KB banki á sænska úrvalslistann 17. júní 2004 00:01 KB-banki hefur verið skráður á úrvalslista kauphallarinnar í Stokkhólmi, fyrstur íslenskra fyrirtæka. Er bankinn þar með kominn í hóp fjörtíu öflugustu fyrirtækjanna í sænsku kauphöllinni. Þetta er talið auka mjög möguleika bankans í tengslum við fyrirhugað tugmilljarða hlutafjárútboð. "Þetta eykur sýnileika bréfa félagsins og að öllu jöfnu áhuga fjárfesta á bankanum," sagði Sigurður Einarsson, forstjóri KB-banka í samtali við Fréttablaðið. Í kjölfar kaupa KB-banka á danska FIH-bankanum um síðustu helgi tilkynntu stjórnendur KB að framundan væri 35-45 milljarða króna hlutafjárútboð. Að sögn Sigurðar mun skráning KB á úrvalslistann í Stokkhólmi auðvelda útboðið en stjórnendur KB hafi þó verið bjartsýnir á að slíkt útboð myndi ganga vel óháð skráningunni á úrvalslistann. "Þetta hefur auðvitað áhrif á auðseljanleika bréfanna í Svíþjóð og mun þannig verða eitt af þeim atriðum sem auðveldar útboðið," segir Sigurður. Skráningin á úrvalslistann hefur til að mynda þau áhrif að stórir sjóðir munu frekar fjárfesta í KB en slíkir sjóðir fjárfesta alla jafna ekki í fyrirtækjum nema þau séu á úrvalslistanum. Yfirlýst stefna KB-banka er að verða leiðandi banki á Norðurlöndum og ljóst er að með svo örum vexti sem bankinn hefur verið í þarf hann að sækja sér hlutafé á markað. Hlutafjáraukningin sem framundan er er mjög stór á íslenskan mælikvarða, eða litlu minni en áætlað söluverð Landssímans. Sænski markaðurinn er hins vegar margfalt stærri en sá íslenski og möguleikar að sækja sér hlutafé á markað til stækkunar rýmkast þvi verulega við skráninguna á úrvalslistann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
KB-banki hefur verið skráður á úrvalslista kauphallarinnar í Stokkhólmi, fyrstur íslenskra fyrirtæka. Er bankinn þar með kominn í hóp fjörtíu öflugustu fyrirtækjanna í sænsku kauphöllinni. Þetta er talið auka mjög möguleika bankans í tengslum við fyrirhugað tugmilljarða hlutafjárútboð. "Þetta eykur sýnileika bréfa félagsins og að öllu jöfnu áhuga fjárfesta á bankanum," sagði Sigurður Einarsson, forstjóri KB-banka í samtali við Fréttablaðið. Í kjölfar kaupa KB-banka á danska FIH-bankanum um síðustu helgi tilkynntu stjórnendur KB að framundan væri 35-45 milljarða króna hlutafjárútboð. Að sögn Sigurðar mun skráning KB á úrvalslistann í Stokkhólmi auðvelda útboðið en stjórnendur KB hafi þó verið bjartsýnir á að slíkt útboð myndi ganga vel óháð skráningunni á úrvalslistann. "Þetta hefur auðvitað áhrif á auðseljanleika bréfanna í Svíþjóð og mun þannig verða eitt af þeim atriðum sem auðveldar útboðið," segir Sigurður. Skráningin á úrvalslistann hefur til að mynda þau áhrif að stórir sjóðir munu frekar fjárfesta í KB en slíkir sjóðir fjárfesta alla jafna ekki í fyrirtækjum nema þau séu á úrvalslistanum. Yfirlýst stefna KB-banka er að verða leiðandi banki á Norðurlöndum og ljóst er að með svo örum vexti sem bankinn hefur verið í þarf hann að sækja sér hlutafé á markað. Hlutafjáraukningin sem framundan er er mjög stór á íslenskan mælikvarða, eða litlu minni en áætlað söluverð Landssímans. Sænski markaðurinn er hins vegar margfalt stærri en sá íslenski og möguleikar að sækja sér hlutafé á markað til stækkunar rýmkast þvi verulega við skráninguna á úrvalslistann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira