Forsetinn er ekki bara puntudúkka 18. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sé hann ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. "Saga forsetaembættisins sýnir að atburðarásin getur orðið á þann hátt að forsetinn verður að taka ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð. Það er ekki þar með sagt að embættið verði pólitískara eða flokkspólitískara," segir Ólafur Ragnar. "Menn mega ekki gleyma því að forsetaembættið er hluti af stjórnskipun landsins og hver sá sem gegnir embætti forsetans verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Ef forsetinn er ekki reiðubúinn til þess er hann ekki starfinu vaxinn. Forsetinn er ekki bara puntudúkka." Ólafur Ragnar segir að forsetinn verði að hafa skoðanir og geti ekki látið þrýsting eða gagnrýni frá einstökum forystumönnum stjórnmálaflokka í landinu hafa áhrif á gerðir sínar. Aðspurður hvers vegna hann hafi beitt málskotsréttinum í fjölmiðlamálinu en ekki Kárahnjúka- eða öryrkjamálinu segir hann: "Það er ekki hægt að stunda samanburðarfræði frá einu máli til annars. Þau eru öll ólík og aðstæður með svo mismunandi hætti að forsetinn getur ekki borið þau saman við önnur mál í hans tíð eða þau mál sem voru á dagskrá fyrirrennara hans." Ólafur Ragnar segir samskipti sín við ríkisstjórnina í stórum dráttum hafa verið farsæl. "Við forsætisráðherra höfum átt marga árangursríka og góða fundi hér á Bessastöðum þar sem sitthvað hefur verið rætt og mál verið gaumgæfð. Umræður okkar hafa verið fullkomlega eðlilegar og málefnalegar." Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sé hann ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. "Saga forsetaembættisins sýnir að atburðarásin getur orðið á þann hátt að forsetinn verður að taka ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð. Það er ekki þar með sagt að embættið verði pólitískara eða flokkspólitískara," segir Ólafur Ragnar. "Menn mega ekki gleyma því að forsetaembættið er hluti af stjórnskipun landsins og hver sá sem gegnir embætti forsetans verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Ef forsetinn er ekki reiðubúinn til þess er hann ekki starfinu vaxinn. Forsetinn er ekki bara puntudúkka." Ólafur Ragnar segir að forsetinn verði að hafa skoðanir og geti ekki látið þrýsting eða gagnrýni frá einstökum forystumönnum stjórnmálaflokka í landinu hafa áhrif á gerðir sínar. Aðspurður hvers vegna hann hafi beitt málskotsréttinum í fjölmiðlamálinu en ekki Kárahnjúka- eða öryrkjamálinu segir hann: "Það er ekki hægt að stunda samanburðarfræði frá einu máli til annars. Þau eru öll ólík og aðstæður með svo mismunandi hætti að forsetinn getur ekki borið þau saman við önnur mál í hans tíð eða þau mál sem voru á dagskrá fyrirrennara hans." Ólafur Ragnar segir samskipti sín við ríkisstjórnina í stórum dráttum hafa verið farsæl. "Við forsætisráðherra höfum átt marga árangursríka og góða fundi hér á Bessastöðum þar sem sitthvað hefur verið rætt og mál verið gaumgæfð. Umræður okkar hafa verið fullkomlega eðlilegar og málefnalegar."
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira