Í 14. sæti yfir efnahagsfrjálsræði 15. júlí 2004 00:01 Ísland er í fjórtánda sæti yfir þau lönd þar sem frjálsræði í efnahagsmálum er mest. Sætinu deilum við með Dönum. Ísland fær einkunnina 7,6 í nýrri skýrslu kanadísku stofnunarinnar Frazer sem birtir árlega skýrslu um frjálsræði í efnahagsmálum. Íslenski hluti skýrslunnar er unninn í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Ísland fellur um sæti og lækkar í einkunn frá árinu 2001. Breytingin er óveruleg. Tryggvi Þór Herbertsson segir hana skýrast af breytingu á gengi dollars og tæknilegra breytinga á útreikningi auk hækkunar ríkisútgjalda. Einkavæðing viðskiptabankanna er meðal þess sem kemur í veg fyrir frekari lækkun Íslands á listanum. Ísland hefur hækkað um þrjú sæti frá 1995 og segir Tryggvi þá breytingu marktæka. Hong Kong trónir á toppi listans með 8,7 í einkunn. Af Norðurlöndunum eru Norðmenn neðstir eða í 36. sæti en Svíar eru í 22. sæti. Af Norðurlöndunum er mest frjálsræði í efnahagsmálum í Finnlandi sem er í 11. sæti með einkunnina 7,7. Tryggvi Þór segir töluverða reynslu komna á þessar rannsóknir. Sterk fylgni sé milli stöðunnar á þessum lista og hagsældar í viðkomandi löndum. "Aukið atvinnufrelsi leiðir af sér aukna fjárfestingu, aukinn hagvöxt og í framhaldi af því bætt lífskjör," segir Tryggvi. Rannsóknir hagfræðinga benda til þess að frjálsræði í efnahagsmálum auki velmegun á tvo vegu. Annars vegar með því að leysa úr læðingi kraft og hugvit einstaklinga. Hins vegar með því að auka fjárfestingu. Skýrslan sýnir að í þeim löndum sem búa við mest frjálsræði var hagvöxtur 3,4 prósent að meðaltali árin 1980 til 2000 samanborið við 1,7 prósent hjá löndum fyrir miðju listans og 0,4 prósent hjá þeim neðstu. Erlend fjárfesting er mun meiri hjá löndum sem búa við frjálsræði og landsframleiðsla á mann mun hærri. Meðallandsframleiðsla á mann í efstu ríkjunum var 26.100 dollara eða rúmar 1,8 milljónir króna meðan landsframleiðsla á mann í þeim fátækustu var um 200 þúsund krónur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Ísland er í fjórtánda sæti yfir þau lönd þar sem frjálsræði í efnahagsmálum er mest. Sætinu deilum við með Dönum. Ísland fær einkunnina 7,6 í nýrri skýrslu kanadísku stofnunarinnar Frazer sem birtir árlega skýrslu um frjálsræði í efnahagsmálum. Íslenski hluti skýrslunnar er unninn í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Ísland fellur um sæti og lækkar í einkunn frá árinu 2001. Breytingin er óveruleg. Tryggvi Þór Herbertsson segir hana skýrast af breytingu á gengi dollars og tæknilegra breytinga á útreikningi auk hækkunar ríkisútgjalda. Einkavæðing viðskiptabankanna er meðal þess sem kemur í veg fyrir frekari lækkun Íslands á listanum. Ísland hefur hækkað um þrjú sæti frá 1995 og segir Tryggvi þá breytingu marktæka. Hong Kong trónir á toppi listans með 8,7 í einkunn. Af Norðurlöndunum eru Norðmenn neðstir eða í 36. sæti en Svíar eru í 22. sæti. Af Norðurlöndunum er mest frjálsræði í efnahagsmálum í Finnlandi sem er í 11. sæti með einkunnina 7,7. Tryggvi Þór segir töluverða reynslu komna á þessar rannsóknir. Sterk fylgni sé milli stöðunnar á þessum lista og hagsældar í viðkomandi löndum. "Aukið atvinnufrelsi leiðir af sér aukna fjárfestingu, aukinn hagvöxt og í framhaldi af því bætt lífskjör," segir Tryggvi. Rannsóknir hagfræðinga benda til þess að frjálsræði í efnahagsmálum auki velmegun á tvo vegu. Annars vegar með því að leysa úr læðingi kraft og hugvit einstaklinga. Hins vegar með því að auka fjárfestingu. Skýrslan sýnir að í þeim löndum sem búa við mest frjálsræði var hagvöxtur 3,4 prósent að meðaltali árin 1980 til 2000 samanborið við 1,7 prósent hjá löndum fyrir miðju listans og 0,4 prósent hjá þeim neðstu. Erlend fjárfesting er mun meiri hjá löndum sem búa við frjálsræði og landsframleiðsla á mann mun hærri. Meðallandsframleiðsla á mann í efstu ríkjunum var 26.100 dollara eða rúmar 1,8 milljónir króna meðan landsframleiðsla á mann í þeim fátækustu var um 200 þúsund krónur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira