Greiningardeildir fara varlega 11. júlí 2004 00:01 Greiningardeildir bankanna eru varkárar í ráðgjöf sinni til fjárfesta þótt almennrar bjartsýni gæti um þróun efnahagslífsins. Verðbréf hafa hækkað hratt í verði á Íslandi á þessu ári. Úrvalsvísitalan stóð í 2.114 stigum í lok árs en var 2.978 atig við lok viðskipta á fimmtudaginn. Þetta er ríflega 40% hækkun frá áramótum. Meiri hækkun hér en erlendisÍ Vegvísi greiningardeildar Landsbankans á föstudaginn var hækkun úrvalsvísitölunnar á Íslandi borin saman við nokkrar vísitölur í löndunum í kringum okkur. Niðurstaðan er sú að vöxturinn á Íslandi hefur verið miklum mun öflugri. Danska vísitalan kemst næst Úrvalsvísitölunnar og hefur hækkað um níu prósent en almennt hafa hlutabréfavísitölur hækkað mjög lítið - eða jafnvel lækkað eins og gerst hefur í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þótt gengið á hlutabréfamarkaði sé gott eru greiningardeildirnar varkárar - ef til vill minnugar þess æðis sem greip um sig á markaðinum í uppganginum á síðustu árum tíunda áratugarins þegar margir brenndu sig á of heitum hlutabréfamarkaði. Góð ráð dýrStóru bankarnir þrír senda reglulega frá sér verðmat í fyrirtækjum í Kauphöllinni og á síðustu vikum hafa KB banki og Íslandsbanki sent frá sér spár um afkomu hlutafélaga á þessu ári og Greiningardeild Landsbankans sendi í vikunni frá sér afkomuspá fyrir annan ársfjórðung. Gerður er skýr greinamunur á milli hlutverks greiningardeilda annars vegar og miðlara hins vegar. Verðmat greiningardeilda á að segja til um raunverulegt virði en ekki sveiflast til eftir huglægum þáttum svo sem eins og stemmningu á markaði. Þannig ganga greiningardeildirnar út frá því að hagnaður fyrirtækisins sé nægur til þess að fjárfesting skili sér í formi arðgreiðslna en ekki spákaupmennsku. Sínum augum lítur hver silfriðKB banki telur að einungis eitt fyrirtæki í Úrvalsvísitölunni, Össur, sé vanmetið á markaði og ráðleggur því kaup á hlutum í því félagi. Bankinn telur hins vegar að þrjú önnur fyrirtæki séu líkleg til þess að hækka hraðar en markaðurinn á næstu misserum. Það eru Bakkavör, Marel og Samherji. Í greiningu Íslandsbanka er hins vegar talið að tvö fyrirtæki í úrvalsvísitölunni, Og Vodafone og Opin kerfi, séu vanmetin og þar liggi því kauptækifæri. Það er áhugavert að KB banki hefur þveröfuga skoðuna á þessum tveimur fyrirtækjum og ráðleggur eigendum hlutafjár í þeim að selja. Landsbankinn er hins vegar nær skoðun Íslandsbanka og gerir ráð fyrir því að félögin muni á næstunni hækka hraðar heldur en markaðurinn í heild. Greiningardeildirnar ráðleggja fólki almennt að kaupa í félögum sem þær telja undirverðlagðar en svokölluð vogunarráðgjöf tekur tillit til þess að sveiflur á markaði eru ekki endilega alltaf í samræmi við raunverulegt verðmæti. Af þessum sökum líta fjárfestar til vogunarráðgjafarinnar við mat á því hvort fjárfesting geti skilað arði til skamms tíma. Ráðgjöf um að kaupa, selja eða halda í hlutabréf byggist á langtímahorfum fyrirtækjanna til að skila hagnaði miðað við óbreyttan rekstur. Sjávarútvegur í lægðGreiningardeildirnar þrjár eru ekki sammála um vogunarspá fyrir neitt fyrirtæki í úrvalsvísitölunni þótt taka verði tillit til þess að greiningardeildirnar hafa ekki gefið út vogunarspá fyrir öll fyrirtækin í vísitölunni. KB banki og Íslandsbanki eru hins vegar sammála um að gera ráð fyrir að sjávarútvegsfyrirtækin í vísitölunni; Grandi, SÍF, Vinnslustöðin og Þormóður Rammi, muni hækka minna en verðbréf almennt á næstunni. KB banki er þó öllu bjartsýnni um gengi SH og telur að verð þess fyrirtækis muni hækka ámóta mikið og markaðurinn í heild. Góðar horfur um hagnaðAlmennt gera greiningardeildirnar ráð fyrir góðum hagnaði fyrirtækja á markaði í ár. Aðeins sjávarútvegsfyrirtækin reka lestina í þeim efnum en ekki er gert ráð fyrir góðri afkomu í þeim geira í ár. Bankarnir sjálfir gera það gott. Íslandsbanki spáir KB banka 11,4 milljarða hagnaði, KB banki spáir Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað. Bæði KB banki og Íslandsbanki gera ráð fyrir því að hagnaður Landsbanka verði í kringum átta milljarða króna. Burðarás er einnig talinn skila mjög góðum hagnaði; um átta milljörðum króna. Greiningardeildirnar eru einnig bjartsýnar fyrir hönd helstu útrásarfyrirtækjanna á markaðnum. Gert er ráð fyrir að hagnaður Actavis hækki úr ríflega 3,5 milljörðum í 5,5 til 6,8 milljarða. Greiningardeildirnar gera ráð fyrir að hagnaður Össurar fari úr um 330 milljónum í um 900 milljónir.Einnig er gert ráð fyrir að afkoma Bakkavarar, sem hagnaðist um tæplega 1,8 milljarða í fyrra, batni lítillega. thkjart@frettabladid.is Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Greiningardeildir bankanna eru varkárar í ráðgjöf sinni til fjárfesta þótt almennrar bjartsýni gæti um þróun efnahagslífsins. Verðbréf hafa hækkað hratt í verði á Íslandi á þessu ári. Úrvalsvísitalan stóð í 2.114 stigum í lok árs en var 2.978 atig við lok viðskipta á fimmtudaginn. Þetta er ríflega 40% hækkun frá áramótum. Meiri hækkun hér en erlendisÍ Vegvísi greiningardeildar Landsbankans á föstudaginn var hækkun úrvalsvísitölunnar á Íslandi borin saman við nokkrar vísitölur í löndunum í kringum okkur. Niðurstaðan er sú að vöxturinn á Íslandi hefur verið miklum mun öflugri. Danska vísitalan kemst næst Úrvalsvísitölunnar og hefur hækkað um níu prósent en almennt hafa hlutabréfavísitölur hækkað mjög lítið - eða jafnvel lækkað eins og gerst hefur í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þótt gengið á hlutabréfamarkaði sé gott eru greiningardeildirnar varkárar - ef til vill minnugar þess æðis sem greip um sig á markaðinum í uppganginum á síðustu árum tíunda áratugarins þegar margir brenndu sig á of heitum hlutabréfamarkaði. Góð ráð dýrStóru bankarnir þrír senda reglulega frá sér verðmat í fyrirtækjum í Kauphöllinni og á síðustu vikum hafa KB banki og Íslandsbanki sent frá sér spár um afkomu hlutafélaga á þessu ári og Greiningardeild Landsbankans sendi í vikunni frá sér afkomuspá fyrir annan ársfjórðung. Gerður er skýr greinamunur á milli hlutverks greiningardeilda annars vegar og miðlara hins vegar. Verðmat greiningardeilda á að segja til um raunverulegt virði en ekki sveiflast til eftir huglægum þáttum svo sem eins og stemmningu á markaði. Þannig ganga greiningardeildirnar út frá því að hagnaður fyrirtækisins sé nægur til þess að fjárfesting skili sér í formi arðgreiðslna en ekki spákaupmennsku. Sínum augum lítur hver silfriðKB banki telur að einungis eitt fyrirtæki í Úrvalsvísitölunni, Össur, sé vanmetið á markaði og ráðleggur því kaup á hlutum í því félagi. Bankinn telur hins vegar að þrjú önnur fyrirtæki séu líkleg til þess að hækka hraðar en markaðurinn á næstu misserum. Það eru Bakkavör, Marel og Samherji. Í greiningu Íslandsbanka er hins vegar talið að tvö fyrirtæki í úrvalsvísitölunni, Og Vodafone og Opin kerfi, séu vanmetin og þar liggi því kauptækifæri. Það er áhugavert að KB banki hefur þveröfuga skoðuna á þessum tveimur fyrirtækjum og ráðleggur eigendum hlutafjár í þeim að selja. Landsbankinn er hins vegar nær skoðun Íslandsbanka og gerir ráð fyrir því að félögin muni á næstunni hækka hraðar heldur en markaðurinn í heild. Greiningardeildirnar ráðleggja fólki almennt að kaupa í félögum sem þær telja undirverðlagðar en svokölluð vogunarráðgjöf tekur tillit til þess að sveiflur á markaði eru ekki endilega alltaf í samræmi við raunverulegt verðmæti. Af þessum sökum líta fjárfestar til vogunarráðgjafarinnar við mat á því hvort fjárfesting geti skilað arði til skamms tíma. Ráðgjöf um að kaupa, selja eða halda í hlutabréf byggist á langtímahorfum fyrirtækjanna til að skila hagnaði miðað við óbreyttan rekstur. Sjávarútvegur í lægðGreiningardeildirnar þrjár eru ekki sammála um vogunarspá fyrir neitt fyrirtæki í úrvalsvísitölunni þótt taka verði tillit til þess að greiningardeildirnar hafa ekki gefið út vogunarspá fyrir öll fyrirtækin í vísitölunni. KB banki og Íslandsbanki eru hins vegar sammála um að gera ráð fyrir að sjávarútvegsfyrirtækin í vísitölunni; Grandi, SÍF, Vinnslustöðin og Þormóður Rammi, muni hækka minna en verðbréf almennt á næstunni. KB banki er þó öllu bjartsýnni um gengi SH og telur að verð þess fyrirtækis muni hækka ámóta mikið og markaðurinn í heild. Góðar horfur um hagnaðAlmennt gera greiningardeildirnar ráð fyrir góðum hagnaði fyrirtækja á markaði í ár. Aðeins sjávarútvegsfyrirtækin reka lestina í þeim efnum en ekki er gert ráð fyrir góðri afkomu í þeim geira í ár. Bankarnir sjálfir gera það gott. Íslandsbanki spáir KB banka 11,4 milljarða hagnaði, KB banki spáir Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað. Bæði KB banki og Íslandsbanki gera ráð fyrir því að hagnaður Landsbanka verði í kringum átta milljarða króna. Burðarás er einnig talinn skila mjög góðum hagnaði; um átta milljörðum króna. Greiningardeildirnar eru einnig bjartsýnar fyrir hönd helstu útrásarfyrirtækjanna á markaðnum. Gert er ráð fyrir að hagnaður Actavis hækki úr ríflega 3,5 milljörðum í 5,5 til 6,8 milljarða. Greiningardeildirnar gera ráð fyrir að hagnaður Össurar fari úr um 330 milljónum í um 900 milljónir.Einnig er gert ráð fyrir að afkoma Bakkavarar, sem hagnaðist um tæplega 1,8 milljarða í fyrra, batni lítillega. thkjart@frettabladid.is
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira