„Gróðurhúsaáhrif“ á bensínverð 24. júní 2004 00:01 Stjórnvöld ætla ekki að lækka nein gjöld eða skatttekjur af bensíni og olíu, til að milda neikvæð áhrif af miklum hækkunum á heimsmarkaði á íslenskt efnahagslíf, og réttlæta það með baráttu sinni gegn gróðurhúsaáhrifum. Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um þjóðarbúskapinn. Þar kemur m.a. fram að ef hækkunin á milli ára verði 10% eða meiri, sem allt stefnir í, muni draga úr hagvexti, verðbólga aukast og kaupmáttur tímakaups minnka, svo nokkrar stærðir séu nefndar. Síðan segir orðrétt: „Þó svo að nýlegar verðhækkanir gangi að einhverju leyti til baka má reikna með því að raunverðið muni hækka til lengri tíma litið. Því er ekki réttlætanlegt að grípa til aðgerða til að deyfa raunverulegar verðbreytingar enda kynni það að reynast skammgóður vermir. Þá má ekki gleyma því að verulegur hluti af losun gróðurhúsalofttegunda kemur úr olíu. Viðleitni stjórnvalda til að draga úr henni með skattlagningu er fullkomlega réttlætanleg.“ Ennfremur segir í greinargerðinni að raunhækkun á verði olíu hafi áður orðið til þess að ýta undir aðgerðir til að auka nýtingu hennar þar sem hún er notuð, og engin ástæða sé til að ætla að komið sé að endimörkum í því. „Verðhækkanir gera mögulega nýtingu á olíulindum sem ekki eru hagkvæmar í dag, sérstaklega þar sem um þunga olíu er að ræða. Hins vegar er ólíklegt að aftur komi dagar þar sem olía verður svo ódýr að hægt að verður að fara jafn illa með hana og gert hefur verið stóran hluta af þeim tíma sem hún hefur verið notuð.“ Sem sagt: Það er einmitt núna sem rétti tíminnn er fyrir Íslendinga, að mati fjármálaráðuneytisins, að hefja fyrir alvöru baráttuna gegn gróðurhúsaáhrifum í allt of háu bensín- og olíuverði. Sjá nánar á slóðinni: http://www3.fjarmalaraduneyti.is/media/Thjodarbuskapurinn/Urtjodarbuskapnum0405.pdf Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Stjórnvöld ætla ekki að lækka nein gjöld eða skatttekjur af bensíni og olíu, til að milda neikvæð áhrif af miklum hækkunum á heimsmarkaði á íslenskt efnahagslíf, og réttlæta það með baráttu sinni gegn gróðurhúsaáhrifum. Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um þjóðarbúskapinn. Þar kemur m.a. fram að ef hækkunin á milli ára verði 10% eða meiri, sem allt stefnir í, muni draga úr hagvexti, verðbólga aukast og kaupmáttur tímakaups minnka, svo nokkrar stærðir séu nefndar. Síðan segir orðrétt: „Þó svo að nýlegar verðhækkanir gangi að einhverju leyti til baka má reikna með því að raunverðið muni hækka til lengri tíma litið. Því er ekki réttlætanlegt að grípa til aðgerða til að deyfa raunverulegar verðbreytingar enda kynni það að reynast skammgóður vermir. Þá má ekki gleyma því að verulegur hluti af losun gróðurhúsalofttegunda kemur úr olíu. Viðleitni stjórnvalda til að draga úr henni með skattlagningu er fullkomlega réttlætanleg.“ Ennfremur segir í greinargerðinni að raunhækkun á verði olíu hafi áður orðið til þess að ýta undir aðgerðir til að auka nýtingu hennar þar sem hún er notuð, og engin ástæða sé til að ætla að komið sé að endimörkum í því. „Verðhækkanir gera mögulega nýtingu á olíulindum sem ekki eru hagkvæmar í dag, sérstaklega þar sem um þunga olíu er að ræða. Hins vegar er ólíklegt að aftur komi dagar þar sem olía verður svo ódýr að hægt að verður að fara jafn illa með hana og gert hefur verið stóran hluta af þeim tíma sem hún hefur verið notuð.“ Sem sagt: Það er einmitt núna sem rétti tíminnn er fyrir Íslendinga, að mati fjármálaráðuneytisins, að hefja fyrir alvöru baráttuna gegn gróðurhúsaáhrifum í allt of háu bensín- og olíuverði. Sjá nánar á slóðinni: http://www3.fjarmalaraduneyti.is/media/Thjodarbuskapurinn/Urtjodarbuskapnum0405.pdf
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira