Fjárlagagerð á hefðbundnu róli 7. júlí 2004 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þróun verðbólgu og engar sérstakar viðbótaraðgerðir fyrirhugaðar á næstu fjárlögum vegna hennar. "Fjárlagagerð er á hefðbundnu róli og í ágætu horfi miðað við árstíma," sagði Geir, og bætti við að stjórnin liti svo á að yfir hafi gengið verðbólguskot, til komið vegna hækkunar íbúðarverðs og verðhækkana á eldsneyti. "Það er ekkert sem bendir til aukningar í undirliggjandi verðbólgu svo nokkru nemi," segir hann og telur að líta beri á vaxtahækkanir Seðlabankans sem varúðarráðstafanir. Geir vildi ekki tjá sig sérstaklega um orð Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í blaðinu í gær um að til viðbótar við aðgerðir Seðlabankans skorti á aðhaldsaðgerðir af hálfu stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Gylfi taldi að vaxtahækkanir einar sér gætu skertu samkeppnisstöðu fyrirtækja og haft eyðileggjandi áhrif á hagkerfið til lengri tíma litið. Geir sagði að á ráðuneytinu dyndu stöðugt kröfur um ýmist fjárútlát eða aðhaldssemi. "Okkar verkefni er að sía úr þessu og koma fram með vitræna stefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það hefur tekist ágætlega til þessa og oft í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins sem á undanförnum árum hafa sýnt heilmikla ábyrgðartilfinningu." Í viðtali við Bolla Þór Bollason, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, kom fram að fjárlagafrumvarpið sem í smíðum er sé í samræmi við langtímaáætlun í efnahagsmálum sem kynnt hafi verið í fyrrahaust. "Þar var gert ráð fyrir töluverðu aðhaldi, bæði í launaútgjöldum, samneyslu og í tilfærslum. Unnið er í samræmi við þá áætlun og verið að draga úr árlegri aukningu," sagði hann og bætti við að í langtímaáætluninni hafi verið gert ráð fyrir að draga úr aðgerðum fyrir um tvo til þrjá milljarða króna. "Í rauninni er bara verið að vinna að útfærslu á þessum aðgerðum sem taldar voru nægilegar til að halda aftur af innlendri eftirspurn í kjölfar stóriðjuframkvæmda," sagði Bolli. Hann segir ráð hafa verið gert fyrir heldur vaxandi verðbólgu og að síðasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sé í samræmi við spár efnahagsskrifstofu ráðuneytisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þróun verðbólgu og engar sérstakar viðbótaraðgerðir fyrirhugaðar á næstu fjárlögum vegna hennar. "Fjárlagagerð er á hefðbundnu róli og í ágætu horfi miðað við árstíma," sagði Geir, og bætti við að stjórnin liti svo á að yfir hafi gengið verðbólguskot, til komið vegna hækkunar íbúðarverðs og verðhækkana á eldsneyti. "Það er ekkert sem bendir til aukningar í undirliggjandi verðbólgu svo nokkru nemi," segir hann og telur að líta beri á vaxtahækkanir Seðlabankans sem varúðarráðstafanir. Geir vildi ekki tjá sig sérstaklega um orð Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í blaðinu í gær um að til viðbótar við aðgerðir Seðlabankans skorti á aðhaldsaðgerðir af hálfu stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Gylfi taldi að vaxtahækkanir einar sér gætu skertu samkeppnisstöðu fyrirtækja og haft eyðileggjandi áhrif á hagkerfið til lengri tíma litið. Geir sagði að á ráðuneytinu dyndu stöðugt kröfur um ýmist fjárútlát eða aðhaldssemi. "Okkar verkefni er að sía úr þessu og koma fram með vitræna stefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það hefur tekist ágætlega til þessa og oft í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins sem á undanförnum árum hafa sýnt heilmikla ábyrgðartilfinningu." Í viðtali við Bolla Þór Bollason, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, kom fram að fjárlagafrumvarpið sem í smíðum er sé í samræmi við langtímaáætlun í efnahagsmálum sem kynnt hafi verið í fyrrahaust. "Þar var gert ráð fyrir töluverðu aðhaldi, bæði í launaútgjöldum, samneyslu og í tilfærslum. Unnið er í samræmi við þá áætlun og verið að draga úr árlegri aukningu," sagði hann og bætti við að í langtímaáætluninni hafi verið gert ráð fyrir að draga úr aðgerðum fyrir um tvo til þrjá milljarða króna. "Í rauninni er bara verið að vinna að útfærslu á þessum aðgerðum sem taldar voru nægilegar til að halda aftur af innlendri eftirspurn í kjölfar stóriðjuframkvæmda," sagði Bolli. Hann segir ráð hafa verið gert fyrir heldur vaxandi verðbólgu og að síðasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sé í samræmi við spár efnahagsskrifstofu ráðuneytisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira