Gamlir seldir sem nýir 10. ágúst 2004 00:01 Nokkuð er um að bílar sem seldir eru á Íslandi sem nýir séu í raun gamlir bílar sem staðið hafa óseldir erlendis jafnvel í nokkur ár. Þetta getur haft í för með sér vandamál þar sem bílar geta skemmst ef þeir standa óhreyfðir. Að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda hafa fimm slík mál borist á borð félagsins á þessu ári. Í framleiðslunúmeri er meðal annars að finna upplýsingar um í hvaða mánuði bílar hafa verið afgreiddir frá verksmiðju. Þetta framleiðslunúmer er ekki hluti af þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er að fylgi skráningarskírteini á íslenskum bílum. Stefán segir Félag íslenskra bifreiðaeigenda vera mjög ósátt við að þær upplýsingar þurfi ekki að fylgja skráningarskírteinum. "Við sem neytendafélag teljum að það sé verið að fara aftan að venjulegu fólki. Satt að segja skiljum við ekki af hverju þetta var gert og af hverju þetta fyrirkomulag er hér," segir Stefán. Hann segir að upp hafi komið mál bæði hjá bílaumboðum og einstaklingum sem flytja inn bíla þar sem þetta hafi verið vandamál. Hann segir að umboðin hafi jafnvel þráast við að gefa upplýsingar um framleiðslunúmer þegar eftir því sé sóst. Stefán segir að ýmsir hlutir í bílum geti skemmst og ryðgað ef bíllinn er ónotaður en þær skemmdir komi svo í ljós þegar bíllinn sé gangsettur. Þar sé meðal annars um að ræða gírabúnað og annað sem ekki situr í olíu þegar bíllinn stendur óhreyfður. Einnig munu vera dæmi þess að bílar sem seldir eru sem nýir hafi orðið fyrir ryðskemmdum af því að standa lengi óhreyfðir utandyra. Erfitt er fyrir kaupendur að sækja rétt sinn í slíkum málum þar sem seljendum er ekki gert að gefa upplýsingar um framleiðslunúmerið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Nokkuð er um að bílar sem seldir eru á Íslandi sem nýir séu í raun gamlir bílar sem staðið hafa óseldir erlendis jafnvel í nokkur ár. Þetta getur haft í för með sér vandamál þar sem bílar geta skemmst ef þeir standa óhreyfðir. Að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda hafa fimm slík mál borist á borð félagsins á þessu ári. Í framleiðslunúmeri er meðal annars að finna upplýsingar um í hvaða mánuði bílar hafa verið afgreiddir frá verksmiðju. Þetta framleiðslunúmer er ekki hluti af þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er að fylgi skráningarskírteini á íslenskum bílum. Stefán segir Félag íslenskra bifreiðaeigenda vera mjög ósátt við að þær upplýsingar þurfi ekki að fylgja skráningarskírteinum. "Við sem neytendafélag teljum að það sé verið að fara aftan að venjulegu fólki. Satt að segja skiljum við ekki af hverju þetta var gert og af hverju þetta fyrirkomulag er hér," segir Stefán. Hann segir að upp hafi komið mál bæði hjá bílaumboðum og einstaklingum sem flytja inn bíla þar sem þetta hafi verið vandamál. Hann segir að umboðin hafi jafnvel þráast við að gefa upplýsingar um framleiðslunúmer þegar eftir því sé sóst. Stefán segir að ýmsir hlutir í bílum geti skemmst og ryðgað ef bíllinn er ónotaður en þær skemmdir komi svo í ljós þegar bíllinn sé gangsettur. Þar sé meðal annars um að ræða gírabúnað og annað sem ekki situr í olíu þegar bíllinn stendur óhreyfður. Einnig munu vera dæmi þess að bílar sem seldir eru sem nýir hafi orðið fyrir ryðskemmdum af því að standa lengi óhreyfðir utandyra. Erfitt er fyrir kaupendur að sækja rétt sinn í slíkum málum þar sem seljendum er ekki gert að gefa upplýsingar um framleiðslunúmerið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira