Hluthöfum býðst skjótfenginn gróði 27. júlí 2004 00:01 Skjótfenginn og fyrirhafnarlaus gróði býðst þeim hluthöfum KB banka sem nýta sér forkaupsrétt í hlutafjárútboði bankans á morgun sem að líkindum er stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Boðnir verða út 40 milljarðar króna og eiga allir hluthafar forkaupsrétt úr þeirri upphæð í hlutfallslegu samræmi við hlutafjáreign þeirra í bankanum núna. Hver hlutur býðst á 360 krónur, en kauptilboð í bréf bankans í morgun voru upp á 420 krónur, þannig að forkaupsrétthafar fá hvern hlut á 60 króna undirverði. Þannig getur maður, sem á hlutabréf í bankanum upp á tíu milljónir króna að markaðsverði, átt rétt á að kaupa bréf fyrir tvær og hálfa milljón í viðbót á þessum kjörum. Þau bréf getur hann selt strax með rúmlega 400 þúsund króna hagnaði, m.a.s. án þess að leggja fyrst út eina krónu því hann þarf ekki að greiða bankanum viðbótina fyrr en 20. ágúst, eða eftir að hann hefur selt þau aftur með hagnaði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hjá verðbréfafyrirtækjum ætla þau undantekningarlaust að nýta forkaupsréttinn fyrir hönd þeirra sem þau annast eignastýringu fyrir og miðlarar búast við að svo til allir muni nýta sér forkaupsréttinn. Einnig er búist við að langflestir ætli að eiga viðbótina áfram því nú séu miklar vonir bundnar við vöxt bankans, sérstaklega vegna væntinga um að hann eignist meirihluta í breska bankanum Singer og Freelander sem KB banki á nú þegar liðlega tuttugu prósent í. Heimild til viðbótarhlutafjárútboðs upp á 40 milljarða í viðbót er m.a. sögð tengjast þeim hugmyndum. Loks má nefna að Svíar hafa tekið KB banka í sátt á sænska markaðinum eftir talsverða tortryggni framan af. KB banki hefur nýverið verið skráður á Atract 40-listann þar í landi yfir vænlegustu fjárfestingarkostina. Það er ekki út í hött því gengi á bréfum KB banka í Kauphöllinni í Svíðþjóð hafa hækkað langmest þarlendra bréfa frá áramótum eða um 103 prósent. Næst á eftir kemur Ericsson með 59 prósenta hækkun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Skjótfenginn og fyrirhafnarlaus gróði býðst þeim hluthöfum KB banka sem nýta sér forkaupsrétt í hlutafjárútboði bankans á morgun sem að líkindum er stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Boðnir verða út 40 milljarðar króna og eiga allir hluthafar forkaupsrétt úr þeirri upphæð í hlutfallslegu samræmi við hlutafjáreign þeirra í bankanum núna. Hver hlutur býðst á 360 krónur, en kauptilboð í bréf bankans í morgun voru upp á 420 krónur, þannig að forkaupsrétthafar fá hvern hlut á 60 króna undirverði. Þannig getur maður, sem á hlutabréf í bankanum upp á tíu milljónir króna að markaðsverði, átt rétt á að kaupa bréf fyrir tvær og hálfa milljón í viðbót á þessum kjörum. Þau bréf getur hann selt strax með rúmlega 400 þúsund króna hagnaði, m.a.s. án þess að leggja fyrst út eina krónu því hann þarf ekki að greiða bankanum viðbótina fyrr en 20. ágúst, eða eftir að hann hefur selt þau aftur með hagnaði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hjá verðbréfafyrirtækjum ætla þau undantekningarlaust að nýta forkaupsréttinn fyrir hönd þeirra sem þau annast eignastýringu fyrir og miðlarar búast við að svo til allir muni nýta sér forkaupsréttinn. Einnig er búist við að langflestir ætli að eiga viðbótina áfram því nú séu miklar vonir bundnar við vöxt bankans, sérstaklega vegna væntinga um að hann eignist meirihluta í breska bankanum Singer og Freelander sem KB banki á nú þegar liðlega tuttugu prósent í. Heimild til viðbótarhlutafjárútboðs upp á 40 milljarða í viðbót er m.a. sögð tengjast þeim hugmyndum. Loks má nefna að Svíar hafa tekið KB banka í sátt á sænska markaðinum eftir talsverða tortryggni framan af. KB banki hefur nýverið verið skráður á Atract 40-listann þar í landi yfir vænlegustu fjárfestingarkostina. Það er ekki út í hött því gengi á bréfum KB banka í Kauphöllinni í Svíðþjóð hafa hækkað langmest þarlendra bréfa frá áramótum eða um 103 prósent. Næst á eftir kemur Ericsson með 59 prósenta hækkun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira