé víst mesti peningurinn í vændinu.Þeir sem stunda vændi hafa yfirleitt leiðst út í það úr sárri neyð og líður sjaldnast vel í starfi. Það er ekki vel borgað og flestum þeim sem selja sig, hvort sem það eru karlmenn eða konur, líður afar illa. Erfitt er því að tala um að vændi sé réttur einstaklingsins til að "fá að selja sig" þar sem þetta er yfirleitt örþrifaráð sem enginn grípur til að gamni sínu. Sem stendur er ólöglegt að selja sig en kaupin á þjónustunni eru hinsvegar ekki ólögleg. Nú liggur fyrir frumvarp um að kaup á vændi verði gerð ólögleg sem væri framþróun frá núverandi lagaumhverfi þar sem kaupandinnber enga ábyrgð.Friðbjörn Orri Ketilsson:Rangt er að þvinga frjálsa einstaklinga til að gera eitthvað sem þeir ekki samþykkja. Rangt er að banna öðrum að velja ef val þeirra skaðar ekki aðra. Frelsið er hornsteinn þess að allir fái notið hæfileika sinna og geti gert það sem þeir sjálfir kjósa til að tryggja velferð sína í framtíðinni. Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins að setja siðferðisreglur og ákveða fyrir fólk hvað sé gáfulegt og hvað ekki. Hlutverk ríkisvaldsins er að vernda rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna gegn ágangi annarra.Augljóslega er rangt er að neyða fólk til kynlífs gegn greiðslu á sama hátt og rangt er að neyða fólk til búðarstarfa gegn greiðslu. Það er ekki verknaðurinn sjálfur sem er slæmur heldur þvingunin. Það er hún sem berjast þarf gegn. Kynlíf gegn greiðslu þar sem allir aðilar máls eru samþykkir skaðar engan og á því ekki að vera bönnuð. Þar er um frjálst val einstaklinga að ræða, frjálst val sem okkur ber að virða óháð ríkjandi gildismati meirihlutans á hverjum tíma eða tísku.Besta leiðin til að sporna við nauðung á tilteknu sviði er að viðurkenna starfsemina og hleypa henni upp á yfirborðið svo að ofbeldi sé ekki lausn samningsbrota heldur eðlileg málsmeðferð fyrir dómsstólum. Ef kynlíf gegn greiðslu væri löglegt drægi einnig mjög úr svonefndu mannsali þar sem fyrirtæki í löglegum rekstri gætu ekki beitt starfsmenn sína ofbeldi og þvingunum þar sem slíkt er ólöglegt. Samkeppni um vinnuaflið mun svo bæta hag þeirra sem í greininni starfa rétt eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Frelsið er lausnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um vændi. Katrín Jakobsdóttir: Þegar því er haldið fram að vændi sé góð og gild atvinnugrein og enginástæða sé til að banna það, gleymist oft að horfa á heildarmyndina. Íþessu máli þarf að kafa dýpra og ekki nægir að spyrja einfaldlega hvortfólk eigi að hafa leyfi til að selja líkama sinn eins og aðrar eignirsínar.Það má til dæmis ekki gleyma því að vændi er sjaldnast val. Fá ungmennihugsa: "Jæja, hvort á ég nú að verða pípari, íslenskufræðingur eða hóra?"og ákveða svo að það sé víst mesti peningurinn í vændinu.Þeir sem stunda vændi hafa yfirleitt leiðst út í það úr sárri neyð og líður sjaldnast vel í starfi. Það er ekki vel borgað og flestum þeim sem selja sig, hvort sem það eru karlmenn eða konur, líður afar illa. Erfitt er því að tala um að vændi sé réttur einstaklingsins til að "fá að selja sig" þar sem þetta er yfirleitt örþrifaráð sem enginn grípur til að gamni sínu. Sem stendur er ólöglegt að selja sig en kaupin á þjónustunni eru hinsvegar ekki ólögleg. Nú liggur fyrir frumvarp um að kaup á vændi verði gerð ólögleg sem væri framþróun frá núverandi lagaumhverfi þar sem kaupandinnber enga ábyrgð.Friðbjörn Orri Ketilsson:Rangt er að þvinga frjálsa einstaklinga til að gera eitthvað sem þeir ekki samþykkja. Rangt er að banna öðrum að velja ef val þeirra skaðar ekki aðra. Frelsið er hornsteinn þess að allir fái notið hæfileika sinna og geti gert það sem þeir sjálfir kjósa til að tryggja velferð sína í framtíðinni. Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins að setja siðferðisreglur og ákveða fyrir fólk hvað sé gáfulegt og hvað ekki. Hlutverk ríkisvaldsins er að vernda rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna gegn ágangi annarra.Augljóslega er rangt er að neyða fólk til kynlífs gegn greiðslu á sama hátt og rangt er að neyða fólk til búðarstarfa gegn greiðslu. Það er ekki verknaðurinn sjálfur sem er slæmur heldur þvingunin. Það er hún sem berjast þarf gegn. Kynlíf gegn greiðslu þar sem allir aðilar máls eru samþykkir skaðar engan og á því ekki að vera bönnuð. Þar er um frjálst val einstaklinga að ræða, frjálst val sem okkur ber að virða óháð ríkjandi gildismati meirihlutans á hverjum tíma eða tísku.Besta leiðin til að sporna við nauðung á tilteknu sviði er að viðurkenna starfsemina og hleypa henni upp á yfirborðið svo að ofbeldi sé ekki lausn samningsbrota heldur eðlileg málsmeðferð fyrir dómsstólum. Ef kynlíf gegn greiðslu væri löglegt drægi einnig mjög úr svonefndu mannsali þar sem fyrirtæki í löglegum rekstri gætu ekki beitt starfsmenn sína ofbeldi og þvingunum þar sem slíkt er ólöglegt. Samkeppni um vinnuaflið mun svo bæta hag þeirra sem í greininni starfa rétt eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Frelsið er lausnin.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun