KB banki tvöfaldast 14. júní 2004 00:01 KB banki tvöfaldaði stærð sína í dag með kaupum á danska bankanum FIH fyrir áttatíu og fjóra milljarða króna. Tveir íslenskir viðskiptabankar tóku þátt í slagnum um bankann sem er talinn hafa forystu í lánveitingum til fyrirtækja í Danmörku. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. KB banki kaupir danska bankann FIH af Swedbank á 84 milljarða króna, auk vaxta frá þrítugasta og fyrsta mars þar til gengið verður endanlega frá kaupunum. Hlutabréf í KBbanka hækkuðu um rúm tólf prósent eftir að kaupin voru tilkynnt. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KBbanka segir kaupin fjármögnuð með töluvert háu víkjandi láni á erlendum markaði og að til standi að fara í hlutafjárútboð á næstunni. FIH er með sautján prósenta hlutdeild á danska fyrirtækjalánamarkaðnum en stjórnendur KB banka sjá ýmis tækifæri til vaxtar svo sem í fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun í tengslum við yfirtökur og fjárfestingar í óskráðum hlutafélögum. Ekki eru fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á rekstri eða starfsmannahaldi. Heimildir fréttastofu herma að Landsbankinn hafi einnig sóst eftir að kaupa FIH, en að þar á bæ hafi menn talið verðið komið yfir sársaukamörk. Hvað sem því líður verður að teljast til tíðinda að tveir viðskiptabankar á litla Íslandi gerist svo metnaðarfullir að hella sér í slaginn um eftirsóttan banka í okkar gamla herraríki. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka segir FIH einn af þremur leiðandi fyrirtækjabönkum Danmerkur. "Bankinn er mjög vel rekinn og þess vegna þarf ekki að gera neinar aðgerðir. Við getum unnið með núverandi starfsmönnum FIH og því fellur þetta vel að þeirri hugmyndafræði sem Kaupþing byggir á," segir Sigurður. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
KB banki tvöfaldaði stærð sína í dag með kaupum á danska bankanum FIH fyrir áttatíu og fjóra milljarða króna. Tveir íslenskir viðskiptabankar tóku þátt í slagnum um bankann sem er talinn hafa forystu í lánveitingum til fyrirtækja í Danmörku. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. KB banki kaupir danska bankann FIH af Swedbank á 84 milljarða króna, auk vaxta frá þrítugasta og fyrsta mars þar til gengið verður endanlega frá kaupunum. Hlutabréf í KBbanka hækkuðu um rúm tólf prósent eftir að kaupin voru tilkynnt. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KBbanka segir kaupin fjármögnuð með töluvert háu víkjandi láni á erlendum markaði og að til standi að fara í hlutafjárútboð á næstunni. FIH er með sautján prósenta hlutdeild á danska fyrirtækjalánamarkaðnum en stjórnendur KB banka sjá ýmis tækifæri til vaxtar svo sem í fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun í tengslum við yfirtökur og fjárfestingar í óskráðum hlutafélögum. Ekki eru fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á rekstri eða starfsmannahaldi. Heimildir fréttastofu herma að Landsbankinn hafi einnig sóst eftir að kaupa FIH, en að þar á bæ hafi menn talið verðið komið yfir sársaukamörk. Hvað sem því líður verður að teljast til tíðinda að tveir viðskiptabankar á litla Íslandi gerist svo metnaðarfullir að hella sér í slaginn um eftirsóttan banka í okkar gamla herraríki. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka segir FIH einn af þremur leiðandi fyrirtækjabönkum Danmerkur. "Bankinn er mjög vel rekinn og þess vegna þarf ekki að gera neinar aðgerðir. Við getum unnið með núverandi starfsmönnum FIH og því fellur þetta vel að þeirri hugmyndafræði sem Kaupþing byggir á," segir Sigurður.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira