Forsetinn er ekki bara puntudúkka 18. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sé hann ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. "Saga forsetaembættisins sýnir að atburðarásin getur orðið á þann hátt að forsetinn verður að taka ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð. Það er ekki þar með sagt að embættið verði pólitískara eða flokkspólitískara," segir Ólafur Ragnar. "Menn mega ekki gleyma því að forsetaembættið er hluti af stjórnskipun landsins og hver sá sem gegnir embætti forsetans verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Ef forsetinn er ekki reiðubúinn til þess er hann ekki starfinu vaxinn. Forsetinn er ekki bara puntudúkka." Ólafur Ragnar segir að forsetinn verði að hafa skoðanir og geti ekki látið þrýsting eða gagnrýni frá einstökum forystumönnum stjórnmálaflokka í landinu hafa áhrif á gerðir sínar. Aðspurður hvers vegna hann hafi beitt málskotsréttinum í fjölmiðlamálinu en ekki Kárahnjúka- eða öryrkjamálinu segir hann: "Það er ekki hægt að stunda samanburðarfræði frá einu máli til annars. Þau eru öll ólík og aðstæður með svo mismunandi hætti að forsetinn getur ekki borið þau saman við önnur mál í hans tíð eða þau mál sem voru á dagskrá fyrirrennara hans." Ólafur Ragnar segir samskipti sín við ríkisstjórnina í stórum dráttum hafa verið farsæl. "Við forsætisráðherra höfum átt marga árangursríka og góða fundi hér á Bessastöðum þar sem sitthvað hefur verið rætt og mál verið gaumgæfð. Umræður okkar hafa verið fullkomlega eðlilegar og málefnalegar." Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sé hann ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. "Saga forsetaembættisins sýnir að atburðarásin getur orðið á þann hátt að forsetinn verður að taka ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð. Það er ekki þar með sagt að embættið verði pólitískara eða flokkspólitískara," segir Ólafur Ragnar. "Menn mega ekki gleyma því að forsetaembættið er hluti af stjórnskipun landsins og hver sá sem gegnir embætti forsetans verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Ef forsetinn er ekki reiðubúinn til þess er hann ekki starfinu vaxinn. Forsetinn er ekki bara puntudúkka." Ólafur Ragnar segir að forsetinn verði að hafa skoðanir og geti ekki látið þrýsting eða gagnrýni frá einstökum forystumönnum stjórnmálaflokka í landinu hafa áhrif á gerðir sínar. Aðspurður hvers vegna hann hafi beitt málskotsréttinum í fjölmiðlamálinu en ekki Kárahnjúka- eða öryrkjamálinu segir hann: "Það er ekki hægt að stunda samanburðarfræði frá einu máli til annars. Þau eru öll ólík og aðstæður með svo mismunandi hætti að forsetinn getur ekki borið þau saman við önnur mál í hans tíð eða þau mál sem voru á dagskrá fyrirrennara hans." Ólafur Ragnar segir samskipti sín við ríkisstjórnina í stórum dráttum hafa verið farsæl. "Við forsætisráðherra höfum átt marga árangursríka og góða fundi hér á Bessastöðum þar sem sitthvað hefur verið rætt og mál verið gaumgæfð. Umræður okkar hafa verið fullkomlega eðlilegar og málefnalegar."
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira