Ríkisstyrkir til listamanna 18. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir og Friðbjörn Orri Ketilsson skiptast á skoðunum um réttmæti ríkisstyrkja til listamanna Katrín Jakobsdóttir Ríkisstyrkir til listamanna eru ekki aðeins réttlætanlegir heldur bráðnauðsynlegir. List og menning eru ómissandi í lífi okkar allra enda hefur menning verið skilgreind sem hluti mennskunnar. Við búum sem betur fer í samfélagi sem hefur viljað hlúa að menningu og listum, t.d. með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum. Um þetta hefur ríkt sátt í samfélaginu enda búum við við einkar blómlegt menningarlíf. Hér kemur út ótrúlegur fjöldi bóka á hverju ári, þökk sé Launasjóði rithöfunda, Menningarsjóði og öðrum opinberum styrkjum. Hér er blómlegt tónlistarlíf, framúrskarandi sinfóníuhljónsveit og mikill fjöldi tónlistarhópa. Leiklistarlíf er með miklum blóma, tvö stór atvinnuleikhús og flestir af sjálfstæðu leikhópunum njóta opinbers stuðnings. Við almenningur í landinu getum notið einhvers hluta þessa menningarlífs; keypt okkur bók, farið í bíó að sjá íslenska mynd eða á tónleika. Menningin á ekki að vera á uppsprengdu verði heldur á hún að vera fyrir alla. Og listamenn eiga að hafa frelsi til að skapa, rétt eins og við höfum frelsi til að velja hvaða menningar við njótum. Með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum tryggjum við fjölbreytt og blómlegt menningarlíf sem listamenn og almenningur geta notið, óháð efnahag.Friðbjörn Orri Ketilsson Listir eru fyrir listunnendur, neytendur listarinnar. Í núverandi kerfi ríkisstyrkja til listamanna eru allir landsmenn skattlagðir til þess að greiða ákveðnum listamönnum laun. Það hlýtur að vera augljóslega óréttlætanlegt að innheimta skatta með hótun um viðurlög til þess að sumir listamenn geti stundað listir sínar þar sem slík skattheimta dregur á sama tíma úr möguleikum annarra listamanna til að leggja rækt við list sína. Eðlilegast er að neytendur ákveði sjálfir hvað sé list og hvað ekki með viðskiptum sínum. Þannig fá listamenn skýr skilaboð á degi hverjum um hvað neytendur vilja og hvað ekki. Val ríkisnefnda er gjarnan háð smekk 4-5 nefndarmanna. Hvað neytendur vilja er jafn breytilegt og þeir eru margir. Með frjálsu vali fólks er öllum gefið tækifæri á að fá þörfum sínum fullnægt og listamönnum gefið tækifæri á að ná vinsældum. Engum er gert hærra undir höfði en öðrum. Neytendur velja daglega og því skapast tækifæri listamanna daglega. Vænlegast er því að leyfa hverjum og einum að velja í stað þess að þvinga alla til þátttöku í kostnaði við val nefndar á vegum ríkisins. Með niðurfellingu ríkisstyrkja til menningarmála er hægt að lækka skatta. Með þeim hætti aukast ráðstöfunartekjur allra og neytendur hafa auknar tekjur til að verja til menningarmála ef þeir svo kjósa. Listamenn hafa sjálfir auknar ráðstöfunartekjur og geta því ræktað list sína betur. Frjálst val fólks er betur til þess fallið að skila réttri niðurstöðu, um hvað sé list og hvað ekki, en val nefnda á vegum ríkisins. Það er fólkið sem borgar, því ætti fólkið að velja. Frelsið er lausnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir og Friðbjörn Orri Ketilsson skiptast á skoðunum um réttmæti ríkisstyrkja til listamanna Katrín Jakobsdóttir Ríkisstyrkir til listamanna eru ekki aðeins réttlætanlegir heldur bráðnauðsynlegir. List og menning eru ómissandi í lífi okkar allra enda hefur menning verið skilgreind sem hluti mennskunnar. Við búum sem betur fer í samfélagi sem hefur viljað hlúa að menningu og listum, t.d. með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum. Um þetta hefur ríkt sátt í samfélaginu enda búum við við einkar blómlegt menningarlíf. Hér kemur út ótrúlegur fjöldi bóka á hverju ári, þökk sé Launasjóði rithöfunda, Menningarsjóði og öðrum opinberum styrkjum. Hér er blómlegt tónlistarlíf, framúrskarandi sinfóníuhljónsveit og mikill fjöldi tónlistarhópa. Leiklistarlíf er með miklum blóma, tvö stór atvinnuleikhús og flestir af sjálfstæðu leikhópunum njóta opinbers stuðnings. Við almenningur í landinu getum notið einhvers hluta þessa menningarlífs; keypt okkur bók, farið í bíó að sjá íslenska mynd eða á tónleika. Menningin á ekki að vera á uppsprengdu verði heldur á hún að vera fyrir alla. Og listamenn eiga að hafa frelsi til að skapa, rétt eins og við höfum frelsi til að velja hvaða menningar við njótum. Með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum tryggjum við fjölbreytt og blómlegt menningarlíf sem listamenn og almenningur geta notið, óháð efnahag.Friðbjörn Orri Ketilsson Listir eru fyrir listunnendur, neytendur listarinnar. Í núverandi kerfi ríkisstyrkja til listamanna eru allir landsmenn skattlagðir til þess að greiða ákveðnum listamönnum laun. Það hlýtur að vera augljóslega óréttlætanlegt að innheimta skatta með hótun um viðurlög til þess að sumir listamenn geti stundað listir sínar þar sem slík skattheimta dregur á sama tíma úr möguleikum annarra listamanna til að leggja rækt við list sína. Eðlilegast er að neytendur ákveði sjálfir hvað sé list og hvað ekki með viðskiptum sínum. Þannig fá listamenn skýr skilaboð á degi hverjum um hvað neytendur vilja og hvað ekki. Val ríkisnefnda er gjarnan háð smekk 4-5 nefndarmanna. Hvað neytendur vilja er jafn breytilegt og þeir eru margir. Með frjálsu vali fólks er öllum gefið tækifæri á að fá þörfum sínum fullnægt og listamönnum gefið tækifæri á að ná vinsældum. Engum er gert hærra undir höfði en öðrum. Neytendur velja daglega og því skapast tækifæri listamanna daglega. Vænlegast er því að leyfa hverjum og einum að velja í stað þess að þvinga alla til þátttöku í kostnaði við val nefndar á vegum ríkisins. Með niðurfellingu ríkisstyrkja til menningarmála er hægt að lækka skatta. Með þeim hætti aukast ráðstöfunartekjur allra og neytendur hafa auknar tekjur til að verja til menningarmála ef þeir svo kjósa. Listamenn hafa sjálfir auknar ráðstöfunartekjur og geta því ræktað list sína betur. Frjálst val fólks er betur til þess fallið að skila réttri niðurstöðu, um hvað sé list og hvað ekki, en val nefnda á vegum ríkisins. Það er fólkið sem borgar, því ætti fólkið að velja. Frelsið er lausnin.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun