Bitnar á neytendum 13. ágúst 2004 00:01 Hækkun olíuverðs hefur minni bein áhrif á neytendur á Íslandi en víða annars staðar. Áhrifin á atvinnustarfsemi eru hins vegar svipuð. Kostnaðarauki lendir á endanum á neytendum. Olíuverð á heimsmarkaði hefur haldið áfram að rísa á síðustu vikum og hefur aldrei verið hærra í Bandaríkjadölum talið þótt engin met hafi verið slegin sé tillit tekið til verðbólgu. Samt sem áður hafa efnahagssérfræðingar víða um heim áhyggjur af þróun mála. Á föstudaginn var verð hráolíu rúmlega 45 dalir á tunnuna. Hið háa verð er talið afleiðing óvissu um þróun stjórnmálaástandsins í Miðausturlöndum en aðgerðir skattayfirvalda gegn rússneska fyrirtækinu Yukos auka einnig á áhyggjur fjárfesta. Hækkun olíuverðs skilar sér til íslenskra neytenda í formi hærra bensínverðs. Þetta er þó ekki endilega alvarlegasta afleiðing þróunarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson hjá greiningardeild Landsbanka Íslands segir bensínverð ekki vega mjög þungt í neysluverðsvísitölunni og að olíuverð hafi ekki jafnmikil áhrif í íslensku efnahagslífi eins og víða annars staðar. "Áhrifin af svona hækkun á olíu á almennt verðlag eru heldur minni hér á landi en víðast hvar erlendis vegna þess að við erum ekki með olíu í húsahitun. Það eru frekar þessi áhrif á atvinnulífið sem eru svipuð hér og annars staðar;" segir hann. Að sögn Björns Rúnars eru áhrifin mest á útgerðarfyrirtæki og félög sem starfa í flutningum með vörur og fólk. "Þetta er algjört lykilhráefni í þessum vestrænu hagkerfum þannig að iðnaðarframleiðslan er mjög viðkvæm fyrir olíuverði. Það er fátt sem er eins mikilvægt fyrir skammtímaþróunina eins og olíuverðið," segir Björn Rúnar. Á móti hækkun olíuverðs vegur að íslenska krónan er sterk um þessar mundir og Bandaríkjadalur veikur. Þetta þýðir að dalurinn er ódýr en öll viðskipti með olíu fara fram í þeim gjaldmiðli. "Mér sýnist til skamms tíma að sveiflurnar á olíuverði séu meiri en í genginu. Þó svo að þetta geti lagst á báðar hliðar eins og það hefur kannski gert upp á síðkastið," segir Björn Rúnar. Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Hækkun olíuverðs hefur minni bein áhrif á neytendur á Íslandi en víða annars staðar. Áhrifin á atvinnustarfsemi eru hins vegar svipuð. Kostnaðarauki lendir á endanum á neytendum. Olíuverð á heimsmarkaði hefur haldið áfram að rísa á síðustu vikum og hefur aldrei verið hærra í Bandaríkjadölum talið þótt engin met hafi verið slegin sé tillit tekið til verðbólgu. Samt sem áður hafa efnahagssérfræðingar víða um heim áhyggjur af þróun mála. Á föstudaginn var verð hráolíu rúmlega 45 dalir á tunnuna. Hið háa verð er talið afleiðing óvissu um þróun stjórnmálaástandsins í Miðausturlöndum en aðgerðir skattayfirvalda gegn rússneska fyrirtækinu Yukos auka einnig á áhyggjur fjárfesta. Hækkun olíuverðs skilar sér til íslenskra neytenda í formi hærra bensínverðs. Þetta er þó ekki endilega alvarlegasta afleiðing þróunarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson hjá greiningardeild Landsbanka Íslands segir bensínverð ekki vega mjög þungt í neysluverðsvísitölunni og að olíuverð hafi ekki jafnmikil áhrif í íslensku efnahagslífi eins og víða annars staðar. "Áhrifin af svona hækkun á olíu á almennt verðlag eru heldur minni hér á landi en víðast hvar erlendis vegna þess að við erum ekki með olíu í húsahitun. Það eru frekar þessi áhrif á atvinnulífið sem eru svipuð hér og annars staðar;" segir hann. Að sögn Björns Rúnars eru áhrifin mest á útgerðarfyrirtæki og félög sem starfa í flutningum með vörur og fólk. "Þetta er algjört lykilhráefni í þessum vestrænu hagkerfum þannig að iðnaðarframleiðslan er mjög viðkvæm fyrir olíuverði. Það er fátt sem er eins mikilvægt fyrir skammtímaþróunina eins og olíuverðið," segir Björn Rúnar. Á móti hækkun olíuverðs vegur að íslenska krónan er sterk um þessar mundir og Bandaríkjadalur veikur. Þetta þýðir að dalurinn er ódýr en öll viðskipti með olíu fara fram í þeim gjaldmiðli. "Mér sýnist til skamms tíma að sveiflurnar á olíuverði séu meiri en í genginu. Þó svo að þetta geti lagst á báðar hliðar eins og það hefur kannski gert upp á síðkastið," segir Björn Rúnar.
Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira