Stærsta hlutafjárútboð Íslands 28. júlí 2004 00:01 Sala á hlutafé fyrir 40 milljarða í KB banka hefst í dag. Þetta er langstærsta hlutafjárútboð á íslenskum markaði frá upphafi. Yfir 36 þúsund hluthafar sem áttu hlut í í KB banka þann 5. júlí hafa forkaupsrétt að hlutum í bankanum. Gengið í útboðinu er 360 krónur á hlut, en gengi bankans á markaði hefur verið á milli fimmtán og tuttugu prósent hærra á markaði. Þetta þýðir í raun að bréfin eru seld með afslætti miðað við mat markaðarins og hluthafar fá samstundis góða ávöxtun á kaup haldist gengið óbreytt. Ráðgjöf fjármálafyrirtækja til viðskiptavina er sú að hluthafar eigi að taka þátt í útboðinu. Miðað við þetta verður að teljast líklegt að forkaupsrétthafar kaupi allt sem er í boði í útboðinu. "Við erum tiltölulega bjartsýn á útboðið," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. Hlutafjáraukningin er til þess að fjármagna kaupin á danska FIH-bankanum sem KB banki tryggði sér kaup á fyrir skemmstu. Þá liggur fyrir heimild til að auka hlutafé um 40 milljarða að markaðsvirði í viðbót. Hluthafar hafa afsalað sér forkaupsrétti að þeim hluta. KB banki á fimmtungshlut í breska bankanum Singer and Friedlander. Bankinn er metinn á um 50 milljarða króna. Sigurður verst allra frétta af því hvort yfirtaka sé í farvatninu. Á markaðnum er hún talinn markmið bankans. KB banki er skráður í sænsku kauphöllinni. Lítill hluti hlutafjár bankans er á sænska markaðnum. Umræða um bankann er mun jákvæðari í Svíþjóð en hún var í upphafi og hugsanlegt að tækifæri kunni að myndast á að auka fjölda hluta á sænska markaðnum. Sigurður gefur ekkert út á framhaldið. "Viðhorfið til bankans í Svíþjóð er ágætt í dag. Það er margbúið að sannast að umfjöllun um bankann í Svíþjóð á sínum tíma var af annarlegum hvötum." Þegar útboðið hefst munu allar nýjustu upplýsingar um rekstur bankans liggja fyrir því uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins verður birt í dag. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira
Sala á hlutafé fyrir 40 milljarða í KB banka hefst í dag. Þetta er langstærsta hlutafjárútboð á íslenskum markaði frá upphafi. Yfir 36 þúsund hluthafar sem áttu hlut í í KB banka þann 5. júlí hafa forkaupsrétt að hlutum í bankanum. Gengið í útboðinu er 360 krónur á hlut, en gengi bankans á markaði hefur verið á milli fimmtán og tuttugu prósent hærra á markaði. Þetta þýðir í raun að bréfin eru seld með afslætti miðað við mat markaðarins og hluthafar fá samstundis góða ávöxtun á kaup haldist gengið óbreytt. Ráðgjöf fjármálafyrirtækja til viðskiptavina er sú að hluthafar eigi að taka þátt í útboðinu. Miðað við þetta verður að teljast líklegt að forkaupsrétthafar kaupi allt sem er í boði í útboðinu. "Við erum tiltölulega bjartsýn á útboðið," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. Hlutafjáraukningin er til þess að fjármagna kaupin á danska FIH-bankanum sem KB banki tryggði sér kaup á fyrir skemmstu. Þá liggur fyrir heimild til að auka hlutafé um 40 milljarða að markaðsvirði í viðbót. Hluthafar hafa afsalað sér forkaupsrétti að þeim hluta. KB banki á fimmtungshlut í breska bankanum Singer and Friedlander. Bankinn er metinn á um 50 milljarða króna. Sigurður verst allra frétta af því hvort yfirtaka sé í farvatninu. Á markaðnum er hún talinn markmið bankans. KB banki er skráður í sænsku kauphöllinni. Lítill hluti hlutafjár bankans er á sænska markaðnum. Umræða um bankann er mun jákvæðari í Svíþjóð en hún var í upphafi og hugsanlegt að tækifæri kunni að myndast á að auka fjölda hluta á sænska markaðnum. Sigurður gefur ekkert út á framhaldið. "Viðhorfið til bankans í Svíþjóð er ágætt í dag. Það er margbúið að sannast að umfjöllun um bankann í Svíþjóð á sínum tíma var af annarlegum hvötum." Þegar útboðið hefst munu allar nýjustu upplýsingar um rekstur bankans liggja fyrir því uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins verður birt í dag.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira